Umhverfis- og tækninefnd

63. fundur 29. mars 2000 kl. 14:00 - 16:47 Skrifstofa Skagafjarðar

Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar 

Fundur 63 – 29.03.2000

 

            Ár 2000, miðvikudaginn 29. mars kl. 1400 kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.

            Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Örn Þórarinsson, Árni Egilsson, Helgi Thorarensen, Hallgrímur Ingólfsson, Ingvar G. Jónsson, Óskar S. Óskarsson og Jón Örn  Berndsen.

 

DAGSKRÁ:

  1. Flæðagerði Sauðárkróki - deiliskipulag.
  2. Bréf Vegagerðar ríkisins dags. 23.03.2000 vegna efnistöku við Grafarós.
  3. Ólafshús Sauðárkróki - endurnýjun vínveitingaleyfis.
  4. Þel ehf. Gránumóum - ósk um leyfi til að fjarlægja skrifstofuhús.
  5. Tal hf. - umsókn um leyfi til að setja upp GSM loftnet á Sjúkrahús  Skagfirðinga.
  6. Varmahlíðarskóli.
  7. Umsókn um veg að Álfholti - Jón Helgason Sauðárkróki.
  8. Ljósaland - umsókn um leyfi fyrir íbúðarhús - Helgi S. Felixson.
  9. Önnur mál.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Flæðagerði Sauðárkróki, deiliskipulag - Árni Ragnarsson skipulagsarkitekt mætti á fundinn. Til umræðu var deiliskipulagstillaga "Deiliskipulag Flæðagerðis" tillaga 1. Samþykkt að auglýsa tillöguna samkvæmt byggingar- og skipulagslögum.

Í dag 29. mars eru mikil flóð í Héraðsvötnum. Hesthúsahverfið í Flæðagerði allt umflotið vatni og flæðir inn í nokkur hús. Rjúfa þurfti veg að flugvellinum til að losa burt vatn. Flugvöllurinn er einnig umflotinn vatni. Þetta eru talin mestu flóð sl. 50 ár.

 

2. Bréf Vegagerðar ríkisins dags. 23.03.2000, varðandi efnistöku í nýjan veg yfir Grafará á Siglufjarðarvegi við Hofsós. Sótt er um leyfi til að taka efni í veginn úr námum sem merktar eru inn á kort meðfylgjandi bréfi Vegagerðarinnar. Kortið dagsett 17. jan. 2000 nr. 76-04. Þá er einnig sótt um leyfi fyrir efnistöku á grjóti úr gamalli námu í landi eyðibýlisins Hrauns. Erindið samþykkt.

 

3. Umsögn um vínveitingaleyfi Ólafshús Sauðárkróki - nefndin gerir ekki athugasemdir við endurnýjun leyfisins.

 

4. Bréf Þels ehf. dags. 27.03.2000, þar sem sótt er um leyfi til að fjarlægja núverandi skrifstofubyggingu Þels á Gránumóum, rætt. Erindið samþykkt.

 

5. Erindi frá Tal hf. varðandi uppsetningu GSM loftnets fyrir Sauðárkrók. Sótt er um leyfi til að setja loftnetið á hús Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki - fyrir liggur samþykki húseigenda. Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

 

6. Varmahlíðarskóli - Fyrirliggjandi er bréf til umhverfis- og tækninefndar varðandi framkvæmdaleyfi vegna breytinga á þriðju hæð hússins. Bréfið dagsett 28.03.2000, undirritað af Páli Dagbjartssyni skólastjóra Varmahlíðarskóla. Þá liggur fyrir afrit af skýrslu Óskars S. Óskarssonar slökkviliðsstjóra, varðandi brunavarnir í Varmahlíðarskóla. Jón Örn og Óskar S. Óskarsson gerðu grein fyrir málinu. Fyrirliggjandi eru grunnmyndir unnar af Hrafnkeli Thorlacius arkitekt varðandi breytingarnar. Erindið er lagt fram til kynningar.

 

7. Umsókn um veg að lögbýlinu Álfholti á Langholti - Jón Helgason Sauðárkróki - erindinu vísað til umsagnar Vegagerðarinnar.

 

8. Ljósaland - Helgi Felixson Ljósalandi sækir um leyfi til að byggja grunn undir íbúðarhús og flytja á hann íbúðarhús frá Kúskerpi í Akrahreppi - fyrir liggur umsókn frá Vegagerð ríkisins, Skipulagsstofnun og Slökkviliðsstjóra. Fyrirliggjandi teikningar eru þær sömu og áður voru samþykktar að Kúskerpi - Teikning dagsett 1.12.1998 gerð af Ingva Ragnari Kristjánssyni - Erindið samþykkt.

 

9. Önnur mál.

a)      Starfslok Ingvars Gýgjars Jónssonar. Í tilefni af 70 ára afmæli Ingvars þann 27. mars sl. og vegna starfsloka hans 31. mars nk. þakkaði formaður honum vel unnin störf í þágu byggingar- og skipulagsmála í Skagafirði sl. 40 ár. Færði formaður Ingvari að gjöf frá nefndinni og starfsmönnum hennar bókina Íslensk byggingararfleifð I - ágrip af húsagerðarsögu 1750-1940. Þakkaði Ingvar gjöfina, hlý orð í sinn garð og samstarf allt.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1647.

 

Stefán Guðmundsson                                                Jón Örn Berndsen

Sigrún Alda Sighvats                                                Hallgrímur Ingólfsson

Helgi Thorarensen                                                     Óskar S. Óskarsson

Örn Þórarinsson                                                         Ingvar G. Jónsson

Árni Egilsson