Umhverfis- og samgöngunefnd

81. fundur 23. janúar 2013 kl. 15:00 - 15:50 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Svanhildur Guðmundsdóttir aðalm.
  • Jón Sigurðsson áheyrnarftr.
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
  • Sigurlaug Kristín Konráðsdóttir varam.
  • Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Indriði Þór Einarsson nýráðinn sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs situr sinn fyrsta fund umhverfis- og samgöngunefndar og er hann boðinn velkominn til starfa.

1.Umsagnar óskað um frumvarp til laga um náttúruvernd

1301168

Lagt er fram erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sem sendir til umsagnar frumvarp til laga um náttúruvernd (heildarlög), 429. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist fyrir 8. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is eða bréflega til Nefndasviðs Alþingis, Austurstræti 8-10, 150 Reykjavík.

2.Smábátahöfn - flotbryggjur

1212094

Farið yfir stöðu mála vegna framkvæmda við smábátahöfnina Suðurgarð. Boðnar hafa verið út alls 120 m af steinsteyptum flotbryggjueiningum ásamt búnaði sem koma á fyrir smábátahöfnínni við Suðurgarð ásamt 20 m steypueiningu samkvæmt útboðsgögnum unnum af Siglingastofnun. Í gangi eru framkvæmdir við dýpkun, grjótvörn og raflagnir. Heildarverklok þessara verkþátta áætluð 15 júní 2013.
Ákveðið að næsti fundur nefndarinnar verði miðvikudaginn 6 febrúar nk kl 15. Stefnt að því að fastir fundartímar nefndarinnar verði fysta miðvikudag hvers mánaðar.

Fundi slitið - kl. 15:50.