Umhverfis- og samgöngunefnd

17. fundur 20. september 2023 kl. 14:00 - 15:15 að Borgarteigi 15, Sauðárkróki
Nefndarmenn
  • Hrefna Jóhannesdóttir formaður
  • Guðlaugur Skúlason aðalm.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson aðalm.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Valur Valsson verkefnastjóri
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Guðný Axelsdóttir Starfsmaður Veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Fundagerðir Hafnasambands Íslands 2023

2301004

Fundagerðir Hafnasambands Íslands nr. 454, og 455 lagðar fram til kynningar.

Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri sat þennan lið.

2.Sauðárkrókshöfn, gámur, starfsmannaaðstaða/geymsla

2207050

Hafnarstjóri Dagur Baldvinsson óskar eftir leyfi til að fjarlægja skúr sem hýst hefur geymslur og verkstæðisaðstöðu starfsmanna sökum þess hve lélegur hann er. Hætta er á að skúrinn fjúki ef hvessir. Í staðinn er óskað eftir leyfi til að setja niður tvo gáma þar sem yrðu starfsmannaaðstaða með salerni og sturtu fyrir starfsmenn ásamt geymslum og verkstæðisaðstöðu. Meðfylgjandi eru teikningar af aðstöðunni unnar af Verkfræðistofunni Stoð ehf.

Kostnaður við verkið verður tekinn af áætluðum kostnaði við stálþil sem frestað hefur verið til næsta árs.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti.

Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri sat þennan lið.

3.Snjómokstur 2023 - 2027, útboð

2306098

Gerð útboðsgagna vegna snjómoksturs á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð er að ljúka. Frá síðasta fundi hafa verið gerðar breytingar á gögnum og voru þær kynntar nefndinni.
Um er að ræða eitt útboð með þremur útboðsliðum og sökum umfangs útboðsins skal boðið út á evrópska efnahagssvæðinu.

Ingvar Páll Ingvarsson fór yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á útboðinu frá síðasta fundi.

Ingvar Páll Ingvarsson verkefnastjóri sat þennan lið.

4.Staðfangaskrá sorpíláta vegna BÞHE fyrir Skagafjörð

2309051

Með nýlegum lagabreytingum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis er sveitarfélögum gert að koma því þannig fyrir að innheimta verði sem næst raunkostnaði fyrir meðhöndlun úrgangs niður á hvern aðila og að fast gjald skuli takmarkast við 50% til ársins 2025 og 25% eftir það. Þessar breytingar þýða að flest sveitarfélög þurfa að aðlaga gjaldskrár sínar og innheimtukerfi. þegar byrjað er að innheimta gjöld fyrir meðhöndlun úrgangs eftir fjölda og stærð íláta.
Sveitarfélagið þarf því að koma af stað talningu sem gengur út á að kortleggja hvaða ílát eru úti á mörkinni í dag á viðkomandi staðföngum.
Farið var yfir innleiðingaráætlun fyrir haustið 2023.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að fela starfsmanni nefndarinnar að koma ílátatalningu og gerð nýrrar gjaldskrár sem fyrst af stað.

5.Fundir umhverfis- og samgöngunefndar haust 2023

2309147

Lögð fram tillaga að fundartímum nefndarinnar fyrir haustönn 2023, sem eru eftirfarandi: 12. október, 9. nóvember og 4. desember. Fundir hefjast kl. 14:00. Samþykkt.

Fundi slitið - kl. 15:15.