Umhverfis- og samgöngunefnd

38. fundur 21. janúar 2009 kl. 08:00 - 09:00 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður
  • Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir varaform.
  • Jón Sigurðsson aðalm.
  • Svanhildur Harpa Kristinsdóttir áheyrnarftr. VG
  • Helga Björk Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri
  • Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
  • Gunnar Sigurjón Steingrímsson yfirhafnarvörður
  • Ingvar Páll Ingvarsson starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2009 - Umhverfis-og samgöngunefnd

0811014

Fjárhagsáætlun 2009. Rætt um gerð fjárhagsáætlunar. Seinni umræða um fjárhagsáætlun ársins 2009. Helga Gunnlaugsdóttir gerði grein fyrir helstu tölum í lið 11 Umhverfismál. Niðurstöðutala gjöld kr. 47.194.000.-Lækkun 8 milljónir frá fyrri umræðu. Fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs niðurstöðutölur tekjur kr. 78.000.350.-, gjöld kr. 76.665.350.- Niðurstöðutala tekjur kr. 1.335.000.- Jón Örn gerði grein fyrir liðum 08 Hreinlætismál, 10 Umhverfis- og samgöngumál og 53 Fráveitumál. Niðurstöðutölur liður 08 gjöld kr. 15.664.000.- lækkun 13.8 milljónir frá fyrri umræðu, liður 10 gjöld kr. 57.271.752.- lækkun 6,4 milljónir frá fyrri umferð og liður 53 tekjur kr. 42.824.000.- kr. óbreytt frá fyrri umræðu. Samþykkt að vísa þessum liðum til Byggðarráðs til afgreiðslu.

2.Gjaldskrármál - Umhverfis-og samgöngunefnd

0901048

Gjaldskrármál ? Breytingar á gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun. Sorphirðugjald í þéttbýli þar sem sorphirða fer fram: Árlegt gjald miðað við ílát verði sem hér segir: Sorphirðugjald á ílát, íbúðarhúsnæði kr. 15.000.-Sorpeyðingargjald á ílát ? íbúðarhúsnæði kr.9.000.- Sorphirðugjald á ílát, sumarhús kr. 7.000.- Árlegt sorpurðunargjald frá atvinnurekstri og húsnæði í dreifbýli svo og öðru húsnæði og stofnunum, sem nota gáma og/eða hafa aðgang að urðunar- og söfnunarsvæðum sveitarfélagsins. Fyrirtækjum er raðað í flokka samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar miðað við magn og umfang úrgangs. Gjaldið er sem hér segir: Flokkur 1 kr. 10.800. Flokkur 2 kr. 60.000. Flokkur 3 kr. 180.000. Flokkur 4 kr. 350.000. Flokkur 5 kr. 680.000.- Á bújörðum með atvinnustarfsemi verði sorphirðugjald kr. 18.000.- fyrir þjónustubýli kr. 10.000.- og sumarbústaðir kr. 7.000.- Samþykkt að vísa þessum breytingatillögum til Byggðarráðs til afgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 09:00.