Umhverfis- og samgöngunefnd

20. fundur 20. nóvember 2023 kl. 14:30 - 16:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Hrefna Jóhannesdóttir formaður
  • Guðlaugur Skúlason aðalm.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson aðalm.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Valur Valsson verkefnastjóri
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Valur Valsson Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2024 - málefni umhverfis- og samgöngunefndar, 61 Skagafjarðarhafnir

2310153

Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2024 ásamt forsendum rammans til seinni umræðu í umhverfis- og samgöngunefnd.

Farið var yfir seinni tillögu að fjárhagsáætlun Skagafjarðarhafna 2024. Áætlunin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög að fjárhagsáætlun og vísar henni til seinni umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn.

Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri sat þennan lið.

2.Gjaldskrá Skagafjarðarhafna 2024

2310013

Vegna verðlagsþróunar er lagt til að gjaldskrá Skagafjarðarhafna hækki um 4,9% frá og með 1. janúar 2024.

Hildur Magnúsdóttir fulltrúi Vinstri grænna og óháðra leggur fram svohljóðandi breytingatillögu:
Gjaldskrá Skagafjarðarhafna fyrir árið 2024 hækki um 5,9% í stað 4,9%.

Umhverfis- og samgöngunefnd hafnar breytingartillögu fulltrúa Vinstri grænna og óháðra og samþykkir upphaflega tillögu um 4,9% hækkun og vísar henni til Byggðarráðs.

Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri sat þennan lið.

3.Fjárhagsáætlun 2024 - málefni umhverfis- og samgöngunefndar, mfl. 08, 10, 11 og 69

2310151

Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2024 ásamt forsendum rammans til seinni umræðu í umhverfis- og samgöngunefnd.

Farið var yfir seinni tillögu að fjárhagsáætlun umhverfis-, hreinlætis-, umferðar og samgöngumála og fráveitu 2024. Áætlunin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög að fjárhagsáætlun með áorðnum breytingum og vísar henni til seinni umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn.

4.Samþykkt um hunda- og kattahald

2208288

Samþykkt um hunda- og kattahald í Skagafirði lögð fram til umræðu og afgreiðslu.

Umhverfis ? og samgöngunefnd felur formanni nefndarinnar að uppfæra samþykktirnar í samræmi við umræður á fundinum og vísa þeim því næst til byggðaráðs.

5.Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu 2024

2310015

Lögð var fram tillaga að gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu 2024.

Í ljósi þess að gjald sem innheimt er á að vera sem næst raunkostnaði vegna málaflokksins, leggur umhverfis- og samgöngunefnd upp með að gjaldskráin verði endurskoðuð á fyrsta ársþriðjungi 2024 þegar rauntölur frá 2023 liggja fyrir og í samræmi við magn og gerð úrgangs, endurgreiðslur úr úrvinnslusjóði og annarra þátta sem áhrif hafa á kostnað.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til Byggðarráðs.

Fundi slitið - kl. 16:00.