Umhverfis- og samgöngunefnd

57. fundur 06. maí 2010 kl. 08:15 - 10:45 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður
  • Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir varaform.
  • Jón Sigurðsson aðalm.
  • Svanhildur Harpa Kristinsdóttir áheyrnarftr. VG
  • Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Fjögurra ára samgönguáætlun 2011-2014

1004100

Skagafjarðarhafnir. Fjögurra ára samgönguáætlun 2011-2014, Bréf til hafnastjórna dagsett 19.04.2010 frá Siglingastofnunlagt fyrir. Sviðsstjóra og yfirhafnarverði falið að gera framkvæmdaáætlun og leggja fyrir til samþykktar.

2.Umhverfismál 2010 -

1005061

Umhverfismál ? sumarverkefni. Á fundinn kom Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri til viðræðna við nefndina. Farið yfir helstu verkefni sumarsins. Helga bendir á að mikil þörf er á að sveitarfélagið eigi kurlara til að kurla stígaefni.

3.Glaumbær lóð 146033 - Byggðasafn aðstöðuhús 2010

1005062

Byggðasafnið Glaumbæ ? Aðstöðuhús. Miðvikudaginn 5. maí 2010 opnuð tilboð í byggingu aðstöðuhúss við Glaumbæ samkvæmt samnefndum útboðsgögnum. Tilboð bárust frá K-tak ehf kr. 19.081.180.- og Friðrik Jónssyni ehf. kr. 19.990.465. Kostnaðaráætlun var kr. 21.779.710.- Samþykkt að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

4.Samstarf árið 2010

1001229

Seeds ? sumarverkefni. Vegna atvinnuástands er ekki möguleiki á að sinna verkefninu.

Fundi slitið - kl. 10:45.