Umhverfis- og tækninefnd

100. fundur 06. júní 2001 kl. 13:00 Skrifstofa Skagafjarðar
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 100 - 06.06.2001
 Ár 2001, miðvikudaginn 6. júní kl.1300  kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
           Mætt voru:      
Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Örn Þórarinsson, Jóhann Svavarsson, Jón Örn Berndsen, og Sigurður Ingvarsson.
Dagskrá:
      1.      Skeljungur, Skagfirðingabraut 29  - Stöð-Inn - Innanhússbreytingar
2.      Steinsstaðir - umsókn um lóð fyrir sumarhús - Páll Pálsson, Birkihlíð 17
3.      Aðalgata 23, Villa Nova - viðbygging og lóðarmál - Karl Bjarnason ofl.
4.      Litli-Dalur, endurnýjun og breytingar  - Hanna B. Hauksdóttir
5.      Hásæti, Forsæti - ósk um skipulagsbreytingar og umsókn um lóðir nr. 2 og 
      4 við Forsæti - Þórður Eyjólfsson f.h. Búhölda
6.      Hrafnagil - Landstækkun - Sigrún Alda Sighvats, Háuhlíð 12
7.      Freyjugata 42, viðbygging - Páll Friðriksson
8.      Fjölbrautaskólinn - Verknámshús - Þakbreytingar ofl.- Stoð ehf. 
      fh Fjölbrautaskólans
9.      Kayakleiga Hafsteins Oddssonar - skilti - Hafsteinn Oddsson
10.  Þúfur - Landskipti - Sigurmon Þórðarson
11.  Eyrartún 7 - Útlitsbreytingar - Guðmundur Örn Guðmundsson og
      Erna Baldursdóttir
12.  Sólvík - Vínveitingaleyfi
13.  Bréf KS - Péturs Stefánssonar, varðandi lóðarmál í Varmahlíð 
14.  Hitaveita Skagafjarðar - Dæluhús í landi Laugarbóls, Steinsstaðabyggð
15.  Um lóðaúthlutanir - Bréf Þórðar Skúlasonar hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga
16.  Ævintýraferðir, Hestasport  - Umsókn um stöðuleyfi fyrir íbúðareiningar á lóð
      Ævintýraferða - Hestasports  - Magnús Sigmundsson
17.  Önnur mál

 Afgreiðslur:
 1.      Jón M. Halldórsson, kt. 091162-3509 f.h. Skeljungs ehf,. sækir um leyfi til breytinga 
       á innréttingum á jarðhæð Skagfirðingabrautar 29, Sauðárkróki. Meðfylgjandi erindinu
       eru uppdrættir frá TEKTON, Hauki Harðarsyni arkitekt, sem sýna fyrirhugaðar
       breytingar. Uppdrættirnir eru samþykktir af Brunavörnum Skagafjarðar og 
      
Heilbrigðiseftirliti. Einnig liggur fyrir samþykki Vinnueftirlits. Erindið samþykkt.

 2.      Páll Pálsson, Birkihlíð 17, Sauðárkróki, sækir um lóð undir frístundahús á landi
       sveitarfélagsins á Steinsstöðum. Lóðin er á Aðalskipulagsuppdrætti 1990-2010 fyrir
       Steinsstaði merkt nr. 3 og er þar talin 4875 m2. Samþykkt að úthluta Páli lóðinni.

 3.      Aðalgata 23, Villa Nova. Karl Bjarnason, Jóhann Svavarsson og Unnar
       Ingvarsson  stjórnarmenn í Villa Nova hf. óska eftir að endurbyggja skála á 
       suðurhlið hússins. Bygging skálans er liður í endurgerð hússins til upprunalegs horfs.
       Einnig er óskað eftir viðræðum við nefndina um lóðarmál hússins og hugsanlegar
       breytingar á núverandi lóð. Endurbygging skálans samþykkt, tæknideild falið að 
       skoða lóðarmál hússins.

 4.      Hanna Björg Hauksdóttir óskar heimildar til að klæða geymslu og bílgeymslu í
       Litla Dal utan með trapisustáli. Um er að ræða samskonar efni og sett var á
       sambyggt  íbúðarhúsið 1997 - Erindið samþykkt.

5.      Bréf Þórðar Eyjólfssonar og Kára Þorsteinssonar dagsett 23. maí sl. varðandi byggingarsvæði Búhölda á Sauðárhæðum lagt fram. Þar er óskað eftir lóðum nr. 2 og 4 við Forsæti og einnig óskað eftir að skipulagi svæðisins verði breytt þannig að gatan Hásæti verði lengd til norðurs og húsum við hana fjölgað að austanverðu. Nefndin samþykkir að úthluta lóðunum 2 og 4 við Forsæti til Búhölda og felur byggingarfulltrúa að ræða við Búhölda um byggingaráform sín þar sem lóðirnar eru ekki byggingarhæfar strax. Þá samþykkir nefndin að deiliskipulag svæðisins skuli vera óbreytt.
6.      Hrafnagil í Skagafirði. Sigrún Alda Sighvats, Háuhlíð 12, Sauðárkróki og Pétur Pálmason, Reykjavöllum óska eftir að Umhverfis- og tækninefnd samþykki fyrir sitt leyti stækkun á landi Hrafnagils úr 1,5 ha í 4,4 ha. Meðfylgjandi erindi þeirra er uppdráttur gerður af Stoð ehf. dags. í maí 2001, sem sýnir umrætt land. Þá fylgir erindinu einnig afsal undirritað af Sigrúnu Öldu og Pétri Pálmasyni. Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti. Sigrún Alda vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
7.      Páll Friðriksson Freyjugötu 42 sækir um leyfi til að byggja tengibyggingu milli bílgeymslu og íbúðarhúss að Freyjugötu 42, samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti, gerðum af ArkitektÁrna dagsettum í maí 2001 - Erindið samþykkt.
8.      Verknámshús Fjölbrautaskólans-  Stoð ehf. fh. Fjölbrautaskóla Nl. vestra sækir um leyfi til að breyta þaki hússins og reisa geymslu fyrir spónsog á lóð hússins, samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum gerðum af Stoð ehf. Uppdrættir af sogkerfisskúr eru dagsettir í október 2000, en uppdrættir, sem sýna þakbreytingar, séu dagsettir í maí 2001. Erindin samþykkt.
 9.      Kayakleiga Hafsteins. Hafsteinn Oddsson óskar heimildar til að setja upp skilti við
       Strandveginn sem sýni hvenær starfsemi sé opin hjá Kayakleigunni. Skiltin
       standa aðeins uppi á meðan starfsemi er hjá Kayakleigunni,  annars eru þau tekin
       niður.  Samþykkt, enda verði skiltin sett upp í samráði við byggingarfulltrúa.

10.  Þúfur í Óslandshlíð. Sigurmon Þórðarson óskar heimildar til að skipta tveim landspildum út úr landi Þúfna í Óslandshlíð. Á landamerkjabréfi fylgjandi umsókninni kemur fram að umræddar landspildur verði byggingarlóðir. Nefndin getur fyrir sitt leyti fallist á að þessum landspildum verði skipt út úr jörðinni. Nefndin bendir á að öll breyting á landnotkun er skipulagsskyld og að skipulagsáætlun þarf að liggja fyrir áður en hægt er að veita heimildir fyrir nýbyggingum.
 11.  Eyrartún 7, Sauðárkróki. Guðmundur Örn Guðmundsson og Erna Baldursdóttir
       óska  heimildar til að gera skyggni yfir aðaldyr hússins samkvæmt meðfylgjandi
       uppdráttum gerðum af Hús og ráðgjöf ehf, Helga Samúelssyni og Sigurbergi Árnasyni.
       Uppdrættir  dagsettir 20.05. 2001 - Erindið samþykkt.

 12.  Veitingastofan Sólvík, Hofsósi - Óskað er umsagnar nefndarinnar vegna óska um
       vínveitingaleyfi fyrir veitingastofuna Sólvík. Nefndin gerir ekki athugasemdir
       við erindið.

 13.  Bréf Péturs Stefánssonar forstöðumanns Þjónustumiðstöðvar KS í Varmahlíð lagt
       fram. Þar er óskað að Umhverfis- og tækninefnd hafi frumkvæði að því að
       leiða  saman  aðila sem lóðir hafa á þjónustusvæðinu við þjóðveginn í Varmahlíð
       með það fyrir augum að bæta aðkomu að lóðum og samræma innra skipulag
       þeirra.  Tæknideild falið að ræða við hagsmunaaðila.

 14.  Hitaveita Skagafjarðar óskar heimildar til að byggja 22 m2 dæluhús í landi 
       Laugarbóls  að Steinsstöðum. Meðfylgjandi uppdrættir gerðir af Stoð ehf, dagsettir 
       í maí 2001. Erindið samþykkt.

15.  Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi lóðaúthlutanir lagt fram. Bréfið er dagsett 31. maí 2001. Meðfylgjandi eru bréf Félagsmálaráðuneytisins, dags. 16. maí 2001  og bæjarstjóra Mosfellsbæjar frá 10. maí 2001.
16.  Ævintýraferðir Hestasport - Magnús Sigmundsson sækir um stöðuleyfi fyrir íbúðargámi á lóð við húsnæði Ævintýraferða Hestasports í Varmahlíð - meðf. er afstöðumynd gerð af Stoð ehf og grunnmyndir af íbúðargámunum. Stöðuleyfið samþykkt.
 17.  Önnur mál.   Tillaga Jóhanns Svavarssonar, varðandi það að sveitarfélagið 
       samþykki  Ólafsvíkuryfirlýsinguna, lögð fram. Verður tillagan til afgreiðslu á næsta 
       fundi nefndarinnar.

                              Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1545  
Jón Örn Berndsen