Umhverfis- og tækninefnd

126. fundur 17. apríl 2002 kl. 13:00 Skrifstofa Skagafjarðar
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 126 -  17.04.2002

Ár 2002, miðvikudaginn 17. apríl kl.1300 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki.
           Mætt voru:   Ingibjörg Hafstað, Páll Sighvatsson, Sigrún Alda Sighvats, Örn Þórarinsson, Gísli Gunnarsson, Óskar S. Óskarsson, Hallgrímur Ingólfsson, Sigurður H. Ingvarsson og Jón Örn Berndsen.
Dagskrá:
 1.         Opin svæði – sumarframkvæmdir – Helga Gunnlaugsdóttir
2.         Sorpgámasvæði við Varmahlíð – Hallgrímur Ingólfsson
3.         Dagur umhverfisins 25. apríl
4.         Frá Byggðarráði – Kæra Héraðsvatna 29. nóv. 2001 vegna úrskurðar
  
     Skipulagsstofnunar frá 24. okt. um mat á umhverfisáhrifum
        Villinganesvirkjunar.
5.         Aðalgata 20 – Umsókn um leyfi til að breyta starfsemi í húsinu.
        –Halla Björk Marteinsdóttir, forvarnarfulltrúi.
6.         Bréf íbúasamtaka Varmahlíðarhverfis frá 8. apríl 2002
7.         Áskot 7, Hjaltadal – Plöntuskúr – Valgarð Bertelsson
8.         Önnur mál.

Afgreiðslur:

  1. Opin svæði. Helga Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri mætti á fundinn. Hún og Hallgrimur Ingólfsson fóru yfir helstu framkvæmdir á opnum svæðum í sumar og svöruðu spurningum þar um.
  1. Varmahlíð – Sorpgámasvæði. Hallgrímur gerði grein fyrir hugmyndum um að færa sorpgáma í Varmahlíð á svæði sunnantil á iðnaðarsvæðið við Skagafjarðarveg og lagði fram gögn þar um.  Meiningin er að flytja þá gáma, sem nú eru í íbúðarhverfinu í Varmahlíð, þangað. Nefndin tók vel í erindið og fól  Hallgrími að vinna það áfram.
  1. Með bréfi dagsettu 26. mars minnir Umhverfisráðuneytið á Dag umhverfisins, sem haldinn er hátíðlegur nú í fjórða sinn. Dagurinn er fæðingardagur Sveins Pálssonar, fyrsta íslenska náttúrufræðingsins. Í ár ber Dag umhverfisins, 25. apríl, upp á sumardaginn fyrsta. Erindið var lagt fram til kynningar.
  1. Erindi Byggðarráðs dagsett 10. apríl sl. Byggðarráð vísar til Umhverfis- og tækninefndar kæru Héraðsvatna, dags. 29. nóvember 2001, varðandi úrskurð Skipulagsstofnunar frá 24. október 2001 um mat á umhverfisáhrifum Villinganesvirkjunar. Nefndin vísar til fyrri samþykktar sinnar  frá 9. janúar sl. er fjallað var um aðrar kærur vegna þessa.
  1. Aðalgata 20, Sauðárkróki. Starfshópur um forvarnarmál í sveitarfélaginu Skagafirði hefur tekið á leigu iðnaðarhúsnæði að Aðalgötu 20, þar sem áður var til húsa líkamsræktarstöðin Hreyfing. Leigutími er til að byrja með eitt ár. Í húsinu er hugmynd að reka menningarhús fyrir ungt fólk. Halla Björg Marteinsdóttir forvarnarfulltrúi, fh. starfshópsins óskar heimildar til breyttrar notkunar húsnæðisins. Óskað er eftir uppdrætti er sýni breytingarnar.
  1. Bréf íbúasamtaka Varmahlíðarhverfis frá 8. apríl sl lagt fram. Þar er bent á meinta hættu sem skapast getur við útafkeyrslur af Laugarvegi og Norðurbrún í Varmahlíð. Þess er óskað að skoðað verði að setja vegrið á austurkant þessara gatna. Erindinu vísað til tæknideildar til skoðunar og gerðar fjárhagsáætlunar næsta árs.
  1. Áskot 7, Hjaltadal – Geymsluhús – Valgarð Bertelsson óskar heimildar til að reisa plöntuskúr á lóð sinni nr. 7 við Áskot í landi Neðra Áss í Hjaltadal. Meðfylgjandi uppdráttur gerður af Þresti Sigurðssyni hjá  Opus teikni- og verkfræðistofu á Akureyri. Teikn. dagsett 20.03.2002. Húsið fer á undirstöður, sem áður báru gróðurskála. Erindið samþykkt.
  1. Önnur mál

v     Sólvík Hofsósi. Umhverfis- og tækninefnd fellst á erindi dagsett 3. apríl 2002, þar sem óskað er eftir sex mánaða leyfi til áfengisveitinga í tengslum við veitingasölu í húsinu. Leyfið veitist frá 1. maí 2002. erindið samþykkt.
v     Fundarboð frá skrifstofu atvinnulífsins um fund um byggingarmálefni og reglugerð lagt fram. Fundurinn er í kvöld á Kaffi Krók kl 20 .
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 1436
     Jón Örn Berndsen ritari fundargerðar