Umhverfis- og samgöngunefnd

147. fundur 15. nóvember 2018 kl. 10:00 - 11:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir formaður
  • Guðlaugur Skúlason varaform.
  • Högni Elfar Gylfason varam. áheyrnarftr.
  • Inga Katrín D. Magnúsdóttir varam.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Opið svæði milli Hólmagrundar og Hólavegs - hönnun svæðis

1811075

Lagðar voru fram teikningar af fyrirhuguðum breytingum á opnu svæði á milli Hólmagrundar og Hólavegs á Sauðárkróki. Teikningarnar eru unnar af Arnari Birgi Ólafssyni á Teiknistofu Norðurlands.
Á svæðinu er gert ráð fyrir malbikuðum göngustíg, bekkjum, trjágróðri og lágum jarðvegsmönum.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðsstjóra í samvinnu við garðyrkjustjóra að vinna að jarðvegsvinnu og landmótunar á svæðinu á þessu ári og samþykkir að vísa frágangi á svæðinu til fjárhagsáætlunar næsta árs.

2.Sauðárgil - hönnun og skipulag

1803212

Lagðar voru fram teikningar af útivistarskýli í Sauðárgili ásamt kostnaðaráætlun.
Kostnaðaráætlun vegna skýlisins hljóðar upp á 16,8 milljónir króna.
Sviðstjóra falið að afla frekari upplýsinga frá hönnuði.
Nefndin vísar framkvæmd og kostnaðaráætlun til fjárhagsáætlunargerðar 2019.

3.Hunda- og kattahald - gjaldskrá 2019

1811074

Lagt er til að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald hækki um 3% frá og með 1. janúar 2019.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til Byggðarráðs.

4.Brunavarnir Skagafjarðar - gjaldskrá 2019

1811102

Lagt er til að gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar fyrir útselda vinnu ásamt tækjaleigu hækki um 3 % Gjaldskrá vegna slökkvitækjaþjónustu, þeir liðir sem innihalda efni munu hækka um 3 %. Þeir liðir gjaldskrár slökkvitækjaþjónustu sem innifela vinnu þurfa að hækka um 3 %.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til Byggðarráðs.

5.Skagafjarðarhafnir - gjaldskrá 2019

1811071

Lögð var fram núverandi gjaldskrá Skagafjarðarhafna og ræddar gjaldskrárbreytingar fyrir 2019. Afgreiðslu gjaldskrár fyrir 2019 frestað til næsta fundar.

6.Sorpurðun og sorphirða - gjaldskrá 2019

1811072

Lagt er til að gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu hækki um 3% frá og með 1. janúar 2019.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til Byggðarráðs.

7.Fráveitugjald og tæming rotþróa - gjaldskrá 2019

1811070

Lagðar eru til eftirfarandi breytingar á gjaldskrá fráveitugjalda og tæmingu rotþróa sem taka munu gildi 1. janúar 2019.
Fráveitugjald fyrir íbúðarhúsnæði skal lækka úr 0,275% í 0,186% af álagningarstofni. Fyrir annað húsnæði er fráveitugjaldið óbreytt, 0,275% af álagningarstofni.
Gjald fyrir tæmingu rotþróa hækkar um 3%.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til Byggðarráðs.

8.Vegamál í Skagafirði - forgangsröðun verkefni

1811085

Löngu er vitað að sumum íbúum sveitarfélagsins hefur þótt vegir og þjónusta við þá ekki vera í samræmi við notkun í ljósi aukinnar umferðar vegna ferðaþjónustu og aukinnar vinnu utan heimila í dreifbýlinu . Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að unnin verði úttekt á stöðu vega í Skagafirði m.t.t. notkunar og umferðaröryggis í samráði við Vegagerðina. Úttektin verði nýtt til forgangsröðunar vegaframkvæmda í sveitarfélaginu.

9.Fundagerðir Hafnarsambands Ísl. 2018

1801005

Lagðar voru fram til kynningar fundargerðir Hafnasambands Íslands.

Fundi slitið - kl. 11:30.