Umhverfis- og samgöngunefnd

62. fundur 10. nóvember 2010 kl. 08:15 - 11:52 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir aðalm.
  • Svanhildur Guðmundsdóttir aðalm.
  • Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
  • Vernharð Guðnason áheyrnarftr.
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Skagafjarðarhafnir Gjaldskrárhækkun 2010

1011013

Gunnar Steingrímsson yfirhafnarvörður gerir að tillögu sinni að Almennir liðir aðrir en útseld vinna hækki um 3,3% samkvæmt vísitölu neysluverðs.

Útseld vinna hækki ekki að svo stöddu, en gæti tekið breytingum ef nýir kjarasamningar líta dagsins ljós á árinu 2011. Þá er lagt til að hámarksgjald í 5 fl samkvæmt 10 grein verði fellt niður og að við 17 grein bætist setningin "rafmagnsgjöld geta tekið beytingum á fyrirvara vegna gjaldskrárbreytinga birgja hafnarinnar" Tillögur yfirhafnarvarðar samþykktar.

2.Skagafjarðarhafnir - Fjárhagsáætlun 2011

1011014

Gunnar Steingrímsson yfirhafnarvörður lagði fram tillögu að fjárhagsáætlun fyrir Hafnarsjóð Skagafjarðar. Niðurstöðutölur eru tekjur kr. 63.714.000.- og gjöld 56.878.400.- Tekjuafgangur 6.835.600.- Farið yfir tillögurnar. Samþykkt að skoða kostnað við flotbryggjur.

3.Sauðárkrókur Hafnarsvæði-dýptarmælinga

1010089

Sviðsstjóri gerði grein fyrir árlegri mælingu á stórstraumsfjöruborði norðan Sauðárkrókshafnar og því að talsverðar breytingar hafa átt sér stað frá síðustu mælingu sem gerð var í desember 2008. Þá upplýsti sviðsstjóri að óskað hafi verið eftir ríkisframlagi til dýptarmælinga í höfninni á vordögum 2011.

4.Hesteyri 1-Umsókn um stöðu/byggingarleyfi

1010206

Erindi til umsagnar, vísað til nefndarinnar frá Skipulags- og byggingarnefnd sem bókaði eftirfarandi á fundi sínum 3. nóvember sl. "Hesteyri 1, umsókn um stöðuleyfi. Steingrímur Garðarsson kt. 2706282149 fh. Lundhöfða ehf 421106-2150 og Þorvaldur Steingrímsson kt. 080359-3739 sækja með bréfi dagsettu 28.10.2010, um leyfi til að flytja og staðsetja tímabundið, sumarhús á lóðina númer 1 við Hesteyri á Sauðárkróki. Húsið sem um ræðir er í byggingu á lóðinni númer 8-10 við Óseyrarbraut í Hafnarfirði. Fyrirhugað er að flytja húsið fokhelt og koma því fyrir á lóðinni númer 1 við Hesteyri og vinna þar að innri frágangi þess. Þaðan mun húsið verða flutt á lóð með landnúmerið 219626 sem skipt hefur verið út úr jörðinni Hellulandi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir stöðuleyfi fyrir sitt leiti og vísar erindinu til umsagnar Umhverfis- og samgöngunefndar.? Umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemdir við erindið enda verði húsið fjarlægt innan sex mánaða eins og umsóknin ber með sér.

5.Umsókn um lóð.

1010085

Hjálmar Steinar Skarphéðinsson, Stefán Valdimarsson, Steindór Árnason og Krókaleiðir/Þorvaldur Steingrímsson sækja um að fá úthlutað lóðinni nr. 3 við Lágeyri. Umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemd við erindið og vísar þvi til skipulags- og byggingarnefndar.

6.Brunavarnir Skagafjarðar - fjárhagsáætlun 2011

1011019

Vernharð Guðnason slökkviliðsstjóri fór yfir minnisblað dagsett 20.10.2010 þar sem farið er yfir fjármál, húsnæðismál og tækjabúnað Brunavarna Skagafjarðar. Einnig er þar farið yfir nýjar reglur um hlífðarbúnað slökkviliðsmanna og nýjar reglur um læknisskoðun og þrekpróf

7.Umhverfismál 2010 -

1005061

Í framhaldi af bókun nefndarinnar á 61 fundi 1. október sl þar sem sviðsstjóra var falið að bjóða út hluta af þeim slætti á opnum svæðum sem garðyrkjudeildin hefur haft umsjón með lagði hann fram útboðsgögn varðandi málið og kynnti þau. Samþykt að auglýsa eftir tilboðum í slátt á opnum svæðum í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

8.Umhverfis- og samgöngunefnd-fjárhagsáætlun 2011

1011011

Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri lagði fram mannafla og tækjalista vegna verkefna næsta árs og fór yfir hann og helstu verkefni. Fjárhagsáætlun rædd í framhaldi af yfirferð Helgu. Áætla þarf kostnað á umhverfisverkefnin til að auvelda forgangsröðun þeirra við gerð fjárhagsáætlunar.

9.Sorpurðun og sorphirða-fjárhagsáætlun 2011- gjaldsrkármál

1011012

Sviðsstjóri fór yfir gjaldskrá sem í gildi er varðandi sorpurðun og sorphirðu í Skagafirði. Sviðsstjóra falið að endurskoða gjaldskrána m.t.t breyttra forsenda og nýs sorpurðunarstaðar við Stekkjavík.

10.Snjómokstur veturinn 2010-2011

1010272

Sviðsstjóri gerði grein fyrir hvernig snjómokstri á vegum í sveitarfélaginu verður háttað veturinn 2010-2011.

11.Varðar framkvæmdir við ár og vötn

1010193

Lagt fram dreifibréf frá Fiskistofu, Árna Ísakssyni forstöðumanni lax- og silungsveiða þar sem athygli er vakin á breyttu lagaumhverfi (lög nr. 119/2009) og þeirri þýðingu sem þær hafa á framfylgni laganna varðandi framkvæmdir við ár og vötn.

12.Þjónustusamningar í þéttbýli

1010176

Sviðsstjóri kynnti gildandisamninga við Vegagerðina varðandi veghald þjóðvega á Sauðárkróki og í Hofsósi vegna ársins 2010. Samþykkt að óska eftir fundi með svæðisstjóra vegagerðarinnar á norðvestursvæði um þjónustu vegagerðarinnar.

13.Vegasamgöngur í Skagafirði 2010

1011020

Umhverfis- og samgöngunefnd Sveitarfélagsins Skagafjörður leggur ríka áherslu á bættar vegasamgöngur í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið er víðfeðmt og er atvinnusókn og öll þjónusta því verulega háð greiðum vegasamgöngum. Nefndin leggur því til við stjórnvöld að hraðað verði lögn bundinna slitlaga á helstu tengivegi í sveitarfélaginu. Í Vegáætlun til næstu tveggja ára er gert ráð fyrir óskiptri fjárveitingu til nýrra bundinna slitlaga í Norðvesturkjördæmi. Umhverfis- og samgöngunefnd leggur mikla áherslu á að hluta þessara fjármuna verði varið til áframhaldandi uppbyggingar á Skagafjarðarvegi (752), með lengingu bundins slitlags til framsveita sveitarfélagsins.

Hönnun endurbóta á Skagafjarðarvegi liggur fullbúin hjá Vegagerðinni og er verkefnið tilbúið til útboðs, enda var fjárveiting til verkefnisins á samgönguáætlun 2008-2012 sem áður var í gildi. Nefndin telur því rökrétt að framkvæmdir við Skagafjarðarveg verði í forgangi við úthlutun þess fjár, sem áður er getið til bundinna slitlaga í kjördæminu." Framangreindri bókun vísað til byggðarráðs.

14.Strandvegur - þjóðvegur í þéttbýli

1010099

Sviðsstjóri gerði grein fyrir þeim hlut Strandvegarins sem eftir er að koma í "endanlega" planlegu. Lagði fram kostnaðaráætlun vegna verksins. Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:52.