Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

411. fundur 09. júní 2021 kl. 13:00 - 13:16 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
 • Stefán Vagn Stefánsson forseti
 • Ingibjörg Huld Þórðardóttir aðalm.
 • Axel Kárason aðalm.
 • Gísli Sigurðsson aðalm.
 • Regína Valdimarsdóttir 1. varaforseti
 • Bjarni Jónsson aðalm.
 • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
 • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson 1. varam.
 • Jóhanna Ey Harðardóttir 2. varaforseti
Starfsmenn
 • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
 • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Bjarni Jónsson sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað og kom inn á fundinn kl. 13:06

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 966

2105011F

Fundargerð 966. fundar byggðarráðs frá 19. maí 2021 lögð fram til afgreiðslu á 411. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefásson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 966 Lögð fram endurskoðunarskýrsla 2020 frá KPMG ehf. Kristján Jónasson og Haraldur Reynisson, endurskoðendur frá KPMG tóku þátt í þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundarbúnað, kynntu skýrsluna og svöruðu fyrirspurnum. Bókun fundar Afgreiðsla 966. fundar byggðarráðs staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 966 Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna, með aðstoð lögmanns sveitarfélagsins, bótagrundvöll og móta kröfugerð gagnvart þeim sem ábyrgð bera á mengunartjóninu á Hofsósi. Jafnframt að leita allra leiða til þess að knýja fram upplýsingar, m.a. frá N1 og Umhverfisstofnun um magn og upphaf mengunar og enn fremur að leita viðræðna við N1 um fullnægjandi kortlagningu mengunar og um það hvernig heppilegast er að standa að upprætingu hennar.
  Byggðarráð lýsir yfir furðu með að Umhverfisstofnun hefur ekki formlega svarað erindi sveitarfélagsins frá 17.03. 2021, þrátt fyrir loforð þar um. Er sveitarstjóra falið að ganga eftir formlegu svari við erindinu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 966. fundar byggðarráðs staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 966 Lagt fram ódagsett bréf frá Skógræktinni þar sem leitað er til sveitarfélaga landsins um að taka þátt í átaki til að útbreiða og endurheimta birkiskóga og birkikjarr. Tilgreint er að fjármunir muni renna til slíkra verkefna á komandi árum af framlögum ríkisins til loftslagsaðgerða.
  Byggðarráð þakkar fyrir erindið og vísar til þess að Sveitarfélagið Skagafjörður hefur með margvíslegum hætti stutt við bakið á skógrækt og endurheimt birkiskóga, m.a. með því að leggja til land undir endurheimt hinna fornu Brimnesskóga í Skagafirði þar sem notuð eru birki, reynir og víðir af skagfirskum uppruna, land undir Aldamótaskóg á Steinsstöðum, o.s.frv. Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að kanna möguleika þess að taka þátt í verkefninu á komandi árum og vera í samskiptum við Skógræktina og Landgræðsluna varðandi mótframlög ríkisins til þess.
  Bókun fundar Afgreiðsla 966. fundar byggðarráðs staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 966 Lagt fram opið bréf til sveitarfélaga frá Samtökum grænkera á Íslandi, dags. 11. maí 2021. Í bréfinu er kallað eftir því að frá og með hausti 2021 verði hægt að velja um grænkerarétt fyrir þau sem það kjósa í öllum leik- og grunnskólum landsins.
  Byggðarráð áréttar að það leggur áherslu á að í skólum sveitarfélagsins sé eins og kostur er boðið upp á holla og fjölbreytta fæðu svo sem kjöt, fisk, mjólkurvörur og grænmeti sem framleidd er í Skagafirði. Með því telur sveitarfélagið að komið sé til móts við bæði lýðheilsumarkmið, gildi heilsueflandi samfélags og lágmörkun kolefnisspors.
  Bókun fundar Afgreiðsla 966. fundar byggðarráðs staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 966 Byggðarráð samþykkir breytingar á gjaldtöku fyrir tímabilið 9.-16. maí 2021 vegna lokana hjá nokkrum stofnunum sveitarfélagsins vegna Covid-19 veirunnar, þannig að greiðsluhlutdeild nái einungis til þeirrar þjónustu sem raunverulega var hægt að nýta þann tíma, þ.e. hjá leikskóla, grunnskóla, frístund og dagdvöl aldraðra. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Breytingar á innheimtu gjalda vegna Covid-19" Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 966 Lögð fram bókun 289. fundar félags- og tómstundanefndar frá 3. maí 2021 varðandi vinnuskólalaun ársins 2021.
  "Lagt er til að laun sumarið 2021 hækki sem hér segir
  13-14 ára (7. og 8. bekkur) 4%
  15-16 ára (9. og 10. bekkur) 7,6%
  Jafnframt leggja fulltrúar meirihluta til að við vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 verði gert ráð fyrir að laun unglinga í Vinnuskóla verði tengd við launaflokk 117 í kjarasamningi Öldunnar, stéttarfélags og Sambands Íslenskra Sveitarfélaga líkt og algengt er í nágrannasveitarfélögunum. Með því næst eðlileg hækkun milli ára og laun verða sambærileg við önnur sveitarfélög.
  Miðað er við að greidd verði ákveðin prósenta af taxtalaunum eða sem hér segir:
  7. bekkur 13 ára: 26% af launaflokki 117, Orlof (13,04%)
  8. bekkur 14 ára: 30% af launaflokki 117, Orlof (13,04%)
  9. bekkur 15 ára: 40% af launaflokki 117, Orlof (13,04%)
  10.bekkur 16 ára: 50% af launaflokki 117, Orlof (13,04%)
  Gert verði ráð fyrir auknum kostnaði vegna þessa við gerð fjárhagsáætlunar 2022.
  Nefndin leggur jafnframt til að komi í ljós að aðsókn að Vinnuskólanum sumarið 2021 verði minni en fjárhagsrammi þessa árs gerir ráð fyrir komi tillaga fyrir árið 2022 (hér að ofan) til framkvæmda nú þegar á þessu sumri."
  Byggðarráð samþykkir framlagða bókun félags- og tómstundanefndar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 966. fundar byggðarráðs staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 966 Lagt fram aðalfundarboð Landskerfis bókasafna hf. 2021, þann 19. maí 2021, dagsett 4. maí 2021. Byggðarráð samþykkir að fela Þórdísi Friðbjörnsdóttur héraðsbókaverði að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 966. fundar byggðarráðs staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 966 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 109/2021, Ræktum Ísland! Umræðuskjal um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland. Umsagnarfrestur er til og með 26.05.2021.
  Byggðarráð fagnar að ráðist sé í nýja stefnumótun í þeirri mikilvægu atvinnu- og byggðafestugrein sem landbúnaður er og telur mikilvægt að unnið verði af festu að því að ná markmiðum stefnunnar fram. Byggðarráð telur mikilvægt að árétta það sem kemur fram í stefnumótuninni að til að tryggja að starfsskilyrði landbúnaðar hér á landi verði sambærileg og í nágrannalöndunum sé þörf á að auka svigrúm innlendra framleiðenda innan þess ramma sem EES-aðild heimilar, s.s. hvað varðar sveigjanleika og meðalhóf gagnvart smáframleiðendum og að landbúnaðarstefna hafi forgang gagnvart samkeppnisreglum innan ESB.
  Bókun fundar Afgreiðsla 966. fundar byggðarráðs staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 966 Heilbrigðisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 110/2021, Drög að aðgerðaráætlun fyrir bráðaþjónustu og sjúkraflutninga til ársins 2025. Umsagnarfrestur er til og með 21.05.2021.
  Byggðarráð samþykkir eftirfarandi bókun:
  Í október 2019 skipaði heilbrigðisráðherra starfshóp um stefnumótun í sjúkraflutningum til ársins 2030. Í byrjun árs 2020 skilaði starfshópurinn tillögum til ráðherra um nýja stefnu, ásamt drögum að þjónustuviðmiðum. Heilbrigðisráðuneytið hefur unnið drög að aðgerðaáætlun fyrir sjúkraflutninga og bráðaþjónustu í kjölfar vinnu starfshópsins og hlotið liðsinnis fagráðs sjúkraflutninga í þeirri vinnu. Það skal tekið fram að tillaga um rekstur á sérhæfðri sjúkraþyrlu er ekki hluti af þessari áætlun.
  Byggðarráð Skagafjarðar lýsir yfir undrun sinni og áhyggjum yfir því að enginn fulltrúi rekstraraðila, hvorki frá slökkviliðum, heilbrigðisstofnunum né öðrum hafi átt sæti í starfshópnum sem kom að gerð stefnunnar þrátt fyrir að ráðuneytinu hafi verið bent á það. Það er umhugsunarvert að ráðuneytið hafi valið að hafa ekki í starfshópnum fulltrúa rekstraraðila sem bera alla starfsmannalega og rekstrarlega ábyrgð, þar með talið ábyrgð á menntun og endurmenntun og faglega ábyrgð á sjúkraflutningum, hver á sínu svæði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 966. fundar byggðarráðs staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 967

2105017F

Fundargerð 967. fundar byggðarráðs frá 26. maí 2021 lögð fram til afgreiðslu á 411. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefásson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 967 Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 19. maí 2021, þar sem svarað er erindi frá sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar dag. 17. mars 2021. Í bréfi Umhverfisstofnunar er leitast við að veita yfirsýn yfir þau afskipti sem Umhverfisstofnun hefur haft af bensínlekanum á Hofsósi, þó ekki sé tæmandi talið.
  Byggðarráð þakkar fyrir veittar upplýsingar og felur sveitarstjóra að taka efni bréfsins til skoðunar í tengslum við vinnu sem varðar bótagrundvöll og kröfugerð gagnvart þeim sem bera ábyrgð á mengunartjóninu á Hofsósi sem og vegna seinagangs í tengslum við úrbætur vegna tjónsins. Byggðarráð ítrekar mikilvægi þess að nú þegar verði ráðist í viðeigandi og varanlegar úrbætur.
  Bókun fundar Afgreiðsla 967. fundar byggðarráðs staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 967 Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 18. maí 2021, frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Með umsókn dagsettri 17.05. 2021. sækir Torfi Ólafsson, kt. 260451-2199, Skarði, 551 Sauðárkrókur, f.h. Skarðs ehf., kt. 430901-2140, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Nýja-Skarði, 551 Sauðárkrókur. Fnr. 2508028. Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 967. fundar byggðarráðs staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 967 Byggðarráð samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að fella niður gatnagerðargjöld af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á íbúðarhúsalóðunum Laugaveg 19 og Birkimel 29 og Birkimel 30 í Varmahlíð. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006.
  Nýjar lóðir sem auglýstar verða til úthlutunar í kjölfar deiliskipulagsferlis fyrir frekari íbúðabyggð við Birkimel munu bera full gatnagerðargjöld enda verður gjaldinu varið til nýrrar gatnagerðar í tengslum við fyrirhugaða íbúðabyggð.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Niðurfelling gatnagerðargjalda" Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 967 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 115/2021, Hvítbók um byggðamál. Umsagnarfrestur er til og með 31.05.2021. Bókun fundar Afgreiðsla 967. fundar byggðarráðs staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 968

2105022F

Fundargerð 968. fundar byggðarráðs frá 2. júní 2021 lögð fram til afgreiðslu á 411. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefásson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 968 Lagt fram bréf dagsett 20. maí 2021 frá formanni skólanefndar og skólameistara Fjölbrautaskólans Norðurlands vestra til sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra, þar sem formlega er óskað eftir þátttöku sveitarfélaganna í framkvæmdum við fyrirhugaða viðbyggingu við verknámshús skólans. Heildarstærð fyrirhugaðar viðbyggingar er 1.200 fermetrar. Kostnaðarþátttaka sveitarfélaganna er samtals 40% og ríkisins 60%.
  Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar þakkar forsvarsmönnum skólans kærlega fyrir erindið og fagnar löngu tímabærum áformum um nýja viðbyggingu við verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Þegar byggt var við verknámshúsið árið 2010 var ráðist í mun minni framkvæmd en áform voru upphaflega um og sýndi sig fljótt að verknámsaðstaðan er einfaldlega alltof lítil, eins og úttektir sem unnar hafa verið fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið staðfesta. Áhersla stjórnvalda á verknám og sú gleðilega staðreynd að nemendum Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra hefur fjölgað á undanförnum árum, sýna mikilvægi þess að ráðist verði í nýja viðbyggingu hið fyrsta.
  Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir fundi með forsvarsmönnum skólans til að ræða nánari útfærslu verkefnisins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 968. fundar byggðarráðs staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 968 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 21. maí 2021 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra. Óskað er umsagnar um umsókn dagsettri 21.05.2021 frá Eiði Baldurssyni, kt. 290169-3999, Fellstúni 3, 550 Sauðárkróki, f.h. Grettistak veitingar ehf., kt.451001-2210, um leyfi til að reka veitingastað í flokki II að Heimavist FNV, 550 Sauðárkróki. Fnr.2132122. Fjöldi gesta 150 manns.
  Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
  Bókun fundar Afgreiðsla 968. fundar byggðarráðs staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 968 Lagt fram bréf dagsett 26. maí 2021 frá Vegagerðinni varðandi tillögu þjónustusviðs Vegagerðarinnar um lækkun hámarkshraða á Sauðárkróksbraut 75-03, 04 og 05. Um er að ræða lækkun á núgildandi hámarkshraða, 90 km/klst. í 70 km/klst., frá stöð 9200 á kafla 75-03, að stöð 1045 á kafla 75-04 (vegamót Sauðárkróksbrautar og Þverárfjallsvegar). Á Þessum kafla er fjölfarin gönguleið meðfram Sauðárkróksbraut, reiðleiðir þvera veginn á fleiri en einum stað auk þess sem endafrágangur brúarvegriðs uppfyllir ekki kröfur fyrir meiri hraða en 70 km/klst. Einnig sambærileg lækkun hámarkshraða á kafla 75-05 frá stöð 0 að stöð 940. Meðfram þessum kafla er mjög fjölfarin reiðleið sem er mikið notuð við þjálfun hrossa og tamningar. Breytingin þarf samþykki sveitarfélagsins og lögregluyfirvalda svo hún taki gildi.
  Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 968. fundar byggðarráðs staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 968 Lagt fram bréf frá SSNV, dagsett 16. apríl 2021 varðandi skipan samgöngu- og innviðanefndar í samræmi við eftirfarandi bókun 29. ársþings SSNV: "29. ársþing SSNV,haldið rafrænt 16.apríl 2021, samþykkir að skipuð verði Samgöngu- og innviðanefnd SSNV. Nefndina skipi einn fulltrúi frá hverju sveitarfélagi á Norðurlandi vestra og skulu sveitarfélögin tilnefna hvert um sig sinn fulltrúa fyrir 30. maí nk. Hlutverk nefndarinnar er að yfirfara gildandi samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra og uppfæra eftir þörfum. Skal endurnýjuð áætlun lögð fyrir ársþing SSNV 2022."
  Byggðarráð samþykkir að tilnefna Regínu Valdimarsdóttur sveitarstjórnarfulltrúa og Ólafur Bjarni Haraldsson til vara.
  Bókun fundar Afgreiðsla 968. fundar byggðarráðs staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 968 Lagður fram tölvupóstur frá Guðrúnu Halldóru Þorvaldsdóttur og Kristínu Sigurrós Einarsdóttur, dagsettur 27. maí 2021 þar sem þær hvetja til þess að ákvörðun um skertan opnunartíma verði dregin til baka.
  Byggðarráð samþykkir að ákvörðun félags- og tómstundanefndar varðandi opnunartíma sundlaugarinnar verði tekin til skoðunar í haust.
  Bókun fundar Afgreiðsla 968. fundar byggðarráðs staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 968 Lögð fram verklýsing og kostnaðaráætlun við rif og lagfæringar á þaki Varmahlíðarskóla. Þetta verk er inni í framkvæmdaáætlun ársins 2021.
  Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs hefja þessar framkvæmdir og klára það í sumar.
  Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 968. fundar byggðarráðs staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 968 Lögð fram svohljóðandi bókun 77. fundar veitunefndar: "Á 72. fundi veitunefndar 4. des. 2020 var lagt til að gjaldskrá hitaveitu Skagafjarðarveitna yrði endurskoðuð á miðju ári 2021. Fyrir liggur rekstrarniðurstaða fyrsta ársfjórðungs 2021. Lögð var fram tillaga um 1,25% hækkun á gjaldskrá hitaveitu 1. júlí 2021. Veitunefnd samþykkir tillöguna og vísar til byggðarráðs. Lagt er til að gjaldskrá hitaveitunnar verði endurskoðuð á ný þegar hálfsársuppgjör liggur fyrir. Ítrekað er að afsláttarkjör stórnotenda verði yfirfarin eins og lagt var til á 72. fundi veitunefndar þann 4. des. 2020 og sviðsstjóra er falið að fylgja því eftir. Árni Egilsson skrifstofustjóri sat þennan lið."
  Byggðarráð samþykkir gjaldskrárbreytinguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Skagafjarðarveitur gjaldskrá júlí 2021" Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 968 Undir þessum dagskrárlið sátu eftirtaldir fulltrúar Akrahrepps fundinn; Eyþór Einarsson, Drífa Árnadóttir, Hrefna Jóhannesdóttir og Þorkell Gíslason. Einnig sat fundinn undir þessum dagskrárlið Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs. Hann vék af fundinum kl. 14:00.
  Ræddar voru framkvæmdir við Varmahlíðarskóla, sorpmál og möguleg sameining sveitarfélaganna.
  Samþykkt var að fela Sigfúsi Inga Sigfússyni sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Hrefnu Jóhannesdóttur oddvita Akrahrepps að leita eftir tilboðum í ráðgjöf, gagnaöflun og upplýsingamiðlun vegna könnunar á kostum, göllum og tækifærum sameiningar sveitarfélaganna.
  Bókun fundar Afgreiðsla 968. fundar byggðarráðs staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 968 Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hönnun og útboðslýsingu á gatnagerð við nýja götu, Nestún.
  Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að bjóða verkið út í lokuðu útboði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 968. fundar byggðarráðs staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.
 • 3.10 2105304 Jafnlaunastefna
  Byggðarráð Skagafjarðar - 968 Lögð fram drög að jafnlaunastefnu fyrir sveitarfélagið.
  Byggðarráð samþykkir jafnlaunastefnuna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Jafnlaunastefna" Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 968 Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins fyrir tímabilið janúar-mars 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 968. fundar byggðarráðs staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.

4.Félags- og tómstundanefnd - 290

2105021F

Fundargerð 290. fundar félags- og tómstundanefndar frá 4. júní 2021 lögð fram til afgreiðslu á 411. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Félags- og tómstundanefnd - 290 Tekin fyrir beiðni frá Sótahnjúk ehf, rekstraraðila sundlaugarinnar á Sólgörðum, um breytingu á samþykktum opnunartíma laugarinnar fyrir sumarið 2021. Nefndin samþykkir framlagða beiðni. Sumarið 2021 verður laugin opin á mánudögum en lokuð á þriðjudögum. Bókun fundar Afgreiðsla 290. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.
 • Félags- og tómstundanefnd - 290 Eitt mál tekið fyrir,fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 290. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.
 • Félags- og tómstundanefnd - 290 Lögð fram til kynningar, drög að aðgerðaráætlun vegna stefnu um tómstunda- og félagsstarf barna og ungmenna. Bókun fundar Afgreiðsla 290. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.

5.Fræðslunefnd - 168

2105012F

Fundargerð 168. fundar fræðslunefndar frá 1. júní 2021 lögð fram til afgreiðslu á 411. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Fræðslunefnd - 168 Tillaga að skóladagatölum leikskólanna í Skagafirði fyrir skólaárið 2021-2022 var lögð fram. Tillagan hefur fengið staðfestingu foreldraráða leikskólanna og eru yfirfarin af fræðslustjóra. Leikskólinn Birkilundur og leikskólinn Tröllaborg óska eftir að færa ónýtta starfsdaga vegna Covid-19 frá síðasta skólaári yfir á skólaárið 2021-2022. Fræðslunefnd samþykkir skóladagatöl leikskólanna fyrir skólaárið 2021-2022. Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar fræðslunefndar staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.
 • Fræðslunefnd - 168 Tillaga að skóladagatölum grunnskólanna í Skagafirði fyrir skólaárið 2021-2022 var lögð fram. Tillagan hefur fengið staðfestingu skólaráðanna skv. grunnskólalögum og er yfirfarin af fræðslustjóra. Fræðslunefnd samþykkir skóladagatöl grunnskólanna fyrir skólaárið 2021-2022. Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar fræðslunefndar staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.
 • Fræðslunefnd - 168 Tillaga að úthlutun kennslukvóta til grunnskólanna í Skagafirði fyrir skólaárið 2021-2022 var lögð fram. Tillagan er unnin í samstarfi við stjórnendur og tekur mið af mörgum þáttum svo sem nemendafjölda, fjölda nemenda með annað móðurmál en íslensku, samsetningu nemendahópa o.fl. Fræðslunefnd samþykkir úthlutun kennslukvóta til grunnskólanna fyrir skólaárið 2021-2022. Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar fræðslunefndar staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.
 • Fræðslunefnd - 168 Verkefnið Skólar á grænni grein sem rekið er af Landvernd var lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar fræðslunefndar staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.
 • Fræðslunefnd - 168 Lagt fram til kynningar endurskoðun á aðalnámskrá grunnskóla. Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar fræðslunefndar staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.
 • Fræðslunefnd - 168 Lagt fram til kynningar endurskoðun á frumvarpi til laga um grunnskóla og framhaldskóla er varðar fagráð eineltismála. Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar fræðslunefndar staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.

6.Skipulags- og byggingarnefnd - 407

2105020F

Fundargerð 407. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 1. júní 2021 lögð fram til afgreiðslu á 410. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 407 Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á fundi 405, að auglýsa íbúðarhúsalóðirnar Laugaveg 19, Birkimel 28 og Birkimel 30, í Varmahlíð, lausar til úthlutunar. Auglýsing birtist í héraðsfréttablaðinu Sjónhorninu 5. maí 2021. Þá var auglýsingin aðgengileg á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Gefinn var frestur til að sækja um ofnagreindar lóðir til 19. maí 2021.
  All margar umsóknir bárust um þessar lóðir.
  Því var Björn Hrafnkelsson fulltrúi hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra fenginn til að sjá um framkvæmd á útdrætti á milli umsækjanda.
  Umsækjanda er einungis úthlutað einni lóð, falla þeir aðilar sem úthlutað hefur verið lóð úr útdrætti þeirra lóða sem á eftir koma.
  Framkvæmd útdráttar er eftirfarandi:
  Fyrst er dregið um lóðina Laugarveg 19. Þrjár umsóknir bárust um lóðina.
  Þá er í hlutfalli við fjölda umsókna dregið um hvort lóðunum Birkimelur 28 og Birkimelur 30 verði úthlutað sem einbýlishúsalóðum eða sem lóðinni Birkimelur 28-30 fyrir parhús. Átta lóðarumsóknir bárust um einbýlishúsalóðir og tvær umsóknir um parhúsalóð.

  Niðurstaða úrdráttar:
  Upp kom í úrdrætti milli annarsvegar parhúsa lóða við Birkimel 28-30 og hinsvegar einbýlishúslóða Birkimel 28 og Birkimels 30.

  Dregin var miði með parhúsalóð Birkimelur 28-30, því verður dregið milli umsækjenda um parhúsalóð.

  Umsóknir um einbýlishúsalóðina númer 19 við Laugaveg bárust frá:
  Sigurði Bjarna Sigurðssyni kt. 290379-3779
  Sif Kerger kt. 110178-2559.
  Helgu Rós Sigfúsdóttur kt. 300185-3049 og Sigurði Óla Ólafssyni kt. 150481-4659.

  Sif Kerger kt. 110178-2559 er dregin út sem lóðarhafi.


  Umsóknir um parhúsalóðina númer 28-30 við Birkimel bárust frá:
  Hönnu Maríu Gylfadóttur kt. 050491-3829 og Jóni Gesti Atlasyni kt. 310190-3309.
  Davíð Þór Helgasyni kt. 030790-3409 og Sunnu Gylfadóttur kt. 020190-3889.

  Davíð Þór Helgason kt. 030790-3409 og Sunna Gylfadóttir kt. 020190-3889.
  eru dregin út sem lóðarhafar.

  Skipulags- og byggingarnefnd áréttar eftirfarandi:
  Ljóst er að mikil eftirspurn er eftir lóðum í Varmahlíð. Þarf því að leggja áherslu á að deiliskipuleggja þéttbýlisstaðinn og hraða hönnun fleiri lóða eins og hægt er, sem verða þá tilbúnar til úthlutnar fyrir næsta vorið 2022.
  Bókun fundar Afgreiðsla 407. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 407 Fyrir liggur umsókn frá Guðmundi Þór Guðmundssyni f.h. Eignasjóðs sveitarfélagsins Skagafjarðar, kt. 550698-2349 um leyfi til að breyta notkun Sólgarðaskóla sem stendur á lóðinni Sólgarðar lóð L221774 í Fljótum. Meðfylgjandi aðaluppdrættirnir eru gerðir á Veitu- og framkvæmdasviði Sveitarfélagsins Skagafjarðar af Guðmundi Þór Guðmundssyni, kt. 200857-5269. Uppdrættir eru í verki 3130, númer A-100 til A-105, dagsettir 4. maí 2021. Umrædd lóð er leigulóð í eigu Ríkisjóðs Íslands, kt. 540269-6459 og skilgreind sem viðskipta og þjónustulóð skv. upplýsingum úr fasteignaskrá Þjóðskrá Íslands. Óskað hefur verið umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til gr. 2.4.2. reglugerðar 112/2012.
  Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við að gerðar verði breytingar á húsnæðinu. Skilgreind landnotkun á lóð verður uppfærð í tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Nefndin leggur til að fyrirhugaðar framkvæmdir verði grenndarkynntar í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Sólgarðar lóð L221774, Sólgarðaskóli - Umsókn um byggingarleyfi og breytta notkun." Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 407 Þorgerður Eva Þórhallsdóttir kt 1708773309, lóðarhafi númer 3 við Skógargötu, landnúmer 143727, óskar eftir stækkun á lóð um 9 metra frá húsi til norðurs. Þorgerður hefur sótt um stækkun áður, þ.e. bæði árið 2008 og 2012. Núverandi lóðarmörk eru talin vera 3m norðan við húsið, og því sótt um 6m stækkun til viðbótar við núverandi lóðarmörk.
  Skipulags- og byggingarnefnd telur ekki tímabært að taka afstöðu til fyrirspurnarinnar, fyrr en tillaga að deiliskipulagi svæðisins liggur fyrir. Deiliskipulagsvinna er hafin við svæði sem afmarkast af Skógargötu, Kambastíg, Aðalgötu og göngustíg milli Skógargötu 7 og Aðalgötu 13.
  Bókun fundar Afgreiðsla 407. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 407 Ásbjörn Óttarsson kt. 161162-2809, leggur fram tillögu, með ósk um að fá heimild til að stækka lóð og byggingarreit 8m til norður, inn í skilgreint opið svæði Sveitarfélagsins Skagafjarðar, skv. meðfylgjandi tillögu, unnin af Stoð ehf verkfræðistofu. Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að ræða við aðila máls. Bókun fundar Afgreiðsla 407. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 407 Magnús Tómas Gíslason kt. 040776-5329 og Margrét Berglind Einarsdóttir kt. 180276-3199 þinglýstir eigendur Kárastígs 16 á Hofsósi, óska eftir við skipulags- og byggingarnefnd, að fyrirhugaðar framkvæmdir þeirra, þ.e. viðbygging við núverandi hús, allt að 70m2, verði grenndarkynntar í samræmi við 44. gr skipulagslaga nr.123/2010. Umsókn um byggingarleyfi var áður á dagskrá 12.maí 2021. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt nálægum hagsmunaaðilum skv. 44. gr.skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Kárastígur 16 - Umsókn um byggingarleyfi." Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 407 Hildur Claessen kt.140856-5769 og Skapti Steinbjörnsson kt.170955-4399, þinglýstir eigendur jarðarinnar Hafsteinsstaða, landnúmer 145977 óska eftir staðfestingu á hnitsettum landamerkjum Hafsteinsstaða, vestan Sauðárkróksbrautar (75), eins og þau eru sýnd á meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 732605, útg. 23. des. 2020. Meðfylgjandi er landamerkjayfirlýsing og forsenduskjal. Hnitsetning byggir á landamerkjalýsingum dags. 7. júní 1927 og 2. nóvember 1933. Með staðfestingu hnitsettra merkja breytist stærð Hafsteinsstaða lóðar, landnr. 203894, úr 18,0 ha (178.494 m²) í 176.552 m². Þinglýstir eigendur Hafsteinsstaða lóðar árita erindið og meðfylgjandi landamerkjayfirlýsingu til staðfestingar.
  Þá óska landeigendur Hafsteinsstaða, L145977, eftir heimild til að stofna 238 ha (2.379.383 m²) spildu úr landi jarðarinnar, sem „Hafsteinsstaðir 1“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S02 í verki 732605 útg. 23. des. 2020. Afstöðuppdrætti S01 og S02, unnir hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
  Óskað er eftir því að útskipt spilda verði tekin úr landbúnaðarnotkun og notkun skráð Annað land (80). Staðfang útskiptrar spildu vísar í heiti upprunajarðarinnar, Hafsteinsstaða, L145977 með viðeigandi staðgreini. Engin fasteign er á umræddri spildu. Innan merkja útskiptrar spildu, að sunnanverðu er upprekstrarland sem verður áfram. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Hafsteinsstöðum, landnr. 145977. Engin hlunnindi fylgja landskiptum þessum.
  Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 407. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 407 Sesselja Tryggvadóttir kt. 110965-3389, eigandi 8.3 ha lands, Nes L219627 í Hegranesi, óskar eftir breytingu á skráningu landnotkunar, þ.e. breytt úr sumarbústaðalandi í jörð, lögbýli. Fyrir liggur jákvæð umsögn Kristjáns Óttars Eymundssonar ráðunautar hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins varðandi stofnun lögbýlis. Þá hefur Landbúnaðarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar fjallað um málið, sem gerir ekki athugasemdir.
  Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breytta landnotkun.
  Bókun fundar Afgreiðsla 407. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum..
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 407 Ásgrímur Sigurbjörnsson kt. 061156-2089, óskar eftir að fá leyfi til að breikka innkeyrslu að Hólatúni 11, Sauðárkróki, um ca 4m til suðurs, til samræmis við meðfylgjandi gögn. Einnig er óskað eftir að fá leyfi til að setja upp 3ja eininga forsteypt sorptunnuskýli sunnan innkeyrslu, næst götu.
  Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umbeðna breikkun innkeyrslu með fyrirvara um jákvæða umsögn sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar
  Bókun fundar Afgreiðsla 407. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 407 Fyrir 405 fundi skipulags- og byggingarnefndar, þann 29.4.2021 lá fyrir umsókn frá Ragnari Helgasyni kt. 090888-3239 og Erlu Hrund Þórarinsdóttur kt. 090689-2829, um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni númer 6, við Melatún á Sauðárkróki. Uppdrættir gáfu til kynna að staðsetning húss færi töluvert út úr uppgefnum byggingarreit, til vesturs. Tillagan sem lá fyrir var ekki talin hafa áhrif á aðra en lóðarhafa á Melatúni 2 og 4. Skipulags- og byggingarnefnd tók jákvætt í erindið, en lagði til að tillagan yrði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123.2010. Sveitarstjórn samþykkti einnig í bókun sinn á fundi 14.5.2021 að tillaga skyldi grenndarkynnt.
  Grenndarkynning hefur farið fram og hafa þeir sem höfðu hagsmuni að málinu, ritað samþykki sitt á tillögu að aðaluppdráttum.
  Skipulags- og byggingarnefnd samþykir áform um byggingu húss á lóðinni Melatún 6, eins og tillaga gerir ráð fyrir og gerir nefndin ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi samþykki byggingaráformin.
  Bókun fundar Afgreiðsla 407. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 407 Lögð eru fram drög að vinnureglum skipulags- og byggingarnefndar, vegna úthlutunar á byggingarlóðum í eigu sveitarfélagsins Skagafjarðar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir þau drög að vinnureglum sem fyrir fundinum liggja. Nefndin vísar drögum til sveitarstjórnar til staðfestingar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Lóðamál - Reglur um úthlutun lóða" Samþykkt samhljóða.

7.Veitunefnd - 77

2105007F

Fundargerð 77. fundar veitunefndar frá 20. maí 2021 lögð fram til afgreiðslu á 411. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Veitunefnd - 77 Fyrirhugað er að leggja heitavatnslögn frá Langhúsum að Sólgörðum á þessu ári.

  Sviðsstjóra er falið að setja verkefnið á dagskrá.
  Bókun fundar Afgreiðsla 77. fundar veitunefndar staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 átta atkvæðum.
 • Veitunefnd - 77 Fyrir liggur að ganga frá graseyju við Strandveg milli Borgargerðis og Hegrabrautar þar sem eftir er að leggja stofnlögn hitaveitu DN 250. Einnig er eftir að ganga frá skurðstæði lagna frá Hegrabraut að Knarrarstíg.

  Sviðsstjóra er falið að sjá um frágang í samstarfi við aðra aðila sem að verkinu komu. Ákveðið er að stofnlögn milli Borgargerðis og Hegrabrautar verði lögð áður en frágangi lýkur.
  Bókun fundar Afgreiðsla 77. fundar veitunefndar staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 átta atkvæðum.
 • Veitunefnd - 77 Gerð útboðsgagna vegna fyrirhugaðra framkvæmdar við Nestún er langt komin. Gert er ráð fyrir að Skagafjarðarveitur sjái um lagningu hitaveitu- og kaldavatnslagna við götuna.

  Sviðsstjóra er falið að setja verkefnið á dagsrká. Verkið verður unnið samhliða vinnu við gatnagerð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 77. fundar veitunefndar staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 átta atkvæðum.
 • Veitunefnd - 77 Byggingarleyfi fyrir borholuhúsum í Langhúsum í Fljótum hefur verið samþykkt af byggingarfulltrúa. Vinna við smíði húsanna er hafin og er verkið unnið af þjónustusviði sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 77. fundar veitunefndar staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 átta atkvæðum.
 • Veitunefnd - 77 Byggingarleyfi fyrir borholuhúsi í Hverhólum hefur verið samþykkt af byggingarfulltrúa. Vinna við smíði hússins er hafin og er verkið unnið af þjónustusviði sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 77. fundar veitunefndar staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 átta atkvæðum.
 • Veitunefnd - 77 Verkfræðistofan Stoð hefur hafið hönnun og gerð útboðsgagna fyrir ljósleiðara í dreifbýli í Skagafirði. Gert er ráð fyrir að verkið verði boðið út í júní 2021.

  Nefndin fagnar því að þessi framkvæmd sé komin að endamörkum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 77. fundar veitunefndar staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 átta atkvæðum.
 • Veitunefnd - 77 Borun vinnsluholu VH-20 við Reykjarhól í Varmahlíð hefur verið send út verðfyrirspurn á þrjú borfyrirtæki.

  Eitt tilboð barst og var það frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða ehf. Tilboð verktakans var 2% yfir kostnaðaráætlun verkkaupa. Nefndin samþykkir að fela sviðsstjóra að ganga til samninga við fyrirtækið á grundvelli tilboðsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 77. fundar veitunefndar staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 átta atkvæðum.
 • Veitunefnd - 77 Á 72. fundi veitunefndar 4. des. 2020 var lagt til að gjaldskrá hitaveitu Skagafjarðarveitna yrði endurskoðuð á miðju ári 2021. Fyrir liggur rekstrarniðurstaða fyrsta ársfjórðungs 2021.

  Lögð var fram tillaga um 1,25% hækkun á gjaldskrá hitaveitu 1. júlí 2021. Veitunefnd samþykkir tillöguna og vísar til byggðarráðs. Lagt er til að gjaldskrá hitaveitunnar verði endurskoðuð á ný þegar hálfsársuppgjör liggur fyrir.
  Ítrekað er að afsláttarkjör stórnotenda verði yfirfarin eins og lagt var til á 72. fundi veitunefndar þann 4. des. 2020 og sviðsstjóra er falið að fylgja því eftir.

  Árni Egilsson skrifstofustjóri sat þennan lið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 77. fundar veitunefndar staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 átta atkvæðum.

8.Breytingar á innheimtu gjalda vegna Covid-19

2003168

Vísað frá 966. fundi byggðarráðs frá 19. maí til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Byggðarráð samþykkir breytingar á gjaldtöku fyrir tímabilið 9.-16. maí 2021 vegna lokana hjá nokkrum stofnunum sveitarfélagsins vegna Covid-19 veirunnar, þannig að greiðsluhlutdeild nái einungis til þeirrar þjónustu sem raunverulega var hægt að nýta þann tíma, þ.e. hjá leikskóla, grunnskóla, frístund og dagdvöl aldraðra.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

9.Niðurfelling gatnagerðargjalda

2105261

Vísað frá 976.fundi byggðarráðs frá 26. maí sl. þannig bókað:
"Byggðarráð samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að fella niður gatnagerðargjöld af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á íbúðarhúsalóðunum Laugaveg 19 og Birkimel 29 og Birkimel 30 í Varmahlíð. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Nýjar lóðir sem auglýstar verða til úthlutunar í kjölfar deiliskipulagsferlis fyrir frekari íbúðabyggð við Birkimel munu bera full gatnagerðargjöld enda verður gjaldinu varið til nýrrar gatnagerðar í tengslum við fyrirhugaða íbúðabyggð."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

10.Skagafjarðarveitur gjaldskrá júlí 2021

2105141

Visað frá 968. fundi byggðarráðs frá 2. júní þannig bókað:
"Lögð fram svohljóðandi bókun 77. fundar veitunefndar: "Á 72. fundi veitunefndar 4. des. 2020 var lagt til að gjaldskrá hitaveitu Skagafjarðarveitna yrði endurskoðuð á miðju ári 2021. Fyrir liggur rekstrarniðurstaða fyrsta ársfjórðungs 2021. Lögð var fram tillaga um 1,25% hækkun á gjaldskrá hitaveitu 1. júlí 2021. Veitunefnd samþykkir tillöguna og vísar til byggðarráðs. Lagt er til að gjaldskrá hitaveitunnar verði endurskoðuð á ný þegar hálfsársuppgjör liggur fyrir. Ítrekað er að afsláttarkjör stórnotenda verði yfirfarin eins og lagt var til á 72. fundi veitunefndar þann 4. des. 2020 og sviðsstjóra er falið að fylgja því eftir. Árni Egilsson skrifstofustjóri sat þennan lið." Byggðarráð samþykkir gjaldskrárbreytinguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

11.Jafnlaunastefna

2105304

Visað frá 986. fundi byggðarráðs frá 2. júní 2021 þannig bókað:
"Lögð fram drög að jafnlaunastefnu fyrir sveitarfélagið. Byggðarráð samþykkir jafnlaunastefnuna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Framlögð jafnlaunastefna borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

12.Sólgarðar lóð L221774, Sólgarðaskóli - Umsókn um byggingarleyfi og breytta notkun.

2105191

Vísað frá 407. fundi skipulags- og byggingarnefndar fráj 1. júní til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fyrir liggur umsókn frá Guðmundi Þór Guðmundssyni f.h. Eignasjóðs sveitarfélagsins Skagafjarðar, kt. 550698-2349 um leyfi til að breyta notkun Sólgarðaskóla sem stendur á lóðinni Sólgarðar lóð L221774 í Fljótum. Meðfylgjandi aðaluppdrættirnir eru gerðir á Veitu- og framkvæmdasviði Sveitarfélagsins Skagafjarðar af Guðmundi Þór Guðmundssyni, kt. 200857-5269. Uppdrættir eru í verki 3130, númer A-100 til A-105, dagsettir 4. maí 2021. Umrædd lóð er leigulóð í eigu Ríkisjóðs Íslands, kt. 540269-6459 og skilgreind sem viðskipta og þjónustulóð skv. upplýsingum úr fasteignaskrá Þjóðskrá Íslands. Óskað hefur verið umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til gr. 2.4.2. reglugerðar 112/2012.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við að gerðar verði breytingar á húsnæðinu. Skilgreind landnotkun á lóð verður uppfærð í tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Nefndin leggur til að fyrirhugaðar framkvæmdir verði grenndarkynntar í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum, að fyrirhugaðar framkvæmdir verði grenndarkynntar í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

13.Kárastígur 16 - Umsókn um byggingarleyfi.

2103239

Vísað frá 407. fundi skipulags- og byggingarnefndar fráj 1. júní til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Magnús Tómas Gíslason kt. 040776-5329 og Margrét Berglind Einarsdóttir kt. 180276-3199 þinglýstir eigendur Kárastígs 16 á Hofsósi, óska eftir við skipulags- og byggingarnefnd, að fyrirhugaðar framkvæmdir þeirra, þ.e. viðbygging við núverandi hús, allt að 70m2, verði grenndarkynntar í samræmi við 44. gr skipulagslaga nr.123/2010. Umsókn um byggingarleyfi var áður á dagskrá 12.maí 2021. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt nálægum hagsmunaaðilum skv. 44. gr.skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum, að fyrirhugaðar framkvæmdir verði grenndarkynntar í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

14.Lóðamál - Reglur um úthlutun lóða

2009236

Vísað frá 407. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 1. júní til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð eru fram drög að vinnureglum skipulags- og byggingarnefndar, vegna úthlutunar á byggingarlóðum í eigu sveitarfélagsins Skagafjarðar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir þau drög að vinnureglum sem fyrir fundinum liggja. Nefndin vísar drögun til sveitarstjórnar til staðfestingar."
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

15.Aðgerðráætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni

2106059

Lagður fram tölvupóstur dags. 4. júní 2021 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, ásamt bréfi forsætisráðherra og formanns sambandsins, er varða aðgerðaráætlun um forvarnir meðal barna- og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Málið var til kynningar.

16.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021

2101254

Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 28. maí 2021 var eftirfarandi bókað og samþykkt:
"Stjórn sambandsins hvetur sveitarfélög til að taka skýrslu Framtíðarseturs Íslands, sem kynnt var á landsþinginu 21. maí sl. til umræðu í sveitarstjórn og undirbúa sig þannig fyrir landsþing 2022." Málið var til kynningar.

17.Fundagerðir stjórnar SÍS 2021

2101003

Fundargerð 898. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. maí lögð fram til kynningar á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021

Fundi slitið - kl. 13:16.