Umhverfis- og samgöngunefnd

187. fundur 13. janúar 2022 kl. 13:00 - 14:30 með fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir formaður
  • Guðlaugur Skúlason varaform.
  • Steinar Skarphéðinsson ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Valur Valsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Gjaldskrá brunavarna 2022

2110151

Lögð var fram tillaga að 3,5% hækkun gjaldskrár brunavarna fyrir árið 2022.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar til byggðarráðs.

2.Gjaldskrá brunavarna, slökkvitækjaþjónusta 2022

2110152

Lögð var fram tillaga að 3,5% hækkun gjaldskrár brunavarna og slökkvitækjaþjónustu fyrir árið 2022.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar til byggðarráðs.

3.Nýframkvæmdir og viðhald hafna - fréttatilkynning

2112101

Í nýrri skýrslu sem Hafnasamband Íslands hefur látið taka saman um framkvæmda- og viðhaldsþörf hjá íslenskum höfnum á komandi árum kemur fram að viðhaldsþörf hafna innan hafnasambandsins er áætluð liðlega 12 ma.kr. fram til ársins 2025. Þar er endurnýjun og endurbætur á stálþilum stærsti viðhaldsþátturinn eða upp á nær 5 ma.kr.
Stefnt er að nýframkvæmdum við hafnarmannvirki hérlendis upp á ríflega 67 ma.kr. fram til ársins 2031. Langstærsti hluti þessara áætluðu framkvæmda er vegna nýrra viðlegukanta eða um 27 ma.kr., um 15 ma.kr. eru áætlaðir í fjárfestingar á viðbótar raftengibúnaði vegna orkuskipta og um 10 ma.kr. í landfyllingar fyrir ný hafnarsvæði.

Skagafjarðarhafnir gera ráð fyrir 440 m.kr. nýframkvæmdum árin 2021-2031. Þar af verður 350 m.kr. varið í nýja viðlegukanta, 50 m.kr. í rafbúnað vegna orkuskipta, 20 m.kr. í flotbryggjur og 20 m.kr. í hafnarbakka/uppland og landfyllingar. Vegagerðin hefur samþykkt fjárveitingu að upphæð 553 m.kr. árin 2021-2024 til Skagafjarðarhafna.
Tekjur Hafnarsjóðs af aflagjaldi námu 42,5% af heildartekjum hafnarsjóðsins árið 2020.

Ljóst er af skýrslunni að umtalsverðar framkvæmdir eru fyrirliggjandi á vegum Skagafjarðarhafna á næstu árum.

4.Skilavegir - niðurstaða starfshóps - Hofsósbraut

2109097

Málið var áður á dagskrá umhverfis- og samgöngunefndar á 184. fundi þann 20. okt. og 186. fundi þann 15. desember síðastliðinn og á fundi nr. 416 sveitarstjórnar þann 27. okt.

Búið er að ganga frá málinu. Sveitarfélagið hefur tekið við rekstri vegarins í samræmi við samning þar um sem undirritaður var í desember sl. Samningurinn felur meðal annars í sér að sveitarfélagið Skagafjörður tekur við snjómokstri, götusópun og viðhaldi götuljósa frá áramótum 2021 og 2022.

5.Styrkbeiðni

2112066

Erna Geirsdóttir f.h. Skógræktarfélgs Skagafjarðar sækir um styrk að upphæð 500.000 kr. til skógarhöggs og stígagerðar í reit félagsins norðan Hofs í Varmahlíð og til plöntunar í Brúnaskógi.

Málið tekið fyrir að nýju og samþykkt að styrkja verkefnið um 500.000 krónur sem takist af málalið 11.

6.Göngu- og hjólastígar milli þéttbýlisstaða í Skagafirði

2201092

Vegagerðin úthlutar styrkjum til verkefna af þessu tagi árlega.

Málið var rætt í nefndinni og ljóst er að mikil þörf er að bæta göngu- og hjólastíga á milli þéttbýlisstaða í Skagafirði.
Sviðsstjóra er falið að leita frekari upplýsinga um málið og koma með tillögu að verkefnum sem sett verði í hönnun- og skipulagsferli.

7.Styrkvegir 2022

2201093

Vegagerðin úthlutar árlega fjármagni til styrkvega, sem eru vegir sem ekki teljast þjóðvegir. Áhugasömum er bent á að kynna sér málið undir "umsókn um styrkveg" á heimasíðu Vegagerðarinnar.

Sviðsstjóra falið að yfirfara vega- og slóðakerfi í sveitarfélaginu með tilliti til þess hvort sækja megi um styrki til vega sem tilheyra sveitarfélaginu.

Fundi slitið - kl. 14:30.