Umhverfis- og samgöngunefnd

3. fundur 05. ágúst 2022 kl. 10:00 - 12:15 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Hrefna Jóhannesdóttir formaður
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir varaform.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson aðalm.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Valur Valsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Sorphreinsun í Skagafirði - útboð 2022

2011092

Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 20.7.2022. Lokaútgáfa verklýsingar er lögð fyrir nefndina til afgreiðslu.

Nefndin fór yfir verk- og útboðslýsingu og samþykkir að setja verkið í útboð.
Auglýst verður í helgarblöðum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins, evrópska efnahagssvæðinu, heimasíðu sveitarfélagsins og á vefnum utbodsvefur.is. Gert er ráð fyrir að tilboð í verkið verði opnuð 30.09.2022 og samningur um verkið taki gildi 01.04.2023.

Hrefna Jóhannesdóttir sat fundinn í fjarfundarbúnaði.
Gunnar Svavarsson umhverfis- og byggingarverkfæðingur hjá Eflu sat þennan lið.

Fundi slitið - kl. 12:15.