Umhverfisnefnd

25. fundur 12. janúar 2005 kl. 14:00 Ráðhúsið á Sauðárkróki

Árið 2005, miðvikudaginn 12. jan. var haldinn fundur í Umhverfisnefnd kl. 14:00 í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.

Mætt voru:     
Þorgrímur Ómar Unason, Elinborg Hilmarsdóttir, Árni Egilsson, Helga Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri og Hallgrímur Ingólfsson, sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs.

Dagskrá: 

  1. Eiturefnaflutningar.
  2. Hunda- og kattahald í sveitarfélaginu.
  3. Önnur mál.

Afgreiðslur:

Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

1. Óskar Stefán Óskarsson, slökkviliðsstjóri mætti á fundinn undir þessum lið. Gerði hann grein fyrir þeim viðbúnaði og búnaði, sem Brunavarnir Skagafjarðar hafa yfir að ráða vegna mengunaróhappa.

2. Farið yfir reglugerðir um hunda- og kattahald frá ýmsum sveitarfélögum. Samþykkt að Hallgrímur og Helga vinni uppkast að nýrri reglugerð um hunda- og kattahald í sveitarfélaginu.

3. Önnur mál:  Engin.

 
Fleira ekki gert, fundi slitið.

Árni Egilsson ritaði fundargerð.