Umhverfis- og samgöngunefnd

170. fundur 30. júní 2020 kl. 10:00 - 12:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir formaður
  • Guðlaugur Skúlason varaform.
  • Steinar Skarphéðinsson ritari
  • Svana Ósk Rúnarsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Valur Valsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Samþykkt var samhljóða að taka mál númer 2006148 á dagskrá með afbrigðum.

1.Umhverfisverkefni 2020 - yfirferð og staða verkefna

2004219

Farið var lauslega yfir þau mál sem eru hafin af lista yfir verkefni fyrir 2020 og þau verk sem mikilvæg eru á listanum. Rætt var um gámasvæðið í Fljótum, pappagámur er kominn á gámasvæðið eins og óskað var eftir.

2.Málefni bensínstöðvar N1 á Hofsósi

2002003

Farið var yfir stöðu mála.Sviðstjóra er falið að fylgjast með að verkefnið verði unnið með hag íbúa og Sveitarfélagsins að leiðarljósi.

3.Samningur um ræktunarland á Nöfum

2006263

Sviðstjóra falið að afla upplýsinga um núverandi samninga við leigutaka á ræktunarlandi á Nöfum. Ljóst er að umgengni er víða ábótavant og er leigutökum bent á ákvæði í lóðaleigusamningum um umgengni og almenn ákvæði Heilbrigðiseftirlitsins.

4.Varðar útblástur í skorsteini Steinullar hf á Sauðárkróki

2006148

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við hugmyndir Umhverfisstofnunar um að leyfa breyttan lágmarkshraða í skorsteini að því gefnu að breytingar á rekstri verksmiðjunnar frá því sem nú er verði óverulegar.

Fundi slitið - kl. 12:00.