Umhverfis- og tækninefnd

108. fundur 19. september 2001 kl. 12:30 Skrifstofa Skagafjarðar
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 108 - 19.09.2001

Ár 2001, miðvikudaginn 19. september  kl.1230 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
Mætt voru:  Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Örn Þórarinsson, Jóhann Svavarsson, Óskar S. Óskarsson, Sigurður H. Ingvarsson, Hallgrímur Ingólfsson og Jón Örn Berndsen.
Dagskrá:
      1.      Reykjarhólsvegur – plön við Miðgarð og Varmahlíðarskóla
2.      Víðimelur - deiliskipulag frístundabyggðar
3.      Víðimelur – byggingarleyfi fyrir frístundahús, Orlofshús við Varmahlíð hf
4.      Skógargata 10, umsókn um lóðina – Jóhanna Jónasdóttir og Óskar
      Konráðsson
5.      Skógargata 18 – Áður á dagskrá 3. september 2001
6.      Hólatún 10 – breyting á sólstofu - Gústav Bentsson, Hólatúni 10
7.      Umsókn um lagnaleið – Hofsós að Hofi - Jóhann Svavarsson fh. Rarik
8.      Barmahlíð 5, Sauðárkróki - Bréf Jóns Þórs Bjarnasonar og Svanhildar
      Guðmundsd. - Áður á dagskrá 3. september 2001.
9.      Birkihlíð 1, Sauðárkróki – Breyting á innkeyrslu – Ársæll Guðmundsson
10.  Víðihlíð 35 – Breyting á bílskúrsþaki – Aðalsteinn J. Maríusson og
      Engilráð M. Sigurðardóttir.
11.  Steinsstaðir - umsókn um lóð fyrir sumarhús – Bjarni Ragnar
      Brynjólfsson og Erla Guðrún Magnúsdóttir.
12.  Barmahlíð 19 – Umsókn um leyfi til að breyta bílskúr – fyrirspurn um
      stækkun einbýlishúss – Ragnheiður Jónsdóttir og Magnús Karl Daníelsson.
13.  Knarrarstígur, 1 Sauðárkróki – utanhússklæðning - Erna G. Ingólfsdóttir
14.  Kvistahlíð 2, Sauðárkróki – innkeyrsla – Sólberg Steindórsson
15.  Dæluhús í landi Ibishóls – Hita- og Vatnsveita Skagafjarðar
16.  Fundarboð – Fundur félags byggingarfulltrúa 27. – 28. september 2001
17.  Önnur mál

Afgreiðslur:
1.      Reykjarhólsvegur – plön við Miðgarð og Varmahlíðarskóla. Samþykkt að fela tæknideild að ganga frá útboðsgögnum í verkið. Umhverfis- og tækninefnd samþykkir að beina því til byggðarráðs að framkvæmdir við verkið verði boðnar út nú á haustdögum og að verklok verði í júní 2002. Kostnaður verði færður á árið 2002 og verkið tekið á fjárhagsáætlun þess árs. Þá beinir nefndin því til byggðarráðs að þegar verði teknar upp viðræður við alla aðila málsins svo þessi áform geti náð fram að ganga.
2.      Víðimelur - deiliskipulag frístundabyggðar. Í samræmi við samþykktir Sveitastjórnar og 21. gr. skipulags og byggingarlaga hefur aðalskipulagsbreyting í Varmahlíð og deiliskipulag frístundabyggðar í landi Víðimels legið frammi til kynningar á Skrifstofu Skagafjarðar og í Varmahlíð. Kynningartíminn var til 4. sept. sl og frestur til að skila athugasemdum við tillögurnar rann út 18. september. Eitt bréf hefur borist, frá Vegagerð ríkisins. Þar er gerð athugasemd við að á deiliskipulagstillögunni sé Skagafjarðarvegur nr. 752 nefndur Lýtingsstaðavegur. Einnig bent á að gönguleið þveri hringveginn við Víðimel og að til framtíðar litið sé að mati Vegagerðarinnar eðlilegt að skoða möguleika á að byggja undirgöng undir þjóðveg 1. Nefndin samþykkir framangreindar skipulagstillögur. Þá óskar nefndin eftir því að Vegagerð ríkisins skoði gerð undirganga.
3.      Víðimelur – byggingarleyfi fyrir frístundahús. Orlofshús við Varmahlíð hf sækja um byggingarleyfi fyrir þrjú frístundahús á deiliskipulögðu landi í landi Víðimels. Húsin hafa þegar verið byggð á lóð Friðriks Jónssonar ehf., Sauðárkróki. Einnig óskað eftir flutningsleyfi fyrir þau þangað. Húsin fara á lóðir nr. 1, 2 og 4 við Víðilund. Þau eru byggð eftir uppdráttum gerðum af Nýju teiknistofunni ehf., Sigurði Einarssyni. Uppdrættir eru dagsettir 23.07.2001. Erindið samþykkt
4.      Skógargata 10, Sauðárkróki, umsókn um lóðina – Jóhanna Jónasdóttir og Óskar Konráðsson sækja um lóðina.  Erindið samþykkt og byggingarfulltrúa falið að kynna umsækjendum byggingarskilmála.
5.      Skógargata 18 – Áður á dagskrá 3. september 2001. Afgreiðslu á umsókn Benths Behrend um leyfi til að staðsetja gám á lóðinni var frestað á síðasta fundi nefndarinnar. Erindið nú tekið fyrir og því hafnað.
6.      Hólatún 10 – breyting á sólstofu - Gústav Bentsson og Steinunn Guðmundsdóttir sækja um leyfi til að breyta áður samþykktum teikningum af sólstofu á lóðinni Hólatún 10. Framlagðir breytingaruppdrættir gerðir af Guðmundi Þór Guðmundssyni, byggingarfræðingi. Erindið samþykkt.
7.      Umsókn um lagnaleið – frá Hofsósi að Hofi - Jóhann Svavarsson fh. Rarik sækir um leyfi fyrir strenglögn frá Hofsósi að Hofi á Höfðaströnd skv. meðfylgjandi gögnum – Erindið samþykkt. Jóhann Svavarsson óskar bókað að hann tekur ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.
8.      Barmahlíð 5, Sauðárkróki. - Áður á dagskrá 3. september 2001, en þá var erindinu vísað aftur til tæknideildar. Jón Þór Bjarnason og Svanhildur Guðmundsdóttir, Barmahlíð 5, Sauðárkróki óska  eftir að núverandi aðkomu að húsinu að sunnan verði lokað og aðkoma að húsinu verði gerð norðanfrá, frá Sauðárhlíð. Erindið nú tekið fyrir aftur.  Nefndin hafnar því að heimila aðkomu að húsinu úr Sauðárhlíð. Nefndin samþykkir að fela tæknideild að laga aðkomu að húsinu sunnanfrá og vísar þeim aðgerðum til gerðar fjárhagsáætlunar. Sigrún Alda óskar bókað að hún er ósammála samþykkt nefndarinnar og telur að heimila eigi aðkomu norðanfrá. Að mati Sigrúnar Öldu er núverandi aðkoma óviðunandi fyrir íbúa hússins.
9.      Birkihlíð 1, Sauðárkróki – Ársæll Guðmundsson, Birkihlíð 1 óskar heimildar til að gera innkeyrslu af lóð sinni Birkihlíð 1 inn á Birkihlíðina. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
10.  Víðihlíð 35 – Breyting á bílskúrsþaki – Aðalsteinn J. Maríusson og Engilráð M. Sigurðardóttir, Víðihlíð 35 óska heimildar nefndarinnar til að setja hallandi þak á bílskúr sambyggðan íbúðarhúsinu. Framlagðir uppdrættir eru gerðir af Hirti Ingasyni, dagsettir 30.08.2001. Erindið samþykkt.
11.  Steinsstaðir - umsókn um lóð fyrir sumarhús – Bjarni Ragnar Brynjólfsson og Erla Guðrún Magnúsdóttir sækja um lóð fyrir frístundahús í landi sveitarfélagsins á Steinsstöðum. Sótt er um lóð, merkt nr. 4 á skipulagsuppdrætti af svæðinu. Erindið samþykkt.
12.  Barmahlíð 19 – Ragnheiður Jónsdóttir og Magnús Karl Daníelsson, Barmahlíð 19 sækja um leyfi til að breyta bílskúrsþaki og stækka íbúðarhúsið til austurs.  Nefndin treystir sér ekki til að afgreiða erindið án þess að fyrir liggi fyrirspurnarteikning.
13.  Knarrarstígur 1, Sauðárkróki – utanhússklæðning - Erna G. Ingólfsdóttir óskar heimildar nefndarinnar til að klæða utan eldra húsið að Knarrarstíg 1 með bárustáli. Erindið samþykkt
14.  Kvistahlíð 2, Sauðárkróki – innkeyrsla – Sólberg Steindórsson og Birna E. Stefánsdóttir óska eftir stærri innkeyrslu að húsi sínu Kvistahlíð 2, Sauðárkróki. Erindinu hafnað.
15.  Dæluhús í landi Ibishóls – Hita- og Vatnsveita Skagafjarðar sækir um leyfi til að reisa dæluhús við vatnsból veitunnar í landi Ibishóls og leggja þaðan vatnslögn í miðlunartank við Brekku. Uppdrættir og afstöðumynd unnin af Stoð ehf. á Sauðárkróki. Erindið samþykkt.
16.  Fundarboð – Fundur félags byggingarfulltrúa 27. – 28. september 2001 – Félag byggingarfulltrúa heldur árlegan fund sinn í Reykholti í Borgarfirði dagana 27. og 28. september nk. Samþykkt að byggingarfulltrúi og starfsmaður tæknideildar sæki fundinn.
17.  Önnur mál
                                                            Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1418
                                         Jón Örn Berndsen ritar