Umhverfis- og samgöngunefnd

114. fundur 11. nóvember 2015 kl. 14:00 - 15:30 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Ari Jóhann Sigurðsson varaform.
  • Einar Þorvaldsson ritari
  • Hjálmar Steinar Skarphéðinsson áheyrnarftr.
  • Ingvar Páll Ingvarsson verkefnastjóri
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Einar Ágúst Gíslason, yfirhafnarvörður, sat 1. til 3. lið fundar.
Helga Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri, sat 4. lið fundar.

1.Umhverfisstefna hafna

1510206

Lagt var fram til kynningar minnisblað frá Verkfræðistofunni Alta varðandi umhverfisstefnu hafna.
Í minnisblaðinu býður Alta fram þjónustu sína við að vinna umhverfisstefnu fyrir hafnir.
Hugmyndin er að hafnirnar vinni eftir sameiginlegri verkáætlun og ramma eða beinagrind sem verður síðan að endanlegri stefnu þegar vinnu lýkur. Nokkrar hafnir hafa sýnt því áhuga að vera með í þessari vinnu og því hefur Alta sent minnisblað þetta á valdar hafnir vítt og breitt um landið.
Sviðstjóra falið að athuga hvort svipuð vinna sé í gangi hjá Hafnasambandi Íslands og að kanna kostnað vegna verkefnisins hjá Alta Verkfræðistofu.

2.Gjaldskrá Skagafjarðarhafna 2016

1509311

Lögð var fram til samþykktar tillaga Einars Ágústs Gíslasonar, yfirhafnarvarðar, að breyttri gjaldskrá fyrir Skagafjarðarhafnir fyrir árið 2016.
Lagt er til að almennir liðir, utan útseld vinna, hækki um 2,2 % samkvæmt hækkun vísitölu neysluverðs síðastliðna 12 mánuði.
Lagt er til að útseld vinna hækki um 7,9 % samkvæmt breytingu á vísitölu launa síðastliðna 12 mánuði.
Nefndin samþykkir breytingu á gjaldskrá og vísar til byggðaráðs.

3.Fjárhagsáætlun 2016 - Hafnarsjóður 41

1511043

Lögð var fram til samþykktar drög að fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Skagafjarðar fyrir árið 2016.
Niðurstöðutölur áætlunar eru:
Heildartekjur = 90.269.000.-
Heildargjöld = -67.786.069.-
Rekstrarafkoma = 22.482.931.-
Nefndin samþykkir áætlunina og vísar til byggðaráðs.

4.Fjárhagsáætlun 2016 - Umhverfismál 11

1511041

Lögð var fram til samþykktar drög að fjárhagsáætlun málaflokks 11 - Umhverfismál.
Helga Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri, fór yfir málaflokka sem viðkoma garðyrkjudeild.
Nefndin samþykkir áætlunina og vísar til byggðaráðs.

5.Fjárhagsáætlun 2016 - Umferðar- og samgöngumál 10

1511040

Lögð var fram til samþykktar drög að fjárhagsáætlun málaflokks 10 - Umferðar- og samgöngumál.
Nefndin samþykkir áætlunina og vísar til byggðaráðs.

6.Fjárhagsáætlun 2016 - Hreinlætismál 08

1511039

Lögð var fram til samþykktar drög að fjárhagsáætlun málaflokks 08 - Hreinlætismál.
Nefndin samþykkir áætlunina með fyrirvara um hækkun gjaldskrár fyrir sorphirðu. Áætluninni vísað til byggðaráðs.

7.Fjárhagsáætlun 2016 - Fráveita 53

1511044

Lögð var fram til samþykktar drög að fjárhagsáætlun málaflokks 53 - Fráveita.
Nefndin samþykkir áætlunina og vísar til byggðaráðs.

8.Fyrirhuguð niðurfelling af vegaskrá - sex vegir í Skagafirði

1510266

Lagðar voru fram til kynningar tilkynningar frá Vegagerðinni um fyrirhugaða niðurfellingu vega af vegaskrá.
Um er að ræða sex vegi í Skagafirði sem falla úr vegaskrá frá og með næstu áramótum.

9.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs

1509342

Lögð var fram til samþykktar svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015 til 2026.
Samkvæmt 6. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs með síðari breytingum, skal sveitarstjórn, ein eða fleiri í sameiningu, ”semja og staðfesta svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs sem gildir fyrir viðkomandi svæði til tólf ára í senn og skal sú áætlun fylgja stefnu um meðhöndlun úrgangs og stefnu um úrgangsforvarnir“, sbr. 5. gr. laganna.
Þann 8. mars 2012 var gengið frá samningi milli sorpsamlaga á svæðinu frá Hrútafirði í vestri að Melrakkasléttu í austri um gerð sameiginlegrar svæðisáætlunar fyrir allt starfssvæði samningsaðilanna, en á þessu svæði eru samtals 18 sveitarfélög.
Þriggja manna verkefnisstjórn hefur nú skilað af sér svæðisáætlun til samþykktar hjá þeim sveitarfélögum sem áætlunin nær til.
Nokkrar rangfærslur eru í skýrslunni hvað varðar flokkun í Skagafirði og er sviðstjóra falið að koma á framfæri athugasemdum vegna þessa.
Að öðru leyti samþykkir nefndin áætlunina og vísar henni til sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 15:30.