Umhverfis- og samgöngunefnd

34. fundur 04. nóvember 2008 kl. 08:00 - 11:00 í Safnahúsi við Faxatorg
Nefndarmenn
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður
  • Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir varaform.
  • Jón Sigurðsson aðalm.
  • Helga Björk Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri
  • Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
  • Gunnar Sigurjón Steingrímsson yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Umhverfismál ? Þórður Ingi Bjarnason umhverfisfulltrúi Hólastaðar

0811016

Umhverfisstarf á Hólum ? Þórður Ingi Bjarnason umhverfisfulltrúi Hólastaðar kom á fund nefndarinnar og gerði grein fyrir ?grænfánaverkefninu? sem í gangi er austan vatna á forsjá Hólaskóla. Allir skólar austan vatna hafa skráð sig í verkefni grænfánans. Þórður Ingi er verkefnastjóri. Hólastaður hefur hafið samstarf við Flokku ehf. varðandi það að koma fyrir gámum undir flokkað sorp á Hólum. Óskar Þórður eftir samstarfi við Sveitarfélagið og kostnaðarþátttöku þess vegna losunar á gámum. Þórður telur að viðbótakostnaður vegna þessa geti verið um 60-80 þúsund kr. á mánuði.

2.Skagafjarðarhafnir ? óveðurstjón

0811015

Skagafjarðarhafnir ? óveðurstjón. Gunnar Steingrímsson og Jón Örn gerðu grein fyrir þeim skemmdum sem hafnarmannvirki Skagafjarðarhafna urðu fyrir í foráttubrimi nú þann 25. október sl. Í Sauðárkrókshöfn hafa orðið skemmdir á sandföngurum og rofnað hefur skarð í nyrðri sandfangarann. Í Hofsóshöfn slitnaði flotbryggja upp og lásar á henni slitnuðu. Grjótvörn framan við Vesturfarasetrið hefur orðið fyrir skemmdum. Í Haganesvík hvarf nyrsti hluti bryggjunnar í hafið og löndunarkraninn með. Sjóvörn í víkinni framan við gömlu verslunarhús Kaupfélagsins virðist hafa gengið til. Kristján Helgason frá Siglingastofnun er væntanlegur á morgun til að skoða skemmdir og meta þær. Skoða þarf með aðkomu Viðlagatryggingar.

3.Fjárhagsáætlun 2009 - Umhverfis-og samgöngunefnd

0811014

Fjárhagsáætlun v. 2009. Rætt um gerð fjárhagsáætlunar og þær áherslur sem leggja á til grundvallar við fjárlagagerðina. Útfærsla tillagna liggi fyrir á næsta fundi nefndarinnar sem ákveðinn er þriðjudaginn 11. nóvember nk. Ingvar Páll Ingvarsson og Gunnar Pétursson komu á fund nefndarinnar vegna fjárlagagerðarinnar.

4.Sorphirða fyrir einstaklinga

0809048

Sorphirða fyrir einstaklinga, bréf Samkeppnisstofnunar lagt fram. Sviðsstjóra falið að svara bréfinu.

5.Utanvegaakstur

0810062

Utanvegaakstur, bréf starfshóps á vegum Umhverfisráðuneytis dags. 21. okt. lagt fram.

Fundi slitið - kl. 11:00.