Umhverfisnefnd

11. fundur 01. apríl 2003 kl. 15:00 Ráðhús, 550 skr.

Ár 2003, þriðjudaginn 1. apríl kl. 15:00 kom Umhverfisnefnd Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.

Mættir voru:  
Ómar Unason, Viðar Einarsson. Einnig mættu á fundinn Hallgrímur Ingólfsson, sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs, Helga Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri og Þorsteinn Sæmundsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands-vestra.

Dagskrá: 

  1. Forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands-vestra.
  2. Önnur mál.

Afgreiðslur: 

1. Þorsteinn kynnti fyrirhugað votlendisverkefni sem náttúrustofan hyggst ráðast í ásamt ýmsum öðrum hugmyndum,sem stofan hefur varðandi umhverfimál í Skagafirði.

Þorsteinn víkur af fundi.

2. Lagt fram bréf frá Umhverfisnáðuneytinu um Dag umhverfisins þann 25. apríl nk. Samþykkt að fela formanni nefndarinnar að ræða við forstöðumann Náttúrustofu Norðurlands-vestra að sjá um viðburð í tilefni þessa dags.


Fleira ekki gert, fundi slitið.

Viðar Einarsson ritaði fundargerð.