Umhverfis- og tækninefnd

101. fundur 20. júní 2001 kl. 12:30 Skrifstofa Skagafjarðar
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 101 - 20.06.2001
 

 Ár 2001, miðvikudaginn 20. júní kl.1230  kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.

 

           Mætt voru:      

 

Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Sólveig Jónasdóttir, Örn Þórarinsson, Jóhann Svavarsson, Jón Örn Berndsen, Sigurður Ingvarsson og Hallgrímur Ingólfsson.

 

Dagskrá:
                1.      Sumarhúsabyggð í Reykjarhóli.
                2.      Freyjugata 19 – Bréf Elsu Árnadóttur.
                3.      Bréf íbúasamtakanna út að austan dagsett 11.06.2001.
                4.      Neisti – vallarsvæðið – framkvæmdir við vallarsvæðið.
                5.      Sumarhús í landi Laugarhvamms - G. Hjálmarsson.
                6.      Skagfirðingabraut 6 – innkeyrsla.
                7.      Gilstún 22 – Umsókn um byggingarleyfi Rúnar Símonarson.
                8.      Ljósleiðaraleiðir , Hofsós, Ketilás.
                9.      Ártorg – umsókn um lóðir fyrir fjölbýlishús fyrir eldri borgara.
                10.  Ólafsvíkuryfirlýsingin.
                11.  Aðalgata 9 og 11 Girðing á lóðarmörkum.
                12.  Aðalgata 21 Gluggabreytingar
                13.  Lindabær í Sæmundarhlíð – Vélageymsla byggingarleyfisumsókn.
                14.  Önnur mál.

 

 Afgreiðslur:

 

1.      Orlofshúsabyggð í Reykjarhóli. Á fundinn mættu Viggó Jónsson og Knútur Aadnegard fulltrúar Orlofshúsa við Varmahlíð hf. til viðræðna við nefndina. Fóru þeir yfir umsókn Orlofshúsa hf um lóðir í vestanverðum Reykjarhóli og byggingaráform félagsins. Gerð var grein fyrir fundi sem fulltrúar úr Umhverfis- og tækninefnd áttu í Varmahlíð 11. júní sl. með fulltrúum Skógræktar ríkisins og Skógræktarfélags Skagafjarðar Viggó og Knútur viku nú af fundi. Nefndin lýsir ánægju sinni með framtak Orlofshúsa hf og samþykkir að fela tæknideild að vinna málið áfram fh. Sveitarfélagsins. 

 

2.      Freyjugata 19 Sauðárkróki. Elsa Árnadóttir óskar eftir innkeyrslu að húsinu frá Knarrarstíg og einnig heimildar til að gera þar tvö bílastæði. Þá er fyrirspurn um að fá að byggja síðar bílgeymslu á lóðinni. Samþykkt að fela tæknideild að gera aðkomu að lóðinni frá Knarrarstíg. Afstaða til fyrirhugaðrar bílgeymslu verður tekin þegar teikningar liggja fyrir af henni.

 

3.      Lagt fram bréf frá íbúasamtökunum út að austan dagsett 11. júní sl. varðandi yfirfulla sorpgáma. Samþykkt að fela tæknifræðingi að afgreiða málið og fylgja því eftir með dreifibréfi.

 

Hallgrímur Ingólfsson vék nú af fundi.

 

4.      Umf. Neisti sækir um leyfi til að staðsetja gám fyrir áhöld tæki og salernisaðstöðu á vallarsvæðinu í Hofsósi. Erindið samþykkt. 

 

5.      Sumarhús í landi Laugarhvamms. Guðmundur Hjálmarsson fh. G. Hjálmarsson hf. sækir um byggingarleyfi fyrir sumarhús á lóð nr. 5 í landi Laugarhvamms. Meðfylgjandi uppdrættir eru unnir af Hauki Jónssyni hjá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Erindið samþykkt. 

 

6.      Skagfirðingabraut 6 og 8 Sauðárkróki. Eigendur Skagfirðingabrautar 6 óska heimildar til að gera bifreiðastæði á lóð tilheyrandi Skagfirðingabraut 8. Bifreiðastæðið hafi útkeyrslu að Skagfirðingabraut. Meðfylgjandi erindinu er uppdráttur sem sýnir fyrirhugaðar breytingar á lóðarmörkum þessu samfara og einnnig samþykki eiganda Skagfrirðingabrautar 8. - Erindið samþykkt. 

 

7.      Gilstún 22 Sauðárkróki. Rúnar Símonarson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóðinni nr. 22 við Gilstún. Meðfylgjandi uppdrættir eru gerðir af Staðalhús Síðumúla 31, Sigurði P. Kristjánssyni.  Ekki er fallist á nema eina aðkomu að húsinu. Erindið samþykkt að öðru leyti. 

 

8.      Jóhann Örn Guðmundsson fh. Landsímans óskar heimildar nefndarinnar fyrir strengleið fyrir ljósleiðara á milli Hofsóss of Ketiláss samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti. 

 

9.      Með bréfi 24. apríl sl undirrituðu af Einari Gíslasyni fh. vinnuhóps um byggingu fjölbýlishúss fyrir aldraða, er spurst fyrir um lóð fyrir slík hús við Ártorg. Erindið var áður á dagskrá 4. maí sl. og þá vísað til umsagnar Árna Ragnarssonar skipulagsarkitekts. Umsögn hans var til umfjöllunar á fundi nefndarinnar 23. maí sl. Nefndin samþykkir hægt sé að úthluta lóðum undir slíka starfsemi á Ártorgi og felur byggingarfulltrúa að ræði við hlutaðeigandi vegna skipulags svæðisins. 

 

10.  Umhverfis- og tækninefnd samþykkir að leggja til við Sveitarstjórn að Ólafsvíkuryfirlýsingin verði samþykkt. 

 

11.  Aðalgata 9 og 11 Sauðárkróki. Óskað er eftir heimild til að girða á lóðarmörkum með girðingu allt að 1,5 m hæð. Samþykkt að heimila girðingu í allt að 1,25 m. hæð yfir gangstétt. 

 

12.  Með bréfi dagsettu 8. mars og teikningum mótteknum 18. júní 2001 óskar Sigurjón Rafnsson fh. Kaupfélags Skagfirðinga eftir heimild til að breyta gluggum hússins Aðalgata 21, Grána, og færa þá nær upprunalegu horfi en nú er. Meðfylgjandi uppdrættir eru frá teiknistofunni Vektor í Kópavogi, Ríkharði Oddssyni.  Samþykkt 

 

13.  Lindabær í Sæmundarhlíð. Sigmar Jóhannsson óskar heimildar til að byggja vélageymslu á landi Lindarbæjar í Sæmundarhlíð. Meðfylgjandi uppdrættir eru gerðir af Stoð ehf. Braga Þór Haraldssyni dagsettir í júní 2001. Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar Skipulagsstofnunar. 

 

14.  Önnur mál. Engin

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1555

 

Jón Örn Berndsen, ritari