Umhverfis- og tækninefnd

39. fundur 04. ágúst 1999 kl. 14:00 - 16:10 Skrifstofa Skagafjarðar

Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar 

Fundur 39 – 04.08.1999

 

Ár 1999 miðvikudaginn 4. ágúst kl. 14.00 kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.

 

Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Jóhann Svavarsson, Örn Þórarinsson, Árni Egils­son, Óskar S. Óskarsson og Jón Örn Berndsen.

 

 

DAGSKRÁ:

 1. Grunnskólinn á Sauðárkróki, viðbygging, 1. áfangi verksamningur við Trésmiðjuna Borg hf.
 2. Ægisstígur 7, Sauðárkróki – Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu – áður á dagskrá 23. júní 1999.
 3. Lóðarumsókn í iðnaðarhverfinu á Sauðárkróki – Vörumiðlun hf.
 4. Syðri Hofdalir – Valgerður Kristjánsdóttir og Jónas Sigurjónsson sækja um byggingarleyfi fyrir íbúðarhús.
 5. Göngustígur í Þórðarhöfða – Bréf Friðriks Þórs Jónssonar f.h. Atvinnu­þróunarfélagsins Hrings.
 6. Umsókn  um byggingarleyfi fyrir borholuskúr við holu 3 í Reykjarhól – Hitaveita Skagafjarðar.
 7. Lóðarumsóknir á Hofsósi – Valgeir Þorvaldsson f.h. Verturfarasetursins.
 8. Áskot, Neðra Ási, Hjaltadal – sumarhús – áður á dagskrá 23. júní 99 – mál 10.
 9. Ægisstígur 8 – umsókn um leyfi fyrir unanhússklæðningu Birgir R. Rafnsson. f.h. eiganda.
 10. Þverárfjallsvegur – úskurður skipulagsstjóra, samkvæmt lögum nr. 63/1999 um mat á umhverfisathugun.
 11. Önnur mál.

 

 

AFGREIÐSLUR:

1. Formaður kynnti verksamning milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Trésmiðjunnar Borgar ehf. um  viðbyggingu og stokkun grunnskólans á Sauðárkróki 1.áfanga. Samningurinn undirritaður af Snorra Birni Sigurðssyni f.h. verkkaupa og Guðmundi Guðmundssyni f.h. Trésmiðjunnar Borgar.

 

2. Borist hefur bréf frá nágrönnum undirritað af  Jóni Halli Ingólfssyni samanber afgreiðslu nefndarinnar 23. júní s.l. Einnig hefur borist bréf frá umsækjendum, Einari Erni og Sigríði Stefánánsdóttur dags. 26. júní 1999. Nefndin getur ekki fallist á umsóknina og vísar í 113. grein Byggingarreglugerðar.

 

3. Samþykkt að Vörumiðlun hf. fái lóðina nr. 31 við Borgarflöt. Samanber bréf dags. 27. júlí undirritað af Bjarna Reykjalín.

 

4. Öll gögn liggja fyrir og erindið samþykkt.

 

5.  Erindið samþykkt

 

6. Borholuskúr við holu 3 í Varmahlíð. Samþykkt.

 

7. Erindinu frestað.

 

8. Samþykkt beiðni Jóhanns Magnússonar að reisa sumarhús á lóð nr. 4 í Áskoti í Hjaltadal.

 

9. Erindið samþykkt.

 

10. Jón Örn útbýtti úrskurði skipulagsstjóra ríkissins vegna þverárfjallsvegar.

 

11. Óskar Óskarsson slökkviliðsstjóri kynnti úttekt sem var gerð á slökkvibifreiðum á Hofsósi fyrir skömmu.

       Svipuð úttekt verður gerð á Sauðárkróki og Varmahlíð innan skamms.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16.10.

 

Stefán Guðmundsson                                              Jón Örn Berndsen

Jóhann Svavarsson                                                  Óskar S. Óskarsson

Árni Egilsson

Örn Þórarinsson