Umhverfis- og tækninefnd

88. fundur 21. febrúar 2001 kl. 12:30 Skrifstofa Skagafjarðar
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 88 - 21.02.2001

         Ár 2001, miðvikudaginn 21 febrúar kl.1230 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
        Mætt voru:  Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Örn Þórarinsson, Jóhann Svavarsson, Óskar S. Óskarsson, Hallgrímur Ingólfsson og Jón Örn Berndsen.
Dagskrá:
         1.      Sorphirða í Skagafirði - endurnýjun verksamnings.
        2.      Frá Byggðarráði, bréf íbúa við Furulund í Varmahlíð dags. 23.01.2001.
        3.      Frá Byggðarráði, Umsögn um vínveitingarleyfi fyrir Skagfirskt eldhús að
              Aðalgötu 7, Sauðárkróki.
        4.      Frá Byggðarráði, Umsögn um vínveitingarleyfi, til eins árs, fyrir
              Snorra Þorfinnsson ehf. í  Veitingahúsinu Sigtúni, Hofsósi.
        5.      Hólatún 12, Sauðárkróki, Breyting á bílgeymslu.
        6.      Hólar í Hjaltadal - Takmarkanir á umferðarhraða - .
        7.      Steinhóll í Fljótum - bygging sumarhúss og endurbygging á íbúðarhúsi.
        8.      Neðri Ás í Hjaltadal - bifreiðageymslu breytt í hesthús.
        9.      Önnur mál

Afgreiðslur:
1.      Samningar um sorphirðu, gámaleigu og losun gáma rennur út 28. febrúar nk.  Samþykkt að fela tæknideild að ganga til samninga við núverandi verktaka til eins árs.
2.      Lagt fram bréf, dagsett 23. janúar 2001, frá íbúum við Furulund 4 og 10 og íbúum Fagrahvols í Varmahlíð, varðandi lýsingu og endurbætur á götunni Furulundi. Erindinu er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.
3.      Byggðarráð óskar eftir umsögn nefndarinnar vegna afgreiðslu á vínveitingaleyfi fyrir Skagfirskt eldhús að Aðalgötu 7, Sauðárkróki - Umhverfis og tækninefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti með þeim skilyrðum að uppfylltar verði kröfur eldvarnareftirlits varðandi flóttaleiðir.
4.      Byggðarráð óskar eftri umsögn nefndarinnar vegna afgreiðslu á vínveitingaleyfi, til eins árs, fyrir Snorra Þorfinnsson ehf í Veitingahúsinu Sigtúni á Hofsósi. Umhverfis og tækninefnd gerir ekki athugasemdir við erindið.
5.      Hólatún 12, Sauðárkróki. Ingólfur Arnarson óskar eftir heimild til að lengja  bílgeymslu að Hólatúni 12. Eftir breytingu mun bílgeymslan ná austur úr samþykktum byggingarreit. Nefndin fellst á stækkun á bílgeymslunni með þeim skilyrðum að byggingin fari ekki út fyrir samþykktan byggingarreit.
6.      Hólar í Hjaltadal - takmarkanir á umferðarhraða í gegn um þéttbýlið á Hólum. Lagt fram bréf Skúla Skúlasonar, skólameistara, dags 13.10. 2000, til Guðmundar Ragnarssonar, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Sauðárkróki og bréf rekstrarstjóra, dagsett 23.01.2001, til nefndarinnar. Samþykkt að verða við erindinu.
7.      Steinhóll, Fljótum -  Sverrir Júlíusson og Benedikt Benediktsson sækja um leyfi að klæða utan íbúðarhús að Steinhóli og byggja sumarhús samkvæmt teikningum gerðum af Verkfræðistofu Siglufjarðar, dagsettum í október 2000. Endurgerð gamla hússins samþykkt. Erindinu að öðru leyti frestað og byggingarfulltrúa falið að afla betri gagna.
8.      Neðri-Ás í Hjaltadal - Jón Garðarson óskar heimildar til að breyta bílgeymslu í hesthús og einnig að byggja við húsið. Framlagðir uppdrættir gerðir af Stoð ehf. verkfræðistofu, dags. í febrúar 2001. Erindið samþykkt.
9.      Önnur mál. – engin.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1427.
Ritari:  Jón Örn Berndsen