Umhverfisnefnd

22. fundur 09. september 2004 kl. 10:00 Ráðhúsið á Sauðárkróki

Ár 2004, fimmtudaginn 09. sept. 10:00 kom Umhverfisnefnd Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.

Mætt voru:     
Ómar Unason, Árni Egilsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri og Hallgrímur Ingólfsson, sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs.

Í upphafi fundar kom fram tillaga frá formanni að Árni Egilsson sæti fundinn.

Samþykkt.

Dagskrá:

1. Meðferð á heyrúllu- og baggaplasti.

2. Fundur um friðlýsingu Austara Eylendis, sem haldinn var 3. ágúst sl.

3. Fráveitumál á Eyrinni.

4. Önnur mál.

Afgreiðslur:

1. Lagt fram bréf dags. 30. júní frá Úrvinnslusjóði um meðferð á heyrúllu- og baggaplasti.  Jafnframt fylgir með skýrsla um kynningu á fyrirkomulagi um söfnun á plastinu.  Málið kynnt.

2. Gerð var grein fyrir fundi í Félagsheimilinu í Hegranesi 3. ág. sl. sem  Umhverfisnefnd og fulltrúar Umhverfisráðuneytis og Umhverfisstofnunar áttu með landeigendum Austur Eylendi.

Á fundinum voru ræddar tillögur sem fram hafa komið um friðlýsingu Eylendisins.

3. Formaður og Hallgrímur tæknifræðingur gerðu grein fyrir stöðu mála.

4. Önnur mál. Engin.


Fleira ekki gert, fundi slitið.

Árni Egilsson ritaði fundargerð.