Umhverfis- og samgöngunefnd

145. fundur 04. október 2018 kl. 10:00 - 11:10 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir aðalm.
  • Guðlaugur Skúlason aðalm.
  • Steinar Skarphéðinsson aðalm.
  • Högni Elfar Gylfason varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Norðurgarður Hofsósi - skemmdir á viðlegukanti

1609117

Hafin er vinna við viðgerð á viðlegukanti á norðurgarði á Hofsósi.
Viðgerðin nær til um 15 til 20m kafla við löndundarkrana á bryggjunni þar sem komin eru göt á steypta veggi og efni hefur skolað undan bryggjunni.
Verkið er unnið af Köfunarþjónustunni og er áætlaður kostnaður um 15 milljónir.
Útgjöldum vegna verksins er mætt með auknum tekjum Hafnarsjóðs.

2.Áætlanir um úrbætur í fráveitumálum

1808225

Farið var yfir tillögur að áætlun um úrbætur í fráveitumálum og nefndarmönnum kynnt skýrsla um fráveitumál á Sauðárkróki frá árinu 2001.
Leitað hefur verið til Eflu Verkfræðistofu varðandi skil á gögnum til Umhverfisstofnunar.

3.Sauðárgil - hönnun og skipulag

1803212

Kynnt voru drög að vinnuteikningum vegna útikennslustofu í Sauðárgili.
Sviðstjóra falið að sækja um styrk vegna verkefnisins í framkvæmdasjóð ferðamannastaða.

4.Bréf sveitarstjóra til nefnda v jafnréttisáætlunar

1810007

Tekið var fyrir erindi frá Sveitarstjóra varðandi jafnréttisáætlun.

Fundi slitið - kl. 11:10.