Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

268. fundur 21. september 2010 kl. 16:00 - 17:54 í Safnahúsi við Faxatorg
Nefndarmenn
  • Bjarni Jónsson forseti
  • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
  • Sigríður Magnúsdóttir 1. varaforseti
  • Bjarki Tryggvason aðalm.
  • Viggó Jónsson aðalm.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Sigríður Svavarsdóttir aðalm.
  • Sigurjón Þórðarson aðalm.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Guðmundur Guðlaugsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá

1.

1.1.Fjárhagsáætlun 2011

1009043

Afgreiðsla 527. fundar byggðaráðs staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.2.Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010

1009046

Afgreiðsla 527. fundar byggðaráðs staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.3.Jöklatún 22 - erindi frá leigjanda

1009049

Afgreiðsla 527. fundar byggðaráðs staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.4.Úttektir á leik- og grunnskólum

1008322

Afgreiðsla 527. fundar byggðaráðs staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.5.Stefnumótun sveitarfélaga í skólamálum

1009027

Afgreiðsla 527. fundar byggðaráðs staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.6.Innstaland 145940 - Tilkynning um aðilaskipti að landi.

1008329

Afgreiðsla 527. fundar byggðaráðs staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.7.Nýtt rit um skjalavörslu sveitarfélaga

1008327

Afgreiðsla 527. fundar byggðaráðs staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.8.Skýrsla stjórnar Hafnasambandsins 2009 - 2010

1008352

Afgreiðsla 527. fundar byggðaráðs staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.9.Aðalfundarboð Flugu hf 2010

1009073

Afgreiðsla 528. fundar byggðaráðs staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.10.Fundur með fjárlaganefnd haustið 2010

1009072

Afgreiðsla 528. fundar byggðaráðs staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.11.Yfirlit yfir fasteignir sveitarfélagsins

1009125

Afgreiðsla 528. fundar byggðaráðs staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.12.Kosningar til stjórnlagaþings

1009134

Afgreiðsla 528. fundar byggðaráðs staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.13.Fréttabréf kjarasviðs

1009077

Afgreiðsla 528. fundar byggðaráðs staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.14.Ráðstefna fyrir íslenska sveitarstjórnarmenn

1009076

Afgreiðsla 528. fundar byggðaráðs staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.15.Málstofa sambandsins um skólamál

1009026

Afgreiðsla 528. fundar byggðaráðs staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

2.Fræðslunefnd - 61

1009001F

Fundargerð 61. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 268. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarki Tryggvason kynnti fundargerð, og las með leyfi forseta upp minnisblað fræðslustjóra, Herdísar Á. Sæmundardóttur, hvað varðar fyrst lið fundargerðinnar, um stöðu leikskólamála á Hofsósi.

Sigurjón Þórðarson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvöddu sér hljóðs, þá Bjarni Jónsson með leyfi varaforseta, Bjarki Tryggvason og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir

2.1.Leikskólarými á Hofsósi

1009006

Afgreiðsla 61. fundar fræðslunefndar staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með sjö atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson óska bókað að þau sitji hjá.

2.2.Útboð á framleiðslu hádegisverðar í Ársölum, eldra stig

1008140

Afgreiðsla 61. fundar fræðslunefndar staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með sjö atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson óska bókað að þau sitji hjá.

2.3.Ársskýrslur leikskólanna 2009-2010

1009044

Afgreiðsla 61. fundar fræðslunefndar staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með sjö atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson óska bókað að þau sitji hjá.

2.4.Biðlisti í Árvist

1009031

Afgreiðsla 61. fundar fræðslunefndar staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með sjö atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson óska bókað að þau sitji hjá.

2.5.Drög að almennum hluta aðalnámskrár grunnskóla

1008192

Afgreiðsla 61. fundar fræðslunefndar staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með sjö atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson óska bókað að þau sitji hjá.

2.6.Ársskýrslur grunnskólanna 2009-2010

1009045

Afgreiðsla 61. fundar fræðslunefndar staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með sjö atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson óska bókað að þau sitji hjá.

2.7.Dagatal tónlistarskóla 2010-2011

1009029

Afgreiðsla 61. fundar fræðslunefndar staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með sjö atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson óska bókað að þau sitji hjá.

2.8.Ársskýrsla tónlistarskólans 2009-2010

1009047

Afgreiðsla 61. fundar fræðslunefndar staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með sjö atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson óska bókað að þau sitji hjá.

2.9.Stefnumótun sveitarfélaga í skólamálum

1009027

Afgreiðsla 61. fundar fræðslunefndar staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með sjö atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson óska bókað að þau sitji hjá.

2.10.Málstofa sambandsins um skólamál

1009026

Afgreiðsla 61. fundar fræðslunefndar staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með sjö atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson óska bókað að þau sitji hjá.

2.11.Fræðslufundir á landsvísu um einelti og jákvæðan skólabrag

1009050

Afgreiðsla 61. fundar fræðslunefndar staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með sjö atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson óska bókað að þau sitji hjá.

3.Landbúnaðarnefnd - 154

1009004F

Fundargerð 154. fundar landbúnaðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 268. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

3.1.Málefni búfjáreftirlits

1004083

Afgreiðsla 154. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með sjö atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson óska bókað að þau sitji hjá.

3.2.Viðhald Safnshúss Skagfirðinga

1009041

Afgreiðsla 47. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með sex atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Jón Magnússon og Sigríður Svavarsdóttir óska bókað að þau sitji hjá.

3.3.Starfsemi Héraðsskjalasafns Skagfirðinga

1009039

Afgreiðsla 47. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með sex atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Jón Magnússon og Sigríður Svavarsdóttir óska bókað að þau sitji hjá.

3.4.Starfsemi Héraðsbókasafns Skagfirðinga

1009042

Afgreiðsla 47. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með sex atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Jón Magnússon og Sigríður Svavarsdóttir óska bókað að þau sitji hjá.

3.5.Greining á aðgengi fatlaðra

1008053

Afgreiðsla 213. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með sjö atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmunsdóttir og Sigurjón Þórðarson óska bókað að þau sitji hjá.

3.6.Suðurbraut 7 - Umsókn um byggingarleyfi

1009036

Afgreiðsla 213. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með sjö atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmunsdóttir og Sigurjón Þórðarson óska bókað að þau sitji hjá.

3.7.Hvalnes 145892 - Umsókn um byggingarleyfi

1009013

Afgreiðsla 213. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með sjö atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmunsdóttir og Sigurjón Þórðarson óska bókað að þau sitji hjá.

3.8.Brekkutún 10 - Umsókn um byggingarleyfi

1009034

Afgreiðsla 213. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með sjö atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmunsdóttir og Sigurjón Þórðarson óska bókað að þau sitji hjá.

3.9.Ártún 17 - Umsókn um byggingarleyfi

1008015

Afgreiðsla 213. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með sjö atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmunsdóttir og Sigurjón Þórðarson óska bókað að þau sitji hjá.

3.10.Gestastofa sútarans

1009123

Afgreiðsla 66. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með sex atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Jón Magnússon og Sigríður Svavarsdóttir óska bókað að þau sitji hjá.

3.11.Vest-Norden ferðakaupstefna á Akureyri í september

1008175

Afgreiðsla 66. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með sex atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Jón Magnússon og Sigríður Svavarsdóttir óska bókað að þau sitji hjá.

3.12.Beiðni um styrk vegna undirbúnings málþings

1009078

Afgreiðsla 66. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með sex atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Jón Magnússon og Sigríður Svavarsdóttir óska bókað að þau sitji hjá.

4.Tillaga um áheyrnarfulltrúa í fastanefndum sveitarfélagsins

1006232

Bjarni Jónsson tók til máls og lagði fram tillögu um áheyrnarfulltrúa í fastanefndum sveitarfélagsins.

"Lagt er til að þeir flokkar eða framboðsaðilar sem fulltrúa eiga í sveitarstjórn en hafa ekki fengið kjörna nefndarmenn í eina eða fleiri fastanefndir sveitarfélagsins geti tilnefnt til eins árs áheyrnarfulltrúa ásamt varamanni til setu í þeim fastanefndum sveitarfélagsins þar sem sá flokkur eða framboðsaðili hefur ekki fengið kjörinn fulltrúa, með málfrelsi og tillögurétt. Samkvæmt þessu verði áheyrnarfulltrúar tilnefndir í skipulags- og byggingarnefnd, fræðslunefnd, atvinnu- og ferðamálanefnd, félags- og tómstundanefnd, umhverfis- og samgöngunefnd, menningar- og kynningarnefnd og landbúnaðarnefnd."

Bjarni Jónsson

Stefán Vagn Stefánsson

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Jón Magnússon og Sigurjón Þórðarson, Bjarni Jónsson með leyfi varaforseta og Stefán Vagn Stefánsson kvöddu sér hljóðs.

Tillaga um áheyrnarfulltrúa var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Forseti leggur til að tilnefningar um áheyrnarfulltrúa verði lagðar fram á næsta byggðarráðsfundi. Samþykkt samhljóða.

5.Kosning skoðunarmanna

1006090

Endurtilnefna þarf varamann í stað Ástu Bjargar Pálmadóttur sem ráðin hefur verið sveitarstjóri.

Forseti bar upp tillögu um Ásgrím Sigurbjörnsson

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast hann því rétt kjörin.

6.Ósk um tímabundið leyfi

1009153

Lagt fram bréf, dags. 4. september 2010, frá Gísla Árnasyni, fulltrúa lista VG þar sem hann óskar eftir tveggja ára leyfi frá nefndarstörfum, frá 21. september 2010 til 21. september 2012.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að verða við erindinu og þakkar Gísla Árnasyni störf hans.

7.Kjör í skipulags- og bygginganefnd

1006094

Lagt fram bréf, dags. 4. september 2010, frá Gísla Árnasyni, fulltrúa lista VG þar sem hann óskar eftir leyfi sem aðalmaður í skipulags- og byggingarnefnd frá 21. september 2010 til 21. september 2012. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að verða við erindinu og þakkar Gísla Árnasyni störf hans.

Forseti gerir tillögu um Úlfar Sveinsson í hans stað. Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast hann því rétt kjörinn.

8.Endurtilnefning í sveitarstjórn

1009171

Lagt fram bréf, dags. 4. september 2010, frá Gísla Árnasyni, fulltrúa lista VG þar sem hann óskar eftir leyfi sem varamaður í sveitarstjórn frá 21. september 2010 til 21. september 2012. Sveitarsjórn samþykkir samhljóða að verða við erindinu og þakkar Gísla Árnasyni störf hans.

Forseti gerir tillögu um Arnrúnu H. Arnórsdóttur í hans stað. Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast hún því rétt kjörin.

9.Kjör í fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Bunabótafélags Íslands

1006101

Lagt fram bréf, dags. 4. september 2010, frá Gísla Árnasyni, fulltrúa lista VG þar sem hann óskar eftir leyfi sem aðalmaður í fulltrúaráði Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands frá 21. september 2010 til 21. september 2012. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að verða við erindinu og þakkar Gísla Árnasyni störf hans.

Forseti gerir tillögu um Sigurlaugu K Konráðsdóttur í hans stað. Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast hún því rétt kjörin.

10.Kjör fulltrúa í samstarfsnefnd með Akrahreppi

1006120

Lagt fram bréf, dags. 4. september 2010, frá Gísla Árnasyni, fulltrúa lista VG þar sem hann óskar eftir leyfi sem aðalmaður í Samstarfsnefnd með Akrahreppi frá 21. september 2010 til 21. september 2012. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að verða við erindinu og þakkar Gísla Árnasyni störf hans.

Forseti gerir tillögu um Valdimar Sigmarsson í hans stað. Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast hann því rétt kjörinn.

11.Kjör fulltrúa í samstarfsnefnd um Hólastað

1006125

Lagt fram bréf, dags. 4. september 2010, frá Gísla Árnasyni, fulltrúa lista VG þar sem hann óskar eftir leyfi sem aðalmaður í Samstarfsnefnd um Hólastað frá 21. september 2010 til 21. september 2012. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að verða við erindinu og þakkar Gísla Árnasyni störf hans.

Forseti gerir tillögu um Bjarna Jónsson í hans stað. Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast hann því rétt kjörinn.

12.Kjör í menningar- og kynningarnefnd

1006098

Lagt fram bréf, dags. 4. september 2010, frá Gísla Árnasyni, fulltrúa lista VG þar sem hann óskar eftir leyfi sem varamaður í menningar- og kynningarnefnd frá 21. september 2010 til 21. september 2012. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að verða við erindinu og þakkar Gísla Árnasyni störf hans.

Forseti gerir tillögu um Sigurlaug Kr. Konráðsdóttur í hans stað. Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast hún því rétt kjörin.

13.Kosning í byggðarráð

1006087

Lagt fram bréf, dags. 4. september 2010, frá Gísla Árnasyni, fulltrúa lista VG þar sem hann óskar eftir leyfi sem varamaður í byggðarráði frá 21. september 2010 til 21. september 2012. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að verða við erindinu og þakkar Gísla Árnasyni störf hans.

Forseti gerir tillögu um Arnrúnu H. Arnórsdóttur í hans stað. Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast hún því rétt kjörin.

14.Kjör fulltrúa á ársþing SSNV

1006100

Lagt fram bréf, dags. 4. september 2010, frá Gísla Árnasyni, fulltrúa lista VG þar sem hann óskar eftir ótímabundnu leyfi sem varamaður á ársþingi SSNV frá 21. september 2010 til 21. september 2012. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að verða við erindinu og þakkar Gísla Árnasyni störf hans.

Forseti gerir tillögu um Svanhildi Hörpu Kristinsdóttur í hans stað. Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast hún því rétt kjörin.

15.Kjör fulltrúa á aðal- og hluthafafund Skagafjarðarveitna ehf

1006103

Lagt fram bréf, dags. 4. september 2010, frá Gísla Árnasyni, fulltrúa lista VG þar sem hann óskar eftir leyfi sem varamaður á aðal- og hluthafafund Skagafjarðarveitna, 21. september 2010 til 21. september 2012. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að verða við erindinu og þakkar Gísla Árnasyni störf hans.

Forseti gerir tillögu um Úlfar Sveinsson í hans stað. Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast hann því rétt kjörinn.

16.Kjör fulltrúa í stjórn Húsnæðissamvinnufélags Skagafjarðar

1006104

Lagt fram bréf, dags. 4. september 2010, frá Gísla Árnasyni, fulltrúa lista VG þar sem hann óskar eftir leyfi sem varamaður í stjórn Húsnæðissamvinnufélags Skagfjarðar frá 21. september 2010 til 21. september 2012.. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að verða við erindinu og þakkar Gísla Árnasyni störf hans.

Forseti gerir tillögu um Jenný Ingu Eiðsdóttur í hans stað. Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast hún því rétt kjörin.

17.Kjör fulltrúa á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

1006099

Lagt fram bréf, dags. 4. september 2010, frá Gísla Árnasyni, fulltrúa lista VG þar sem hann óskar eftir leyfi sem varamaður Landsþing Sambands Íslenskra Sveitarfélaga, 21. september 2010 til 21. september 2012. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að verða við erindinu og þakkar Gísla Árnasyni störf hans.

Forseti gerir tillögu um Arnrúnu H. Arnórsdóttur hans stað. Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast hún því rétt kjörin.

18.Tillaga um að stórauka veiðiheimildir á nytjastofnum sjávar

1009158

Sigurjón Þórðarson, fulltrúi Frjálslyndra og óháðra, leggur fram eftirfarandi tillögu til samþykktar í sveitarstjórn Skagafjarðar:

"Sveitarstjórn Skagafjarðar leggur til við ríkisstjórn Íslands að stórauka veiðiheimildir á nytjastofnum sjávar".

Greinargerð
Auknar tekjur af fiskvinnslu og útgerð í Skagafirði eru brýnt hagsmunamál fyrir sveitarfélagið og er tillagan lögð fram með það fyrir augum að þverpólitísk samstaða fulltrúa allra flokka í sveitarstjórn Skagafjarðar geti orðið um samþykkt hennar.

Rekstrarreikningur KS einn og sér fyrir árið 2009 sýnir hversu mikilvægur sjávarútvegurinn er fyrir afkomu sveitarfélagsins en tekjur félagsins af veiðum og fiskvinnslu voru tæplega 7,8 milljarðar króna það ár. Ljóst er að auknar veiðiheimildir fyrirtækja í sjávarútvegi í Skagafirði um t.d. 30% myndu leiða til nokkurra milljarða tekjuaukningar sjávarútvegsfyrirtækja og stór hluti þeirrar upphæðar færi ofan í vasa þeirra sem starfa í greininni. Ekki þarf flókna reikninga til að sjá að aukningin skilaði sveitarfélaginu strax auknum tekjum í gegnum útsvarið, sem er 13,28%, og sömuleiðis 30% aukningu í hafnartekjum Skagafjarðar.

Auknar tekjur yrðu til þess að ekki þyrfti að fara í sársaukafullan niðurskurð á þjónustu sveitarfélagsins og sömuleiðis yrðu nýframkvæmdir fjárhagslega mögulegar.

Það er sannfæring flutningsmanns tilögunnar að allir flokkar geti sameinast um tillögurnar þar sem lögð eru til hliðar margvísleg sjónarmið sem deilur eru um, s.s. hvernig beri að úthluta aukningu og hvernig eigi að stjórna veiðum, þ.e. með aflahlutdeildar- eða dagakerfi líkt og Færeyingar nýta með góðum árangri við stjórna sinna fiskveiða.

Leiðtogar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks úr Norðvesturkjördæmi á þingi, þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Ásbjörn Óttarsson, hafa báðir lagt til að veiðiheimildir yrðu stórauknar til þess að gefa efnahagslífinu rækilega innspýtingu. Formaður Sjálfstæðisflokksins lagði til í ræðu sinni á landsfundi flokksins síðasta sumar að veiðiheimildir yrðu auknar.

Í ræðu sem Kristján Möller, fyrrum ráðherra Samfylkingarinnar og leiðtogi landsbyggðarsjónarmiða flokksins, flutti á síðasta ársþingi SSNV kom fram skýr og einbeittur vilji til þess að auka veiðiheimildir.

Sama tón mátti merkja í ræðu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á sama vettvangi en hann taldi sig þó að einhverju leyti bundinn ákveðinni endurskoðun á svokallaðri aflareglu sem byggir á reiknisfiskifræðilegum grunni.

Það skiptir miklu máli að sveitarstjórn Skagafjarðar sendi frá sér skýr skilaboð í veigamiklu hagsmunamáli sveitarfélagsins og hvetji og styðji við bakið á sjávarútvegsráðherra til að ganga fram af myndugleik og festu við að auka stórlega við heimildir til fiskveiða í efnahagslögsögu landsins. Ekki þarf að óttast í neinu að það hafi neikvæðar afleiðingar fyrir afrakstur nytjastofna sjávar að fara fram úr reiknisfiskifræðilegri ráðgjöf Hafró, síðustu tvo áratugina í Færeyjum hefur verið veitt langt umfram ráðgjöf reiknisfiskifræðinga. Ekki er hægt að sýna fram á að umframveiðin hafi verið neikvæð í Færeyjum fyrir nytjastofna eða þá í Barentshafinu þar sem rækilega hefur verið veitt umfram ráðgjöf reiknisfiskifræðinga.

Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs, með leyfi varaforseta og lagði fram eftirfarandi breytingartillögu.

"Sveitarstjórn Skagafjarðar fagnar áformum sjávarútvegsráðherra um að láta fara fram óháða úttekt á forsendum tillagna Hafrannsóknarstofnunar og ákvarðanna um magn veiðiheimilda í þorski og öðrum nytjategundum. Sveitarstjórn hvetur ráðherra til að fylgja þessum áformum eftir og hrinda þeim í framkvæmd hið fyrsta og leggur áherslu á að veiðiheimildir verði auknar á þeim tegundum og svæðum þar sem ljóst þykir að hægt sé að auka afla með sjálfbærum hætti, til hagsbóta fyrir sjávarbyggðirnar í landinu."

Sveitarstjórnarfulltrúar Framsóknarflokks og Vinstri grænna.

Sigurjón Þórðarson, Jón Magnússon og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvöddu sér hljóðs.

Jón Magnússon leggur til að breyta einu orði í tillögu sveitarstjórnarfulltrúa framsóknarflokks og vinstri grænna svohljóðandi.

"Sveitarstjórn Skagafjarðar styður áform sjávarútvegsráðherra um að láta fara fram óháða úttekt á forsendum tillagna Hafrannsóknarstofnunar og ákvarðanna um magn veiðiheimilda í þorski og öðrum nytjategundum. Sveitarstjórn hvetur ráðherra til að fylgja þessum áformum eftir og hrinda þeim í framkvæmd hið fyrsta og leggur áherslu á að veiðiheimildir verði auknar á þeim tegundum og svæðum þar sem ljóst þykir að hægt sé að auka afla með sjálfbærum hætti, til hagsbóta fyrir sjávarbyggðirnar í landinu."

Breytingartillaga með áorðnum breytingum var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

19.Fundargerðir Skagafjarðarveitna 2010

1001197

Fundargerð stjórnar Skagafjarðarveitna frá 6. ágúst 2010 lögð fram til kynningar á 268. fundi sveitarstjórnar.

20.Norðurá bs. - Fundargerðir 2010

1001203

Fundargerðir stjórnar Norðurár bs. frá 28. júlí, 16. og 18. ágúst 2010 lagðar fram til kynningar á 286. fundi sveitarstjórnar.

21.Menningarráð: Fundargerðir 2010

1001201

Fundargerð aðalfundar Menningarráðs Norðurlands vestra frá 27. ágúst 2010 lögð fram til kynningar á 268. fundi sveitarstjórnar.

22.SSNV - Fundargerðir 2010

1001196

Fundargerðir stjórnar SSNV frá 26. ágúst og 13. september lagðar fram til kynningar á 268. fundi sveitarstjórnar.

23.Ársþing SSNV 2010

1002222

Fundargerð 18. ársþings SSNV frá 27.-28. ágúst lögð fram til kynningar á 268. fundi sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 17:54.