Umhverfis- og samgöngunefnd

84. fundur 17. apríl 2013 kl. 15:00 - 16:00 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Svanhildur Guðmundsdóttir aðalm.
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Jón Sigurðsson áheyrnarftr.
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Einarsson sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Gunnar Steingrímsson, hafnarstjóri, sat 1. lið fundar.

1.Smábátahöfn - flotbryggjur

1212094

Samþykkt að leggja til notkun á Seaflex ankerum við öldubrjót og skrúfuankerum í stað steyptra festa.
Heildarkostnaðarauki er um 4.270.000.-
Vísað til byggðarráðs til samþykktar og afgreiðslu.

2.Brunavarnir Skagafjarðar - eldri munir á safn

1304136

Samþykkt var að verða við beiðni slökkviliðssafnaseturs á Reykjanesi um lán á munum til safnsins frá Brunavörnum Skagafjarðar.
Slökkviliðsstjóra falið að fylgja málinu eftir.

3.Drög að stöðuskýrslu fyrir vatnasvæði Íslands - til kynningar

1303048

Lagt fram til kynningar.

4.Stækkun Þjórsárvera, fundargerð og friðlýsingarskilmálar

1303098

Lagt fram til kynningar.
Nefndin samþykkti að fela sviðsstjóra og formanni að undirbúa hreinsunarátak í þéttbýliskjörnum í maí og kanna kostnað og skipulag.

Fundi slitið - kl. 16:00.