Umhverfis- og samgöngunefnd

176. fundur 11. janúar 2021 kl. 12:00 - 13:20 með fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir formaður
  • Guðlaugur Skúlason varaform.
  • Steinar Skarphéðinsson ritari
  • Svana Ósk Rúnarsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Valur Valsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Hátæknibrennsla sem framtíðarlausn

2101074

Mánudaginn 11. janúar 2021, efndi Samband íslenskra sveitarfélaga, umhverfis- og auðlindaráðuneytið og samstarfsvettvangur sorpsamlaga á suðvesturhorninu, til opins kynningar- og umræðufundar um fyrirliggjandi greiningu á þörf fyrir hátæknibrennslu til meðhöndlunar á brennanlegum úrgangi og fyrstu aðgerðum til undirbúnings að uppbyggingu innviða til brennslu.
Nefndarmenn hlýddu á erindin sem stóðu frá 10:00 til 12:15. Kynningarfundurinn var mjög áhugaverður og fræðandi. Nefndin leggur til að sviðsstjóri láti meti magn brennanlegs úrgangs hjá Sveitarfélaginu.

2.Ábending frá lögreglu og brunavörnum

2101051

Ábending kom frá lögreglustjóra á Norðurlandi vestra, Brunavörnum Skagafjarðar, Brunavörnum Austur-Húnvetninga og Brunavörnum Húnaþings á samfélagsmiðlum þann 29. desember 2020. Í ábendingunni er farið yfir losun úrgangs utan móttökustöðvar, sorpílata eða grenndargáma og gruns um brennslu á sorpi og annars úrgangs.
Nefndin tekur undir ábendingu frá viðbragðsaðilum og leggur áherslu á að farið sé að reglum um meðhöndlun sorps og annars úrgangs.

3.Aðkoma að Sauðárkróki að norðan á Skarðseyri við Steinull

2010110

Unnin hafa verið drög að bættri aðkomu að Sauðárkróki frá Þverárfjallsvegi (744). Sviðsstjóri fer yfir hugmynd sem unnin hefur verið sem varðar aðkomuna.
Nefndin felur sviðsstjóra af kynna þessa hugmynd fyrir Vegarerðinni og upplýsa nefndina um framvindu málsins.

Fundi slitið - kl. 13:20.