Umhverfis- og samgöngunefnd

144. fundur 17. september 2018 kl. 13:00 - 14:55 að Borgarteigi 15, Sauðárkróki
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir aðalm.
  • Guðlaugur Skúlason aðalm.
  • Högni Elfar Gylfason varam. áheyrnarftr.
  • Inga Katrín D. Magnúsdóttir varam.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Endurvigtunarleyfi Fiskmarkaður Íslands

1808177

Tekið var fyrir erindi frá Fiskistofu vegna umsóknar Fiskmarkaðs Íslands um endurvigtunarleyfi á starfstöð markaðarins að Háeyri 6 á Sauðárkróki.
Í erindinu er óskað eftir umsögn hafnaryfirvalda í Skagafirði varðandi beiðni um endurvigtunarleyfi.
Umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemdir við beiðni Fiskmarkaðs Íslands um endurvigtunarleyfi.

2.Tilkynning um útgáfu vigtunarleyfis Fiskmarkaður Íslands á Sauðárkróki

1809137

Lagt var fram til kynningar tilkynning frá Fiskistofu um útgáfu endurvigtunarleyfis fyrir Fiskmarkað Íslands með starfsstöð að Háeyri 6 á Sauðárkróki.
Leyfið gildir til 7. september 2021.

3.Fyrirspurn til umhverfis- og samgöngunefndar

1809138

Lögð var fyrir fundinn fyrirspurn frá Steypustöð Skagafjarðar varðandi framlengingu á samningi um snjómokstur á Sauðárkróki fyrir veturinn 2018 til 2019.
Nefndin felur sviðstjóra að svara erindinu.

4.Melatún Sauðárkróki - Jarðvegsskipti og fráveitulagnir útboðsverk

1809125

Lögð var fyrir fundinn fundargerð frá opnun tilboða í verkið Melatún Sauðárkróki - jarðvegsskipti og fráveitulagnir.
Tilboð í verkið voru opnuð þann 11. september sl. og bárust eftirfarandi tilboð í verkið;
Norðurtak ehf. 21.000.000.-
Steypustöð Skagafjarðar ehf. 18.888.800.-
Vinnuvélar Símonar ehf. 21.582.940.-
Víðimelsbræður ehf. 20.536.046.-
Þórður Hansen ehf. 24.097.122.-

Kostnaðaráætlun verksins var unnin af Verkfræðistofunni Stoð ehf. og hljóðaði hún upp á 21.679.900.-


Sviðstjóra er falið að ganga frá samningi við lægstbjóðanda, Steypustöð Skagafjarðar ehf.

Ingibjörg Huld Þórðardóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

5.Áætlanir um úrbætur í fráveitumálum

1808225

Lagt var fyrir fundinn erindi frá Umhverfisstofnun varðandi tillögur/áætlanir sveitarstjórna um úrbætur í fráveitumálum stærri þéttbýla (2.000 persónueiningar eða meira).
Í erindinu fer Umhverfisstofnun fram á að sveitarfélagið geri grein fyrir tillögum/áætlunum sínum um að koma frárennslismálum á Sauðárkróki í það horf að þau uppfylli ákvæði nýrrar reglugerðar um fráveitur og skólp.
Sviðstjóra er falið að vinna að svari við erindinu.

6.Sorphirða í dreifbýli

1808218

Farið var yfir sorphirðumál í dreifbýli.
Ómar Kjartansson frá Ó.K. Gámaþjónustu og Flokku ehf sat þennan lið fundar.

Fundi slitið - kl. 14:55.