Umhverfis- og samgöngunefnd

82. fundur 06. febrúar 2013 kl. 15:00 - 16:40 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Svanhildur Harpa Kristinsdóttir aðalm.
  • Svanhildur Guðmundsdóttir aðalm.
  • Jón Sigurðsson áheyrnarftr.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir varam. áheyrnarftr.
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Gunnar Sigurjón Steingrímsson yfirhafnarvörður
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Gunnar Steingrímsson sat undir lið 2 og 3.

1.Umsagnar óskað um frumvarp til laga um náttúruvernd

1301168

Umhverfis- og samgöngunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar vísar í og tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga og mótmælir jafnframt skerðingu á skipulagsvaldi sveitarfélaga. Jafnframt er mótmælt ákvæði til bráðabirgða, liður 2., þar sem núgildandi náttúruminjaskrá á sjálfkrafa að falla undir ákvæði laga um minjar í C hluta náttúruminjaskrár.

2.Skagafjarðarhafnir - ársyfirlit 2012

1302026

Gunnar Steingrímsson yfirhafnarvörður kom á fundinn og fór yfir ársyfirlit fyrir árið 2012. Auking var á lönduðum afla í Hofsós um 130 tonn og 44 tonn á Sauðárkróki.

3.Smábátahöfn - flotbryggjur

1212094

Lagt fram til kynningar bréf sem yfirhafnarvörður sendi öllum smábátaeigendum skráðum á Sauðárkróki vegna gjaldtöku á nýrri flotbryggju.

Fundi slitið - kl. 16:40.