Umhverfisnefnd

14. fundur 07. júlí 2003 kl. 16:00 Ráðhús, 550 skr.

Ár 2003, mánudaginn 7. júlí kl. 16:00 kom Umhverfisnefnd Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.

Mætt voru:     
Ómar Unason, Viðar Einarsson, Elinborg Hilmarsdóttir og Hallgrímur Ingólfsson, sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs.

Dagskrá: 

  1. Drög að reglugerð um urðun úrgangs.
  2. Drög að náttúruverndaráætlun.
  3. Önnur mál. 

AFGREIÐSLUR:

1. Nefndinni barst frá Umhverfisráðuneytinu til umsagnar drög að reglugerð um urðun úrgangs. Markmið reglugerðar þessarar er að stuðla að því að urðun úrgangs valdi sem minnstum óæskilegum áhrifum á umhverfið. Í því felst að urðun úrgangs mengi ekki vatn, jarðveg né andrúmsloft, að dregið verði úr þeirri hættu sem urðun úrgangs getur haft á heilsu manna og dýra, að dregið verði úr urðun úrgangs og að urðun verði háttað þannig að úrgangur nái jafnvægi við umhverfi sitt á sem skemmstum tíma.

Nefndin gerir engar athugasemdir við framangreind drög. 

2. Erindið sem var áður á dagskrá á fundi Umhverfisnefndar þann 2. júní sl. þar sem því var vísað til Skipulags- og byggingarnefndar til kynningar.  Erindið var tekið fyrir á fundi nefndarinnar þann 6. júní sl. Umhverfisnefndin hafnar friðlýsingu Drangeyjar en tekur að öðru leyti undir bókun Skipulags- og byggingarnefndar frá ofangreindum fundi.

3. Önnur mál. Engin.
 

Fleira ekki gert, fundi slitið.

Viðar Einarsson ritaði fundargerð.