Umhverfis- og samgöngunefnd

78. fundur 22. október 2012 kl. 14:00 - 15:09 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Svanhildur Harpa Kristinsdóttir aðalm.
  • Svanhildur Guðmundsdóttir aðalm.
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
  • Ingibjörg Sigurðardóttir varam. áheyrnarftr.
  • Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Snjómokstur 2012-2013

1209040

Þriðjudaginn 2. október 2012 voru opnuð tilboð í vetrarþjónustu, snjómokstur og hálkueyðingu á Sauðárkróki. tilboð bárust frá Vinnuvélaum Símonar ehf kt. 510200-3220, Messuholti ehf kt. 640309-0803 og frá Steypustöð Skagafjarðar kt. 671272-2349. Tilboðsupphæðir og tækjalistar hafa verið yfirfarnir og bornir saman. Samþykkt að ganga til samninga við Vinnuvélar Símonar ehf á grundvelli tilboðs þeirra sem var hagstæðast.

2.Skarðsmóar - Urðunarstaður lokunaráætlun.

1209039

Lokunaráætlun fyrir urðunarstaðinn á Skarðsmóum dagsett í September 2012 hefur verið send inn til Umhverfisstofnunar sem hefur staðfest móttöku áætlunarinnar og fallið frá álagningu áformaðra dagsekta vegna urðunarinnar á Skarðsmóum. Allri urðun er nú hætt á urðunarstaðnum á Skarðsmóum og farið verður að vinna eftir lokunaráætluninni. Vinna þarf kostnaðaráætlun vegna lokunaráætlunarinnar.

3.Fjárhagsáætlun umhverfis- og samgöngunefnd vegna 2013

1210300

Farið yfir rekstrarramma ársins 2013 frá Byggðarráði fyrir málaflokka 07 Brunamál og brunavarnir, 08 Hreinlætismál, 10 Samgögnumál, 11 Umhverfismál og lið 41 Hafnarsjóður. Þá var farið yfir stöðu sömu málaflokka eins og hún er 31. ágúst sl.

Fundi slitið - kl. 15:09.