Umhverfis- og samgöngunefnd

59. fundur 04. júní 2010 kl. 15:00 - 17:00 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður
  • Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir varaform.
  • Jón Sigurðsson aðalm.
  • Svanhildur Harpa Kristinsdóttir áheyrnarftr. VG
  • Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Fjögurra ára samgönguáætlun 2011-2014

1004100

Skagafjarðarhafnir. Fjögurra ára samgönguáætlun 2011-2014, Bréf til hafnastjórna dagsett 19.04.2010 frá Siglingastofnun lagt fyrir ásamt framkvæmdaáætlun yfirhafnarvarðar og sviðsstjóra í samræmi við bókun frá 57, fundi 6. maí sl. Áætlunin samþykkt.

2.Skagafjarðarhafnir - Hofsóshöfn 2010

1006023

Rætt um lagfæringar á bryggjudekki á norðurgarði og lagfæringu á aðkomu að höfninni. Ákveðið að skoða með að malbika bryggjudekkið og aðkeyrsluna. Yfirhafnarverði falið að skoða málið með tæknideild.

3.Skagafjarðarhafnir - Haganesvík 2010

1006024

Ákveðið að fara í lagfæringar á bryggjudekki og bryggjuhausnum. Yfirhafnarverði falið að skoða málið með tæknideild.

4.Sorphirða í Skagafirði - sorpgámar

0804115

Umgengni á gámasvæðum er víða ábótavant. Notendur er hvattir til betri umgengni og að virða merkingar á gámum. Samþykkt að bæta við brotajárnsgám við Breið og timburgám í Fljótum, við Nýrækt. Þörf er á að fylgjast betur með gámasvæðum af Sveitarfélagsins hálfu.

5.Óskað eftir heimild til að hefja endurreisn búsvæða vatnafiska

1006005

Erindið lagt fram til kynningar.

6.Þakkir í lok kjörtímabils

1006028

Formaður þakkaði nefndarmönnum og starfsmönnum gott samstarf á kjörtímabilinu. Nefndarmenn þökkuðu formanni og sviðsstjóra gott samstarf.

Fundi slitið - kl. 17:00.