Umhverfis- og samgöngunefnd

66. fundur 14. apríl 2011 kl. 14:00 - 17:03 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir aðalm.
  • Svanhildur Guðmundsdóttir aðalm.
  • Jón Sigurðsson áheyrnarftr.
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
  • Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Úlfar Sveinsson varam.
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Magnús V. Jóhannsson umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á norðvestur svæði og Víglundur Rúnar Pétursson yfirverkstjóri á Sauðárkróki komu til fundar við nefndina um þjónustu Vegagerðarinnar og samgöngumál í Skagafirði.Sátu þeir fund nefndarinnar liði 1-5. Gunnar Steingrímsson yfirhafnarvörður sat fund nefndarinnar liðir 6 og 7.

1.Héraðsvegir - reglugerð nr. 774/2010

1101133

Farið yfir reglugerð um héraðsvegi. Magnús fór yfir reglugerðina og skýrði hana.

2.Þjónustusamningar í þéttbýli

1010176

Engir þjónustusamningar eru nú í gildi um veghald þjóðvega í þéttbýli. Vegagerðin vinnur að endurskoðun samninga við sveitarfélögin um veghald í þéttbýli. Magnús kynnti drög sem eru í vinnslu hjá Vegagerðinni. Skoðað verður hver raunkostnaður þessara verkþátta hefur verið.

3.Vegasamgöngur í Skagafirði 2010

1011020

Lögð fram og ítrekuð bókun frá 62. fundi Umhverfis- og samgöngunefndar og frá 536. fundi Byggðarráðs frá 19. nóvember 2010 og send var til Vegagerðarinnar og þingmanna.

Bókunin er eftirfarandi :

?Umhverfis- og samgöngunefnd Sveitarfélagsins Skagafjörður leggur ríka áherslu á bættar vegasamgöngur í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið er víðfeðmt og er atvinnusókn og öll þjónusta því verulega háð greiðum vegasamgöngum. Nefndin leggur því til við stjórnvöld að hraðað verði lögn bundinna slitlaga á helstu tengivegi í sveitarfélaginu. Í Vegáætlun til næstu tveggja ára er gert ráð fyrir óskiptri fjárveitingu til nýrra bundinna slitlaga í Norðvesturkjördæmi. Samgöngunefnd leggur mikla áherslu á að hluta þessara fjármuna verði varið til áframhaldandi uppbyggingar á Skagafjarðarvegi (752), með lengingu bundins slitlags til framsveita sveitarfélagsins.

Hönnun endurbóta á Skagafjarðarvegi liggur fullbúin hjá Vegagerðinni og er verkefnið tilbúið til útboðs, enda var fjárveiting til verkefnisins á samgönguáætlun 2008-2012 sem áður var í gildi. Nefndin telur því rökrétt að framkvæmdir við Skagafjarðarveg verði í forgangi við úthlutun þess fjár, sem áður er getið til bundinna slitlaga í kjördæminu.?

Umhverfis- og samgöngunefnd leggur mikla áherslu á að Skagafjarðarvegur komi til framkvæmda á árinu 2012.

4.Girðingar meðfram Þverárfjallsvegi

1104033

Lögð var fram á fundinum eftirfarandi bókun fá landbúnaðarnefnd.

?Á fundi Landbúnaðarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 19. ágúst 2008. var fjallað um kvartanir og slys sem orðið hafa vegna búfjár á Þverárfjallsvegi, en fjöldi kvartanna vegna búfjár á veginum hefur aukist mjög með aukinni umferð um veginn.

Eftirfarandi bókun var samþykkt á Landbúnaðarnefndarfundinum þá og send Vegagerðinni.

?Öllum er ljós sá vandi sem er vegna lausagöngu búfjár á Þverárfjallsvegi, bæði meðan sauðfé og hross eru á afrétti en einnig á tímum utan þess, en hluti landsins með veginum eru heimalönd sem búfjáreigendur eru að nýta utan afréttartíma. Landbúnaðarnefnd skorar á Vegagerðina að girða sem allra fyrst með veginum alla leið. Hafa verður samráð við alla aðila á vegsvæðinu og lýsir Landbúnaðarnefnd sig reiðubúna til samstarfs?. Nú er þessi bókun ítrekuð með von um skjótar úrbætur. Minnt á jákvæðar undirtektir Vegagerðarinnar sem fram komu í bréfi dagsettu 27. ágúst 2008?.

Samþykkt að óska formlega eftir við Vegagerðina að Þverárfjallsvegur verði girtur til að stuðla að auknu umferðaröryggi

5.Strandvegur - þjóðvegur í þéttbýli

1010099

Gerð grein fyrir þeirri nauðsyn að Strandvegurinn komist í ?endanlega? planlegu og þar með ljúki því verkefni sem hófst 2003 sem tengdist nýrri legu þjóðvegar um Þverárfjall og aðkomu hans að Sauðárkróki frá norðri. Samþykkt að óska formlega eftir að þessi framkvæmd komist á áætlun og til framkvæmda. Um er að ræða mál sem varðar umferðaröryggi.

6.Sauðárkróksbraut - Varmahlíð- skipulag

1104105

Vegagerðarmönnum gerð grein fyrir fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum í Varmahlíð en sótt hefur verið um til skipulags- og byggingarnefndar lóð norðan Arion banka við Sauðarkróksbraut til að reisa á hótel. Gerð grein fyrir samþykktu deiliskipulagsi svæðisins frá 1997. Sviðsstjóra falið að vera í sambandi við Vegagerðina í Borgarnesi um málið.

7.Úttekt á slysavörnum í höfnum

1102141

Gunnar Steingrímsson gerði grein fyrir úttekt á öryggisbúnaði Skagafjarðarhafna og framkvæmd var af Siglingastofnun 10. febrúar sl. Gunnari falið að koma ábendingum til hlutaðeigandi aðila.

8.Viðlagatrygging veitu- og hafnarmannvirkja

1102142

Fyrir liggja, skv. bréfi Viðlagatryggingar frá 17. febrúar sl. möt á viðlagatryggðum veitu- og hafnarmannvirkjum skv. 5 gr. l nr. 55/1992 og hafa verið sérmetin af hálfu Viðlagatryggingar Íslands. Gunnari Steingrímssyni yfirhafnarverði falið að yfirfara mötin sem tilheyra mannvirkjum Skagafjarðarhafna.

9.Kynning á þjónustu

1010067

Lagt fram til kynningar bréf Stefáns Gíslasonar framkvæmdastjóra UMSÍ ehf. Environice.

10.Fræ til ræktunar í Skagafirði

1102136

Lagt fram bréf Steins Kárasonar f.h Brimnesskóga þar sem boðið er kynbætt birkifræ til ræktunar. Málinu vísað til garðyrkjustjóra til afgreiðslu.

11.Grænn apríl

1102146

Lagt fram til kynningar bréf frá áhugahópi fólks og stofnaði samtökin GRÆNAN APRÍL, með það að markmiði að hvetja ríkisstjórnina, sveitarstjórnir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga til að vinna saman að því að gera apríl að Grænum mánuði.

12.Sauðárkrókur-V. göngustíg austan Bóknámshús

1104022

Lagt fram bréf Jóns Hjartarsonar skólameistara dagsett 6. Apríl 2011 og varðar göngustíg austan Bóknámshúss FNV á Sauðárkróki. erindinu vísað til gerð næstu fjárhagsáætlunar.

13.Vinnuframlag við gróðursetningu birkitrjáa

1012183

Lagt fram bréf Steins Kárasonar f.h Brimnesskóga þar sem óskað er eftir að Umhverfis- og samgöngunefnd beiti sér fyrir vinnuframlagi vinnuskóla Skagafjarðar við gróðursetningu birkitrjáa við endurheimt Brimnesskóga í júní 2011. Samþykkt að óska umsagnar garðirkjustjóra og framkvæmdaráðs Sveitarfélagsins.

14.Sauðárkrókur - gangstéttir útboð 2011.

1104089

Gerð grein fyrir útboði, gangstéttasteypu á Sauðárkróki 2011. Auglýst í dag.

Fundi slitið - kl. 17:03.