Umhverfis- og tækninefnd

17. fundur 15. janúar 1999 kl. 13:15 Skrifstofa Skagafjarðar

Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar 

Fundur 17 – 15.01.99

 

      Ár 1999, föstudaginn 15. janúar kl. 13.15 kom umhverfis-og tækninefnd saman til fundar í Skrifstofu Skagafjarðar, Sauðárkróki.

      Mætt voru:  Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Örn Þórarinsson, Árni Egilsson, Jóhann Svavarsson, Hallgrímur Ingólfsson, Jón Örn Berndsen, Ingvar G. Jónsson og Óskar S. Óskarsson.

 

Dagskrá:

 1. Umsókn um framkvæmdaleyfi til lagningar Tindastólsvegar frá Skagavegi að Lambárbotnum – umsækjandi Vegagerð ríkisins.
 2. Þverárfjallsvegur.  Aðkoma að Sauðárkróki að norðan.  Vegagerð ríkisins óskar umsóknar um tvær veglínur I og II.
 3. Hlíðarstígur 2 og Skógargata 20 Sauðárkrók.  Gísli V. Björnsson, eigandi eignanna óskar eftir breytingu á lóðarmörkum milli eignanna.
 4. Birkimelur 10 Varmahlíð.  Helgi Gunnarsson og Kristín Jóhannesdóttir Birkimel 8a sækja um lóðina og óska jafnframt eftir breytingu á aðkomu að lóðinni.
 5. Álfgeirsvellir – umsókn um byggingarleyfi fyrir mjaltahús.  Umsækjandi Marinó Sigurðsson.
 6. Áramótabrennur – umræður um nauðsyn þess að setja reglur um áramótabrennur.
 7. Bréf Skipulagsstofnunar ríkisins dags. 7. jan. 1999.
 8. Umf. Tindastóll óskar eftir leyfi til að setja upp veltiskilti við gatnamót Sauðárkróksbrautar og þjóðvegar 1 í Varmahlíð.
 9. Aðalgata 5 Sauðárkróki – sótt um leyfi til að breyta útliti og innraskipulagi.  Umsækjandi Guðrún Sölvadóttir fh. Sauðárkróksbakarís.
 10. Víðidalur – umsókn um leyfi til að skipta jörðinni Víðidal í Skagafirði  samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti og gögnum.  Egill Bjarnason fh. Stefáns Haraldssonar og Péturs Stefánssonar.
 11. Fráveitumál á Sauðárkróki.  Kostnaður vegna undirbúningsvinnu vegna hönnunar á fráveitukerfi.
 12. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

 

1. Framkvæmdaleyfi til lagningar Tindastólsvegar er óskað af Vegagerð ríkisins með bréfi dags. 16.11.98.  Framkvæmdaleyfi samþykkt með 3 atkv. gegn 2.  Jóhann Svavarsson óskar bókað. “Þar sem veglagningin hefur ekki ljósan tilgang nú vill ég fresta lagningu hans þar til ljóst er að um uppbyggingu skíðasvæðis á þessum stað verði að ræða.

 

2. Þverárfjallsvegur.  Tvær tillögur frá Vegagerð ríkisins norðan við Sauðárkrók lagðar fram.  Leið I nyrðri leiðin gerir ráð fyrir brú á Gönguskarðsá en leið II kemur inn á Eyrarveg á svipuðum stað og er í dag.  Þrátt fyrir að leið I sé um 600 m lengri en leið II telur Vegagerðin að leið I sé um 10 millj.kr. ódýrari en leið II.  Samþykkt að mæla með leið I.

 

3. Gísli V. Björnsson eigandi lóðanna nr. 2 við Hlíðarstíg og nr. 20 við Skógargötu óskar eftir að fá að færa til lóðarmörk svo byggja megi bílageymslu við hús nr. 2 við Hlíðarstíg. Umhverfis- og tækninefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til vinnslu byggingarfulltrúa.

 

4. Birkimelur 10 Varmahlíð.  Helgi Gunnarsson og Kristín Jóhannesdóttir sækja um lóðina og óska jafnframt eftir breytingu á aðkomu að lóðinni.  Óska þau eftir aðkomu frá Reykjarhólsvegi.  Umhverfis- og tækninefnd bendir á að ekki er til deiliskipulag í Varmahlíð.  Nefndin tekur jákvætt í erindið og vísar því til skipulagslegrar vinnslu.

 

5. Álfgeirsvellir – Marinó Á. Sigurðsson sækir um leyfi til að byggja mjaltabás og mjólkurhús við fjósið á Álfgeirsvöllum.  Teikning Byggingarþjónusta bænda Magnús Sigsteinsson. Samþykkt.

 

6. Umræður um áramótabrennur.

 

7. Bréf Skipulagsstofnunar 7. janúar 1999 rætt.  Þar kemur fram að í fjárlögum 1999 er ekki viðurkenndur aukinn kostnaður vegna nýrra skipulagslaga.

 

8. Bréf Umf. Tindastóls þar sem sótt er um leyfi til að setja upp auglýsingaskilti við gatnamót Sauðárkróksbrautar og þjóðvegar nr. 1 í Varmahlíð.

 

9. Aðalgata 5 – Umsókn um leyfi til að breyta útliti hússins og innra skipulagi.  Framlögð teikning Arkitekt Árni dags. 12.1998.  Samþykkt.

 

10. Víðidalur í Skagafirði – Egill Bjarnason fh. Stefáns Haraldssonar og Péturs H. Stefánssonar sækir um leyfi til að skipta jörðinni.  Með umsókn fylgja kaupsamningur, afsal og hnitsett kort sem sýnir landamerki.  Samþykkt.

 

11. Fráveitumál á Sauðárkróki – Hallgrímur Ingólfsson gerði grein fyrir þeirri vinnu sem fyrirliggjandi er vegna fráveitukerfisins. Þar er um að ræða mælingar í fráveitukerfinu, hönnun sniðræsis, kortagerð og ástandslýsing.  Hallgrímur telur fjárþörf í þennan lið 15 milljónir króna á árinu 1999.  Umhverfis- og tækninefnd samþykkir að beita sér fyrir því við fjárhagsgerð að tryggja fé í þennan verkþátt.

 

12. Önnur mál.

a) Bakkakot Vesturdal – Lagt fram bréf Kerstina Roloff dags. 15.01.1999. Ingvari  Gýgjar falið að svara bréfinu.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.

 

Stefán Guðmundsson                                                Jón Örn Berndsen, ritari

Jóhann Svavarsson                                                    Óskar S. Óskarsson

Sigrún Alda Sighvats                                                Hallgrímur Ingólfsson

Örn Þórarinsson                                                         Ingvar Gýgjar Jónsson

Árni Egilsson