Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

34. fundur 24. september 1999
 SVEITARSTJÓRN SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 34 - 24.09.1999.

    Ár 1999, föstudaginn 24. september kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar kl. 1430.
    Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Helgi Sigurðsson, Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Sigurður Friðriksson, Gunnar Valgarðsson, Ingibjörg Hafstað og Pétur Valdimarsson, ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.
Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
DAGSKRÁ:
      1. Tilboð í eignarhlut sveitarfél. í Fiskiðunni Skagfirðingi.
      2. Málefni Loðskinns.
AFGREIÐSLUR:
  1. Tilboð í eignarhlut sveitarfélagsins í Fiskiðjunni Skagfirðingi.
Forseti skýrði frá því að þegar tilboðsfrestur rann út kl. 12. á hádegi í dag hefði borist eitt tilboð í eignarhlut sveitarfélagsins í Fiskiðjunni Skagfirðingi, frá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Hljóðar tilboðið uppá gengið 4.4 fyrir 35.162.431 samtals kaupverð 154.714.696.
Til máls tók Herdís Sæmundardóttir. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Tillaga um að taka því tilboði sem borist hefur borin undir atkvæði og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
   2. Málefni Loðskinns h.f.
Snorri Björn Sigurðsson tók til máls. Fór hann yfir og skýrði stöðu mála eins og hún blasir við hjá fyrirtækinu í dag.
Þá tóku til máls Ingibjörg Hafstað, Herdís Sæmundardóttir og Gísli Gunnarsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1450.
                     Elsa Jónsdóttir, ritari