Umhverfis- og samgöngunefnd

44. fundur 26. júní 2009 kl. 08:00 - 11:00 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður
  • Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir varaform.
  • Jón Sigurðsson aðalm.
  • Svanhildur Harpa Kristinsdóttir áheyrnarftr. VG
  • Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Útikennsla - Litla Skógi

0903051

Á fundinn komu Hólmfríður Guðmundsdóttir og Sigurlaug Konráðsdóttir kennarar í Árskóla sem eru forsvarsmenn verkefnis sem lýtur að útikennslu. Með útikennslu er átt við að nemendur fara út u.þ.b. einu sinni í viku og vinna fjölbreytt verkefni úti undir beru lofti. Eru allar námsgreinar undir. Hugmyndir hafa komið fram um að nýta Litla-Skóg sem útikennslustofu því hann er í næsta nágrenni við skólann. Þessi nýting veldur ekki mikilli röskun á umhverfinu og aðeins er notast við einfaldan efnivið, t.d. trjágreinar og drumba, möl og kaðla. Þar sem umrætt svæði er útivistarsvæði fyrir almenning er ósk um að fá leyfi til að nýta hluta af skóginum undir starfsemina og halda áfram með verkefnið. Nefndin samþykkir að nýta hluta Litla Skógar sem útikennslustofu og felur garðyrkjustjóra ásamt forsvarsmönnum verkefnisins að velja svæði í Litla Skógi. Gera þarf skriflegt samkomulag milli Árskóla og Sveitarfélagsins um verkefnið.

2.Sorpurðun og hreinsun

0906067

Á fundinn kom Ómar Kjartansson til viðræðna við nefndina um sorphirðu, endurvinnslu, urðun og flokkun. Sviðsstjóra og formanni falið að gera drög að gjaldskrá fyrir móttöku úrgangs. Stefnt að því að ný gjaldskrá taki gildi um næstu áramót og þá verði rekstraraðilum gert að greiða fyrir móttöku alls úrgangs að undanskildum þeim úrgangsflokkum sem bera úrvinnslu- eða skilagjald. Almenningur greiði ekki fyrir úrgang sem myndast við venjulegan heimilisrekstur en ætlast er til að hann sé flokkaður. Einungis þarf að greiða fyrir stærri farma s.s. úrgang frá byggingum eða breytingu íbúðarhúsnæðis. Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við Byggðarráð að hafin verði flokkun sorps á þéttbýlisstöðum í sveitarfélaginu næstu áramót. Þriggja tunnu kerfi verði notað.

3.Fjárhagsáætlun 2009 - Umhverfis-og samgöngunefnd

0811014

Við endurskoðun fjárhagsáætlunar er liður 08 Hreinlætismál lækkaður um eina milljón króna, sem skiptist á lið 8210 kr. 500.000.- og lið 8230 500.000.-

4.Sjálfbært samfélag í Fljótum

0906037

Umhverfis- og samgöngunefnd telur að ekki sé hægt að verða við erindi Trausta Sveinssonar. Mjög er óvíst um kostnað og fjármögnun verkefnisins. Þá telur nefndin ekki rétt að taka eitt íbúasvæði Sveitarfélagsins sérstaklega fyrir.

5.Siglingaklúbburinn Drangey - umsóknir

0905028

Siglingaklúbburinn Drangey óskar eftir því að fá leyfi til að setja aðstöðuhús niður tímabundið á hafnarsvæðinu. Húsið sem um ræðir er sett saman úr allt að 4 íbúðaeiningum alls 70 m2. Í húsinu eru aðallega geymslur fyrir öryggisbúnað og bátakost klúbbsins sem ekki má geyma utan dyra, búningsklefar og félagsrými. Húsið verður sett á dregara og auðvelt verður að flytja það til eða af svæðinu gerist þess þörf. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti stöðuleyfi til 1. september 2009. Umhverfis- og samgöngunefnd er sammála afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.

6.snjómokstur

0906068

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að snjómokstur á Sauðárkróki verði boðinn út á haustdögum. Sviðsstjóra falið að vinna útboðsgögn.

Fundi slitið - kl. 11:00.