Umhverfis- og samgöngunefnd

129. fundur 23. júní 2017 kl. 13:00 - 14:05 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Ari Jóhann Sigurðsson varaform.
  • Einar Þorvaldsson aðalm.
  • Steinar Skarphéðinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Helga Björk Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Helga Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri, sat 1. lið fundar þar sem almennt var rætt um umhverfismál í Sveitarfélaginu.

1.Umhverfisdagar 2017

1705016

Dagana 6. til 11. júní sl. voru haldnir umhverfisdagar í Sveitarfélaginu Skagafirði þar sem íbúar á þéttbýlisstöðum í sveitarfélaginu voru hvattir til að fegra umhverfið með því að tína rusl í poka sem bornir voru út á hvert heimili.
Átakið hefur skilað takmörkuðum árangri og verður framkvæmd þess endurskoðuð fyrir næsta vor.

2.Fjögurra ára samgönguáætlun v/ hafna- og sjóvarnaframkvæmda

1706159

Lagt var fram erindi frá siglingasviði Vegagerðarinnar vegna nýrrar samgönguáætlunar 2018 til 2021.
Í erindinu er óskað eftir umsóknum frá sveitarfélögum um hafnarframkvæmdir og sjóvarnir.
Árið 2014 sótti sveitarfélagið Skagafjörður um framlög úr ríkissjóði vegna sex verkefna og komst eitt verkefni á samgönguáætlun, varnargarður við smábátahöfn og lauk framkvæmdum við garðinn á síðasta ári.
Sviðstjóra er falið að endurnýja umsókn frá árinu 2014 og bæta við dýpkun í Sauðárkrókshöfn og kanna möguleika á framlögum til sjóvarna við Kolkuós og Móskóga.

3.Fundagerðir 2017 - Hafnasamb. Íslands

1701004

Lögð var fram til kynningar 395. fundargerð Hafnasambands Íslands.

4.Útsýnisskilti á Reykjarhól

1706102

Lagðar voru fram til kynningar tillögur frá Varmahlíðarstjórn að útsýnisskiltum á Reykjarhól við Varmahlíð. Um er að ræða þrjú "panorama" skilti með ljósmynd þar sem fjöll og helstu örnefni koma fram. Gert er ráð fyrir að skiltin séu staðsett ofan á heitavatnstanki Skagafjarðarveitna.
Veitunefnd hefur samþykkt uppsetningu umræddra skilta í samráði við Skagafjarðarveitur en erindið býður umsagnar skipulags- og bygginganefndar.

5.Soroptimistaklúbbur - samningur um umhverfisverðlaun

1706209

Lagt var fram erindi frá Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar vegna framlengingar á samningi um umhverfisverðlaun.
Í júní 2013 var samþykkt að framlengja samning um umhverfisverðlaun við Soroptimistaklúbbinn um 3 ár og er sá samningur því útrunninn.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðstjóra að ganga frá nýjum 3ja ára samning við Soroptimista og að styrkupphæð hækki um 50 þúsund frá því sem verið hefur.

6.Gámastöðvar í dreifbýli - úrbætur

1503180

Unnið er að hönnun gámastöðvar við Varmahlíð og stefnt er á að bjóða framkvæmdina út í haust.

Fundi slitið - kl. 14:05.