Umhverfis- og samgöngunefnd

167. fundur 05. mars 2020 kl. 10:00 - 11:20 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir formaður
  • Guðlaugur Skúlason varaform.
  • Steinar Skarphéðinsson ritari
  • Högni Elfar Gylfason varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Ingvar Gýgjar Sigurðarson verkstjóri á veitu- og framkvæmdasviði
  • Dagur Þór Baldvinsson
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Steinn Leó Sveinsson, nýráðinn sviðstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, sat fundinn. Steinn kemur til starfa í byrjun apríl.
Umhverfis- og samgöngunefnd býður Stein Leó velkominn til starfa og þakkar Indriða Þór, fráfarandi sviðstjóra, fyrir gott samstarf síðustu ár og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

1.Skagafjarðarhafnir - ársyfirlit 2019

2002290

Dagur Þór Baldvinsson, hafnarstjóri, fór yfir ársyfirlit fyrir Skagafjarðarhafnir fyrir árið 2019. Einnig var farið yfir verkefni næstu ára, þ.á.m. breytingar og viðbætur í Sauðárkrókshöfn og Hofsóshöfn, móttöku skemmtiferðaskipa á Sauðárkróki o.fl.
Í máli hafnarstjóra kom m.a. fram að umsvif hafnarsjóðs hafa aukist mikið síðustu ár og hafa tekjur hans t.a.m. ríflega tvöfaldast síðan árið 2015.
Alls er búið að bóka 14 komur skemmtiferðaskipa á Sauðárkók á næstu þremur árum, tveimur í ár, átta árið 2021 og fjórum árið 2022.
Á samgönguáætlun 2020 til 2024 eru áætlaðar 385 milljónir í framlag ríkissjóðs til hafnarframkvæmda á Sauðárkróki og Hofsósi í endurbyggingu viðlegukanta, viðhaldsdýpkana og frumrannsókna vegna stækkunar á Sauðárkrókshöfn.

2.Fundagerðir Hafnasambands 2020

2001004

Lögð var fram til kynningar fundargerð 419 frá Hafnasambandi Íslands.

3.Óveður og sjávarflóð - erindi til Vegagerðar

2002289

Lagt var fram erindi frá veitu- og framkvæmdasviði Sveitarfélagsins Skagafjarðar til siglingasviðs Vegagerðarinnar, dagsett 26. febrúar 2020, þar sem farið var yfir atburði síðustu vikna og mánuði tengdum veðri og sjólagi. Í erindinu er einkum rætt um tvo atburði þar sem sjór gekk á land með tjóni og röskunum fyrir fyrirtæki á hafnarsvæðinu og annara vegfarenda. Lögð er áhersla á að þörf sé á lagfæringu eða endurgerð varnargarða við Skarðseyri og Strandveg á Sauðárkróki og að framkvæmdirnar þoli ekki bið.
Þegar hefur borist jákvætt svar við erindinu frá siglingasviði Vegagerðarinnar.

4.Til upplýsinga vegna heimsfaraldurs kórónaveiru

2002282

Lagt var fram til kynningar erindi frá Umhverfisstofnun varðandi verklagsreglur og áætlun um meðhöndlun úrgangs og smithættu af úrgangi vegna heimsfaraldurs COVID-19.

5.Vegur 7827 í Unadal

2002217

Lagður var fram tölvupóstur frá Hjörleifi Jóhannessyni varðandi veg 7827 í Unadal. Í póstinum er lagt til að sett verði ræsisrör undir veginn við Brúnkollumel, í landi Sandfells, þar sem vegur fer reglulega á kaf á þessum stað, bæði yfir veturinn og á vorin þegar snjóa leysir.
Sviðstjóra falið að ræða við Vegagerðina um framkvæmdina.

Fundi slitið - kl. 11:20.