Umhverfis- og samgöngunefnd

71. fundur 12. desember 2011 kl. 15:00 - 17:15 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Svanhildur Harpa Kristinsdóttir aðalm.
  • Svanhildur Guðmundsdóttir aðalm.
  • Jón Sigurðsson áheyrnarftr.
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
  • Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
  • Gunnar Sigurjón Steingrímsson yfirhafnarvörður
  • Helga Björk Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri
  • Vernharð Guðnason slökkviliðsstjóri
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2012 Umhverfis- og samgöngunefnd

1112110

Farið var yfir liði 07 Brunamál og almannavarnir, lið 08 Hreinlætismál, lið 10 Samgöngumál, lið 11 umhverfismál, og lið 41 Hafnarsjóður. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framangreinda liði með eftirfarandi niðurstöðu og vísar afgreiðslunni til byggðarráðs. Liður 07 Brunamál og almannavarnir - niðurstöðutala rekstaraútgjöld kr. 62.193.996.- Þá er samþykkt 5% hækkun gjaldskrár Brunavarna. Liður 08 Hreinlætismál tekjur kr.56.540.000.- gjöld kr 86.175.000.- niðurstöðutala rekstaraútgjöld kr.29.635.000.- Liður 10 Samgöngumál tekjur kr. 4.600.000 .- gjöld kr 58.000.000.- niðurstöðutala rekstaraútgjöld kr. 53.400.000.- Liður 11 Umhverfismál tekjur kr. 2.080.000.- gjöld kr 57.107.000.- niðurstöðutala rekstaraútgjöld kr. 55.027.000.- og liður 41 Hafnarsjóður tekjur kr. 72.419.000.- gjöld kr 57.513.000.- niðurstöðutala rekstarartekjur kr. 14.906.000.-

2.Gjaldskrá sorphirða og sorpurðun

1112125

Lögð fram tillaga að breyttri gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu í Sveitarfélaginu.Árlegt gjald miðað við íbúð í þéttbýli verði :Sorphirðugjald á íbúð, kr. 16.000 Sorpeyðingargjald á íbúð kr. 14.000. Bújarðir eða býli með atvinnustarfsemi kr. 42.500 Íbúðir í dreifbýli kr. 14.000 Frístundahús, gestahús, ferðaþjónustuhús kr 14.000.- Liðnum vísað til Byggðarráðs til afgreiðslu og til umsagnar Heilbrigðiseftirlits.

3.Gjaldskrá Skagafjarðarhafnir

1112126

Lögð fram tillaga að hækkun gjaldskrár Skagafjarðarhafna. Lagt er til að almennir liðir utan útsendrar vinnu hækki um 5,2%. Það er í samræmi við hækkun vísitölu neysluverðs sl 12 mánuði. Þá er lagt til að útseld vinna hækki um 3,2%. Liðnum vísað til Byggðarráðs til afgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 17:15.