Umhverfis- og samgöngunefnd

140. fundur 03. júlí 2018 kl. 14:00 - 15:20 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir aðalm.
  • Guðlaugur Skúlason aðalm.
  • Steinar Skarphéðinsson aðalm.
  • Svana Ósk Rúnarsdóttir áheyrnarftr.
  • Dagur Þór Baldvinsson
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Helga Björk Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Dagur Þór Baldvinsson, yfirhafnavörður, sat fundinn undir liðum 1 til 4.
Helga Björk Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri, sat fundinn undir liðum 5 til 7.

1.Kosning formanns, varaformanns og ritara - umhverfis- og samgöngunefnd

1807004

Lögð var fram tillaga um Ingu Huld Þórðardóttur sem formann nefndar, Guðlaug Skúlason sem varaformann og Steinar Skarphéðinsson sem ritara.
Tillagan samþykkt.

2.Áætlun hafnaryfirvalda um móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum

1806272

Lagt var fyrir fundinn bréf frá Umhverfisstofnun varðandi áætlun hafnaryfirvalda um móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum.
Komið er að því að endurskoða áætlun fyrir Skagafjarðarhafnir sem staðfest var af Umhverfisstofnun þann 19. desember 2016.
Nefndin felur yfirhafnaverði að endurskoða áætlunina.

3.Háeyri 6

1807002

Lögð voru fyrir nefndina drög að kaupsamningi á milli Hafnasjóðs Skagafjarðar og Hvata ehf vegna mögulegra kaupa Hafnasjóðs á Háeyri 6.
Nefndin samþykkir drög að kaupsamningi fyrir sitt leyti og vísar til byggðarráðs.

4.Hafnasambandsþing 2018

1806189

Lagður fram tölvupóstur frá Hafnasambandi Íslands vegna Hafnasambandsþings sem haldið verður í Reykjavík 25. til 26. október nk.
Nefndin leggur til að fulltrúar Skagafjarðarhafna á þinginu verði formaður nefndarinnar, yfirhafnavörður og sviðstjóri.

5.Umsókn um afnot af svæði bogfimideild Tindastóls

1806266

Lagt var fram erindi frá Indriða Grétarsyni, f.h. Bogfimideildar Tindastóls, varðandi afnot af svæðum til æfinga og keppni.
Í erindinu er óskað eftir afnotum af Skallaflöt á Nöfum til æfinga og námskeiða frá byrjun maí til loka ágúst ár hvert.
Jafnframt er óskað eftir því að fá að setja upp svokölluð 3d skotmörk ásamt vallarskotmörkum neðst í Skógarhlíð til æfinga og keppni.
Nefndin samþykkir að bogfimideildin fái afnot af Skallaflöt til æfinga og keppni og felur sviðstjóra og garðyrkjustjóra að ræða útfærslu á notkun á svæðinu neðst í Skógarhlíð. Nefndin leggur áherslu á að fyllsta öryggis sé gætt og öllum kröfum sem gerðar eru til öryggismála séu uppfylltar.

6.Sauðárgil - hönnun og skipulag

1803212

Lögð voru fyrir fundinn hönnunardrög útikennslu- og útivistarreit neðarlega í Sauðárgili.
Nefndin samþykkir að unnið verði að áframhaldandi hönnun svæðisins með áherslu útikennslustofu.

7.Hundasvæði á Sauðárkróki

1708091

Lögð var fyrir fundinn tillaga að stærð og staðsetningu á afgirtu hundasvæði við Borgargerði á Sauðárkróki.
Sviðstjóra falið að halda áfram með málið.

8.Snjómokstur Sauðárkróki

1807003

Samningur um snjómokstur á Sauðárkróki frá árinu 2015 var í gildi til vors 2018 og er því dottin úr gildi.
Málinu frestað til næsta fundar.

9.Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2017

1804102

Lagður var fram til kynningar ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2017.

10.Fundagerðir Hafnarsambands Ísl. 2018

1801005

Lagðar fram til kynningar fundargerðir Hafnasambands Íslands.

Fundi slitið - kl. 15:20.