Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

258. fundur 09. febrúar 2010 kl. 16:20 - 18:00 í Safnahúsi við Faxatorg
Nefndarmenn
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir forseti
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir aðalm.
  • Einar Eðvald Einarsson aðalm.
  • Páll Dagbjartsson 2. varaforseti
  • Sigríður Björnsdóttir aðalm.
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Gísli Árnason aðalm.
  • Íris Baldvinsdóttir 1. varam.
  • Elinborg Hilmarsdóttir 2. varam.
  • Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Helga S Bergsdóttir ritari
Dagskrá

1.Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki - Niðurskurður á fjárlögum

1002033

Ályktun Sveitarstjórnar Sveitarfélagins Skagafjarðar vegna niðurskurðar fjárframlaga til Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki.

"Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir harðlega þeim niðurskurði fjárframlaga sem Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki verður fyrir á fjárlögum ársins 2010 og er langt umframflestar aðrar heilbrigðisstofnanir í landinu. Með boðuðum niðurskurði er vegið að grunnstoðum skagfirsks samfélags og velferðarþjónustu í héraðinu. Lýst er miklum áhyggjum yfir þeirri skerðingu á þjónustu sem framundan er. Þá er algerlega óviðunandi að þjónusta ljósmæðra við barnshafandi konur verði skert og fæðingardeild Heilbrigðisstofnunarinnar lokað. Sveitarstjórn skorar því enn og aftur á heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir endurskoðun á fjárveitingum til Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki."

Ályktunin borin undir atkvæði og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

1.1.Gjaldtaka fyrir úthlutun lóða

0910086

Afgreiðsla 502. fundar byggðaráðs staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.2.Umferðaröryggisáætlun

1001093

Afgreiðsla 502. fundar byggðaráðs staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.3.Viðskiptastaða vegna sölu Steinsstaðaskóla

0910034

Afgreiðsla 502. fundar byggðaráðs staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.4.Fasteignamat sem grundvöllur fráveitugjalds

1001039

Afgreiðsla 502. fundar byggðaráðs staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.5.Syðra-Vallholt lóð 216831 - Tilkynning um aðilaskipti að landi.

1001080

Afgreiðsla 502. fundar byggðaráðs staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.6.Skefilsstaðir 145911 - Tilkynning um aðilaskipti að landi.

1001079

Afgreiðsla 502. fundar byggðaráðs staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.7.Álit Samkeppniseftirlits - útboð, samkeppni og samkeppnishindranir

0912165

Afgreiðsla 502. fundar byggðaráðs staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.8.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - framlög ársins 2010

0912130

Afgreiðsla 502. fundar byggðaráðs staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.9.Náttúruvefsjá

0912122

Afgreiðsla 502. fundar byggðaráðs staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.10.Fasteignagjöld - afsláttur

1001185

Afgreiðsla 503. fundar byggðaráðs staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.11.Sáttmáli til sóknar í skólamálum - lokagreiðsla sveitarfélagsins.

0911107

Afgreiðsla 503. fundar byggðaráðs staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.12.Íþróttahús við sundlaug - Hofsbót

0805090

Gísli Árnason ýtreka bókun frá 503. fundi Byggðarráðs svohljóðandi:

"Meirihluti sveitarstjórnar hefur þvælt þetta mál í tæpt ár, eða allt frá því að fulltrúar Hofsbótar lögðu fram tilboð um 105 milljón króna gjöf til sveitarfélagsins, sem ætluð var til byggingar íþróttahúss, frá íbúum við austanverðan Skagafjörð í maí síðastliðnum, sem Byggðaráð hafnaði svo með formlegum hætti í sumar. Það eru vonbrigði að þrátt fyrir augljósa mismunun á aðstöðu grunnskólanemenda í sveitarfélaginu til íþróttaiðkunar, hefur meirihluti sveitarstjórnar ítrekað hafnað að koma eitthvað til móts við væntingar íbúa. Að lokum var ósk um að gera ráð fyrir tveggja milljóna króna framlagi til undirbúnings á framkvæmdinni, í fjárhagsáætlun ársins 2010 hafnað, og tillaga sama efnis felld á fundi sveitarstjórnar 17. desember síðastliðinn."

Afgreiðsla 503. fundar byggðaráðs staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.13.Áhorfendapallar og gólfefni í íþróttahúsið Sauðárkróki

0911074

Afgreiðsla 503. fundar byggðaráðs staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.14.Reiðvegur milli Sauðárkróks og Varmahlíðar

0911117

Afgreiðsla 503. fundar byggðaráðs staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.15.Hvatapeningar gildi til 18 ára aldurs

1001114

Afgreiðsla 503. fundar byggðaráðs staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.16.Rammasamningur Ríkiskaupa árið 2010

1001181

Afgreiðsla 503. fundar byggðaráðs staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.17.Sveitarstjórnarmenn - Íslands þjónar

1001152

Afgreiðsla 503. fundar byggðaráðs staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.18.Niðurstöður úttektar á sjálfsmatsaðferðum

1001211

Afgreiðsla 503. fundar byggðaráðs staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.19.Fyrirkomulag greiðslna á móti ferðakostn.

1002008

Afgreiðsla 504. fundar byggðaráðs staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.20.Reiðvegur milli Sauðárkróks og Varmahlíðar

0911117

Páll Dagbjartsson óskar bókað:

"Ég harma afgreiðslu meirihluta byggðarráðs á fyrirliggjandi beiðni og ítreka bókun mína frá byggðaráðsfundi 4. des sl. sem er svohljóðandi:

Erindi þetta staðfestir þá skoðun mína að ástand reiðvegamála í Skagafirði er og hefur verið Skagfirðingum til vansa um langt skeið. Ég vakti athygli umhverfis- og samgöngunefndar á því fyrr á þessu ári að taka þyrfti heildstætt á þessu verkefni af hálfu sveitarfélagsins, gera áætlun til nokkurra ára um úrbætur og forgangsraða. Umhverfis- og samgöngunefnd hafnaði alfarið að aðhafast nokkuð varðandi reiðvegamál í héraði. Sú afgreiðsla var nefndinni og nefndarfulltrúum til skammar. Skipulags- og byggingarnefnd hefur einnig brugðist í því efni að taka með ábyrgum hætti á þessu verkefni við gerð Aðalskipulags fyrir Skagafjörð. Þetta eru mér mikil vonbrigði. Reiðleið milli Sauðárkróks og Varmahlíðar er vissulega bráðnauðsynlegt úrlausnarefni, en ég ítreka þá skoðun mína að gera þarf heildaráætlun um uppbyggingu reiðleiða í Skagafirði og forgangsraða þeim framkvæmdum."

Afgreiðsla 504. fundar byggðaráðs staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.21.Hvatapeningar gildi til 18 ára aldurs

1001114

Afgreiðsla 504. fundar byggðaráðs staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.22.Beiðni um fjárstuðning 2010

1001228

Afgreiðsla 504. fundar byggðaráðs staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.23.Aðalfundarboð

1001226

Afgreiðsla 504. fundar byggðaráðs staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.24.Samningur við Skagafjarðarhraðlest - Ósk um upplýsingar

1002004

Gísli Árnason óskar bókað.

"Undirritaður vísar til bókunar sinnar á fundi byggðaráðs 4. febrúar síðastliðinn. Þrátt fyrir munnlega beiðni um gögn og upplýsingar, varðandi samning sveitarfélagsins og Skagafjarðarhraðlestarinnar, á byggðaráðsfundi 15. desember og formlegt erindi sama efnis á síðasta fundi byggðaráðs hafa umbeðnar upplýsingar ekki verið lagðar fram, sem er ámælisvert."

Gísli Árnason leggur fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir, í ljósi fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og sem lið í almennum aðhaldsaðgerðum, að endurnýja ekki með sambærilegum hætti, samning sveitarfélagsins og Skagafjarðarhraðlestarinnar, sem féll úr gildi um síðastliðin áramót."

Greinargerð.

"Fyrir fundinum liggur afgreiðsla Félags- og tómstundanefndar á erindi aðalstjórnar Ungmennafélagsins Tindastóls, þar sem nefndin hafnar beiðni um sambærilegan samning og útrunninn samning sveitarfélagsins og Skagafjarðarhraðlestarinnar.

"UMF Tindastóll óskar eftir því að félagið geri samkomulag við félags- og tómstundarnefnd um vinnu við forkönnun byggingar fjölnota íþróttahús, sundlaugar og vatnagarðs. Samkomulagið yrði byggt á sama grunni og samkomulag sem er í gildi á milli Sveitarfélagsins og Skagafjarðarhraðlestar um starfsmann í atvinnuþróun. Þar er Sveitarfélagið með starfsmann á launum í verkefninu og skaffar honum aðstöðu og aðföng. Skagafjarðarhraðlestin stendur straum að aðkeyptum kostnaði, ferðakostnaði og uppihaldi ef til fellur. Við viljum gjarnan gera samskonar samning á milli UMF Tindastóls og Sveitarfélagins.?

Þetta er eðlileg afgreiðsla nefndarinnar miðað við ætlaða fjárhagsstöðu ríkis og sveitarfélaga næstu ár. Miðað við ofangreint og að teknu tilliti til almennra jafnræðissjónarmiða er því lagt til að framlengja ekki samning sveitarfélagsins og Skagafjarðarhraðlestarinnar í óbreyttri mynd.

Einar Einarson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:

"Atvinnu- og ferðamálanefnd mun fara yfir umbeðnar upplýsingar áheyrnarfulltrúa VG á næsta fundi sínum. Vegna augljóss misskilnings áheyrnarfulltrúans á eðli umrædds samstarfs við Skagafjarðarhraðlestina og ráðningar verkefnisstjóra í atvinnumálum þá er nauðsynlegt að upplýsa fulltrúann um eftirfarandi. Sveitarfélagið Skagafjörður er ekki að kosta neina stöðu fyrir Skagafjarðarhraðlestina heldur er hér ráðinn starfsmaður til sveitarfélagsins á Markaðs- og þróunarsvið. Eitt hans stærsta hlutverk verður að vinna að verkefnum sem myndast í samstarfi sveitarfélagsins og Skagafjarðarlestarinnar. Sú vinna er í þágu atvinnuuppbyggingar og framþróunar í okkar eigin héraði og er unnin í samvinnu við áhugamannafélag, ólaunaðra og áhugasamra íbúa þessa sveitarfélags. Hinum meintu dylgjum áheyrnarfulltrúans í þessu máli, um óeðlilega stjórnsýslu, er vísað á bug sem og dylgjum um forgangsröðun verkefna sveitarstjórnarinnar. "
Fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Samfylkingar.

Tillaga Gísla Árnasonar borin undir atkvæði og felld með 8 atkvæðum gegn einu.

1.25.Uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði 2009

1001227

Afgreiðsla 504. fundar byggðaráðs staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.26.Kaffi Krókur - samstarf við Sveitarfélagið Skagafjörð

1001134

Afgreiðsla 56. fundar atvinnu og ferðamálanefndar staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.27.Umsókn um styrk til gerðar göngukorts af Tröllaskaga

1001150

Afgreiðsla 56. fundar atvinnu og ferðamálanefndar staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.28.Samstarf um bókunarmiðstöð í Upplýsingamiðstöðinni í Varmahlíð 2010

1001169

Afgreiðsla 56. fundar atvinnu og ferðamálanefndar staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.29.Alþingi - nýsköpun og markaðsmál

1001139

Afgreiðsla 56. fundar atvinnu og ferðamálanefndar staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.30.FABLAB-stofa - framlög á fjárlögum 2010

1001172

Afgreiðsla 56. fundar atvinnu og ferðamálanefndar staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.31.Rekstrartölur Frístundasviðs 2009

1001210

Afgreiðsla 154. fundar félags og tómstundanefndar staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar.

1.32.Hvatapeningar gildi til 18 ára aldurs

1001114

Afgreiðsla 154. fundar félags og tómstundanefndar staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar.

1.33.Íþróttahús við sundlaug - Hofsbót

0805090

Afgreiðsla 154. fundar félags og tómstundanefndar staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar.

1.34.Samstarf um forkönnun

1001115

Afgreiðsla 154. fundar félags og tómstundanefndar staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar.

1.35.Dagmóðir: fjölgun vistunarbarna

1001207

Afgreiðsla 154. fundar félags og tómstundanefndar staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar.

2.Fræðslunefnd - 54

1001010F

Fundargerð 54. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 258. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

2.1.Opnun nýs leikskóla

1001184

Afgreiðsla 54. fundar fræðslunefndar staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

3.Fræðslunefnd - 55

1002001F

Fundargerð 55. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 258. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kynnti fundargerð. Gísli Árnason og Guðmundur Guðlaugsson kvöddu sér hljóðs.

3.1.Opnun nýs leikskóla

1001184

Afgreiðsla 55. fundar fræðslunefndar staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

3.2.Akrahreppur: Aðalskipulag 2010 - 2022

1001230

Afgreiðsla 199. fundar skipulags og byggingarnefndar staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

3.3.Náttúruvefsjá

0912122

Afgreiðsla 199. fundar skipulags og byggingarnefndar staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

4.SSNV - Fundargerðir 2010

1001196

Fundargerð stjórnar SSNV frá 18. janúar 2010 lögð fram til kynningar á 258. fundi sveitarstjórnar.

5.Heilbrigðiseftirlitið: Fundargerðir 2010

1001199

Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra frá 26. janúar 2010 lögð fram til kynningar á 258. fundi sveitarstjórnar.

6.SÍS: Fundargerðir stjórnar 2010

1001200

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. janúar 2010 lögð fram til kynningar á 258. fundi sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:00.