Umhverfis- og samgöngunefnd

64. fundur 10. desember 2010 kl. 13:15 - 14:55 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir aðalm.
  • Svanhildur Harpa Kristinsdóttir aðalm.
  • Svanhildur Guðmundsdóttir aðalm.
  • Jón Sigurðsson áheyrnarftr.
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
  • Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Umhverfis- og samgöngunefnd-fjárhagsáætlun 2011

1011011

Á dagskrá gerð fjárhagsáætlunar v 2011.

Fjárhagsáætlun 2011 fyrri umræða. Farið yfir liði 08 Hreinlætismál, 10 Samgöngumál og 11 umhverfismál. Niðurstöðutölur liður 08, tekjur kr. 60.274.000.- gjöld kr 83.230.000.- og rekstrarniðurstaða kr.22.956.000.-Niðurstöðutölur liður 10, tekjur kr. 7.000.000.- gjöld kr 62.960.000.- og rekstrarniðurstaða kr.55.960.000.-Niðurstöðutölur liður 11, tekjur kr. 2.071.000.- gjöld kr 52.069.000.- og rekstrarniðurstaða kr.49.998.000.- Þessum lið vísað til byggðaráðs.

2.Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúru-verndarnefnda sveitarfélaga 2010

1010148

Lögð fram fyrirspurn frá Guðríði Þorvarðardóttur á Umhverfisstofnun varðandi friðlýsingu svæða í Skagafirði. Sviðsstjóra falið að svara í samræmi við tillögur úr Aðalskipulagi Skagafjarðar.

3.Umhverfismál 2010 -

1005061

Ingvar Páll Ingvarsson og Helga Gunnlaugsdóttir kynntu niðurstöður frá opnun tilboða í slátt í Túna- og Hlíðarhverfi á Sauðárkróki sem opnuð voru í dag föstudaginn 10 desember kl 13,30. Þrjú tilboð bárust sem öll voru yfir kostnaðaáætlun tæknideildar. Afstaða til tilboða verður tekin að lokinni yfirferð þeirra.

4.Lágeyri 1 - Umsókn um lóð

1012071

Fyrir liggur lóðarumsókn frá Ísfelli ehf um lóðina Lágeyri 1 á Sauðárkróki. Umhverfis og samöngunefnd tekur jákvætt í umsóknina og vísar málinu til skipulags- og byggingarnefndar til afgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 14:55.