Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

360. fundur 08. nóvember 2017 kl. 16:15 - 17:35 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
 • Sigríður Svavarsdóttir forseti
 • Sigríður Magnúsdóttir 1. varaforseti
 • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
 • Viggó Jónsson aðalm.
 • Þórdís Friðbjörnsdóttir aðalm.
 • Gunnsteinn Björnsson aðalm.
 • Bjarni Jónsson 2. varaforseti
 • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
 • Ingibjörg Huld Þórðardóttir 1. varam.
Starfsmenn
 • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
 • Kristín Jónsdóttir. ritari
Fundargerð ritaði: Kristín Jónsdóttir ritari
Dagskrá

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 795

1710005F

Fundargerð 795. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 360. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs.

 • Byggðarráð Skagafjarðar - 795 Lagður fram tölvupóstur frá Íbúðalánasjóð dagsettur 29.september s.l. þar sem sjóðurinn auglýsir eftir umsóknum til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum skv. lögum nr. 52/2016 og reglugerð nr. 555/2016 í síðari úthlutun ársins 2017.

  Markmið laga um almennar íbúðir er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga, sem eru undir tekju- og eignamörkum við upphaf leigu, með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði og stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda.

  Stofnframlög eru veitt til byggingar og kaupa á almennum íbúðum til að stuðla að því að í boði verði leiguíbúðir á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þ.m.t. fyrir námsmenn, ungt fólk, aldraða og fatlaða.

  Nauðsynlegt er að sækja jafnframt um stofnframlag hjá því sveitarfélagi þar sem viðkomandi íbúð er staðsett og er samþykki sveitarfélagsins eitt af skilyrðum fyrir veitingu stofnframlags ríkisins.

  Umsóknum skal skila á rafrænu formi á heimasíðu Íbúðalánasjóðs, www.ils.is. Umsóknarfrestur er til og með 31. október 2017. Umsókn sem berst eftir að umsóknarfrestur rennur út verður ekki tekin til umfjöllunar.

  Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Íbúðalánasjóðs, www.ils.is.
  Bókun fundar Afgreiðsla 795. fundar byggðarráðs staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 795 Lagt fram frá félags- og tómstundanefnd til afgreiðslu í byggðarráði stefna og viðbragðsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar gegn einelti, ofbeldi, kynferðislegri og kynbundinni áreitni sem er unnin í samræmi við reglugerð nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Félags- og tómstundanefnd hefur samþykkt stefnuna og viðbragðsáætlunina fyrir sitt leyti.
  Byggðarráð samþykkir stefnuna og viðbragðsáætlunina og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 10 "Viðbragðsáætlun vegna eineltis, áreitni og ofbeldis á vinnustað". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 795 Lagt fram frá félags- og tómstundanefnd leiðbeiningar um viðbrögð starfsmanna við brotlegri/ósiðlegri hegðun í sundlaugum og öðrum íþróttamannvirkjum Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Nefndin hefur samþykkt leiðbeiningarnar fyrir sitt leiti.
  Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi leiðbeiningar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 11 "Leiðbeiningar um viðbrögð við ólöglegri eða ósiðlegri hegðun". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 795 Lagt fram verðmat á Skagfirðingabraut 17-21, fnr: 213-2118 frá Ágústi Guðmundssyni löggiltum fasteignasala. Húsið er alls 905 fermetrar. Eigendur hússins eru Sveitarfélagið Skagafjörður 63,48%, Byggðastofnun 35% og Akrahreppur 1,52%. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar vill skoða hvort Byggðastofnun vilji selja Sveitarfélaginu Skagafirði sinn 35% hlut í húsinu.
  Byggðarráð mun óska eftir að fá forstjóra Byggðastofnunar á fund ráðsins til viðræðna.
  Bókun fundar Afgreiðsla 795. fundar byggðarráðs staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
 • 1.5 1709169 Kiwanishúsið
  Byggðarráð Skagafjarðar - 795 Sveitarfélagið Skagafjörður keypti fasteignina við Eyrarveg 14 fnr: 213-1397 af Kiwanisklúbbnum Drangey til flutnings árið 2013. Húsið hefur ekki verið fært ennþá og hefur nú Siglingaklúbburinn Drangey óskað eftir því að fá afnot af húsinu og það verði fært að núverandi smábátahöfn þar sem það fengi það hlutverk að styðja við uppbyggingu mannlífs við höfnina, tengdu frítíma og útivist, fræðslu og útikennslu og þjónustu er því tengdu og yrði í umsjá siglingaklúbbsins.
  Byggðarráð samþykkir að húsið verði flutt og að veita Siglingaklúbbnum Drangey afnot af húsinu gegn því að öll tilskilin leyfi fáist.

  Bókun fundar Afgreiðsla 795. fundar byggðarráðs staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 795 Hjartaheill, Samtök sykursjúkra, Samtök lungnasjúklinga og SÍBS í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Norðurlands og Vesturlands munu bjóða íbúum á Norðurlandi Vestra ókeypis heilsufarsmælingu 16-18 október næstkomandi. Mælingarnar ná til helstu áhættuþáttta lífsstílssjúkdóma þar sem mældur er blóðþrýstingur, blóðsykur, blóðfita, súrefnismettun, mittismál og styrkur. Jafnframt gefst þátttakendum kostur á að svara lýðheilsukönnun. Hjúkrunarfræðingur verður á staðnum og veitir ráðgjöf og eftirfylgd.
  SÍBS óskar eftir styrk í verkefnið með stöku fjárframlagi 50 til 100 þúsund krónur.
  Byggðarráð samþykkir að veita 50 þúsund krónur til verkefnisins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 795. fundar byggðarráðs staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 795 Lagt fram bréf frá Neytendasamtökunum með beiðni um styrk.
  Byggðarráð þakkar fyrir erindið en sér sér ekki fært að verða við erindinu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 795. fundar byggðarráðs staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 795 Lögð fram umsókn dagsett 23. september 2017, frá stjórn Villa Nova ehf. um styrk til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr., 5. gr. laga nr. 4/1995. Byggðarráð samþykkir að veita styrk sem nemur 30% af fasteignaskatti ársins 2017 skv. 5. gr. reglna sveitarfélagins um styrki til greiðslu fasteignaskatts. Bókun fundar Afgreiðsla 795. fundar byggðarráðs staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 795 Lagt fram erindi frá umhverfis- og auðlindaráðherra um ákvörðun um stækkun friðlands í Þjórsárverum. Í kjölfar friðlýsingarinnar mun Umhverfisstofnun hefja undirbúning að vinnu við gerð stjórnunar- og verndaráætlun fyrir svæðið. Sú vinna mun fara fram í samvinnu við sveitarstjórnir á svæðinu í samræmi við ákvæði 81.gr.laga um náttúruvernd, nr. 60/2013.
  Byggðarráð ítrekar við umhverfis- og auðlindaráðherra að höfð verði náin samvinna við sveitarfélögin.
  Bókun fundar Afgreiðsla 795. fundar byggðarráðs staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
 • 1.10 1710033 Húsnæðisþing 2017
  Byggðarráð Skagafjarðar - 795 Mánudaginn 16. október 2017 standa Íbúðalánasjóður og velferðarráðuneytið fyrir fyrsta húsnæðisþinginu. Húsnæðisþingið verður haldið á Hilton Nordica við Suðurlandsbraut á milli 10:00 og 16:30.

  Húsnæðisþingið er vettvangur umræðu og samstarfs í húsnæðismálum og mun þátttakendum gefast kostur á að spyrja þá sem koma að stjórnun húsnæðismála á Íslandi spurninga í pallborðsumræðum. Á þinginu verða meðal annars örinnlegg frá fólki sem þekkir húsnæðisvandann af eigin raun og fulltrúum þeirra sem eru að byggja húsnæði í dag. Þá verður fjallað um nýjar húsnæðisáætlanir sveitarfélaga og kynnt verður ný könnun um stöðu fólks á leigumarkaði ásamt fleiru.

  Byggðarráð hvetur alla sveitarstjórnarfulltrúa sem eiga heimangengt að fara.
  Bókun fundar Afgreiðsla 795. fundar byggðarráðs staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 795 Lögð fram dagskrá vegna haustþings SSNV sem verður haldið á Hvammstanga 20.október n.k. og hefst kl 9:30. Bókun fundar Afgreiðsla 795. fundar byggðarráðs staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 795 Meðfylgjandi er beiðni frá Sjávarútvegsráðuneyti um umsögn vegna laga um stjórn fiskveiða. Umsögnin lýtur að beiðni Samtaka smærri útgerða um að bann við notkun annarra veiðarfæra en línu og handfæra við veiðar skv. krókaaflamarki verði aflétt. Telja samtökin bannið feli í sér mismunun þar sem útgerðir aflamarksskipa hafi getað skipt um veiðarfæri til að bregðast við breyttum aðstæðum.
  Frestur er veittur til 16. okt. nk.
  Þau sveitarfélög sem hyggjast veita umsögn eru beðin um að senda umsögn sína á hádegi 13. október í síðasta lagi.

  Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggst gegn breytingum á takmörkunum við notkun veiðarfæra við veiðar samkvæmt krókaaflamarki. Mikilvægt er viðhalda kerfi sem stuðlar að gæðum í meðförum afla og jákvæðri markaðssetningu. Breytingar á kerfinu kunna að leiða til aukinnar einsleitni í útgerð og fækkun starfa.
  Bókun fundar Afgreiðsla 795. fundar byggðarráðs staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með átta atkvæðum.
  Bjarni Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 795 Lagt fram til kynningar samþykkt aðalfundar smábátafélagsins Drangeyjar um að félagið leggist gegn því að opnað verði fyrir dragnótaveiðar á Skagafirði innan núverandi marka. Bókun fundar Afgreiðsla 795. fundar byggðarráðs staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 796

1710008F

Fundargerð 796. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 360. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 796 Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar vill skoða hvort Byggðastofnun vilji selja Sveitarfélaginu Skagafirði sinn 35% hlut í húsinu Skagfirðingabraut 17-21, fnr: 213-2118. Málið áður á dagskrá byggðarráðs 12.10.2017.
  Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar og Magnús Helgasons forstöðumaður rekstrarssviðs Byggðastofnunar komu á fundinn undir þessum dagskrárlið.
  Byggðarráð samþykkir að senda Byggðastofnun tilboð í eignarhluta þeirra.
  Bókun fundar Afgreiðsla 796. fundar byggðarráðs staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 796 Félags og tómstundanefnd samþykkti tillögu félagsmálastjóra að breyttu orðalagi 1. mgr. 11. gr. reglna um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og foreldragreiðslur, sbr. bókun nefndarinnar 18. maí 2017. 1. málsgrein 11. greininar hljóðar þá: "Foreldrar geta sótt um foreldragreiðslur ef þeim stendur hvorki til boða pláss hjá dagforeldrum né í leikskóla. Foreldragreiðslur eru greiddar eftir á, frá fyrstu mánaðamótum eftir að barn nær 9 mánaða aldri."
  Einnig er samþykkt að 2. gr. reglnanna verði breytt og ákvæði um ömmuleyfi og au-pair verði fjarlægt. 2. grein hljóðar þá svo: "Dagforeldri verður að hafa leyfi samkv. reglugerð nr. 907/2005."
  Byggðarráð samþykkir tillögurnar og vísar þeim til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 12 "Reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og foreldragreiðslur". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 796 Lagt fram verðmat á íbúð að Sæmundargötu 5(C)fnr: 213-2311. Íbúðin er á jarðhæð í austurhluta hússins og er 37,6 fm ásamt geymslu 4,6 fm. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera tilboð í íbúðina. Bókun fundar Afgreiðsla 796. fundar byggðarráðs staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 796 Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að selja húsið að Suðurgötu 7 á Hofsós. Húsið hýsti áður leikskólann á Hofsósi. Byggðarráð samþykkir að fela Fasteignasölu Sauðárkróks að óska eftir tilboðum í húsið. Bókun fundar Afgreiðsla 796. fundar byggðarráðs staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 796 Lagt fram minnisblað frá eignasjóði Sveitarfélagsins Skagafjarðar varðandi skoðun á húsi sem stendur á hlaðinu við Listaháskóla Íslands og hefur verið nýtt sem kennslustofa. Húsið er auglýst til sölu og flutnings frá Sölvhólsgötu 13 eða Listaháskóla Íslands. Húsið er 79 fm og er byggt úr timbri árið 2003.
  Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar vill láta skoða hvort og með hvaða hætti væri hægt að nýta húsið við Leikskólann Ársali til að leysa úr þeim langa biðlista sem er við leikskólann. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 796. fundar byggðarráðs staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 796 Lagt fram bréf til byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá Skagabyggð þar sem sveitarstjórn Skagabyggðar slítur sameiningarviðræðum við Sveitarfélagið Skagafjörð. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar þakkar Skagabyggð fyrir samtalið og óskar þeim velfarnaðar. Bókun fundar Afgreiðsla 796. fundar byggðarráðs staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 797

1710011F

Fundargerð 797. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 360. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 797 Lagt fram erindi frá íbúum Barmahlíðar 2, Skúla Bragasyni og Guðmundi Vilhelmssyni. Í erindinu kemur fram að íbúðarhús þeirra hafið notið útsýnis út á fjörðinn en geri það ekki lengur þar sem trjágróður í gilinu norðan við hús þeirra sé orðinn mjög hávaxin. Fara þeir þess á leit við sveitarstjórn að hæfilega verði grisjað þarna af þessum sökum.
  Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og samgöngunefnar til skoðunar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 797. fundar byggðarráðs staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 797 Lögð fram tillaga að viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun ársins 2017 ásamt greinargerð. Viðaukinn hefur eftirfarandi áhrif á rekstrarreikning A- og B-hluta:
  A-hluti, lækkun nettó útgjalda um 19.795 þús.kr.
  B-hluti, hækkun nettó útgjalda um 19.795 þús.kr.

  Byggðarráð samþykkir framangreinda tillögu að viðauka og vísar honum til samþykkis sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 13 "Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2017". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 797 Byggðarráð samþykkir að útsvarshlutfall fyrir árið 2018 í Sveitarfélaginu Skagafirði verði óbreytt, þ.e. 14,52% af útsvarsstofni og vísar tillögunni til samþykktar sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 14 "Útsvarshlutfall árið 2018". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 797 Lögð fram tillaga um gjaldskrá fasteignagjalda 2018:

  Fasteignaskattur A-flokkur 0,50%

  Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%

  Fasteignaskattur C-flokkur 1,65%

  Lóðarleiga íbúðarlóða 1,50%

  Lóðarleiga atvinnulóða 2,50%

  Leiga beitarlands 0,50 kr./m2

  Leiga ræktunarlands utan þéttbýlis 0,90 kr./m2

  Leiga ræktunarlands í þéttbýli 1,25 kr./m2

  Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði níu frá 1. febrúar 2018 til 1. október 2018. Heildarálagning á fasteign sem ekki nær 350 kr. fellur niður. Ef álagning fasteignagjalda á fasteign nær ekki 24.500 kr. á gjaldanda, verður öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 1. febrúar 2018. Einnig verður gefinn kostur á því að gjaldendur geti greitt upp fasteignagjöldin á einum gjalddaga og eigi síðar en 10. maí 2018, séu þau jöfn eða umfram 24.500 kr.

  Álagningarseðlar fasteignagjalda verða ekki sendir til gjaldenda, nema þeirra sem óska sérstaklega eftir því. Allir greiðendur geta nálgast rafræna útgáfu álagningarseðils í Íbúagátt sveitarfélagsins og á island.is

  Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 15 "Álagning fasteignagjalda 2018". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 797 Lögð fram drög að reglum um veitingu stofnframlaga skv. lögum nr. 52/2016 um almennar íbúðir fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.
  Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 16 "Reglur um stofnframlög". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 797 Byggðarráð samþykkti á fundi sínum þann 19.október s.l. að gera tilboð í húseignina að Sæmundargötu 5, fnr: 213-2311. Fyrir fundinum liggur gagntilboð frá seljanda.
  Byggðarráð samþykkir að ganga að gagntilboði seljanda.
  Bókun fundar Afgreiðsla 797. fundar byggðarráðs staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 797 Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar því að Flugfélagið Ernir ætli að hefja áætlunarflug til Sauðárkróks þann 1.desember n.k. Bókun fundar Afgreiðsla 797. fundar byggðarráðs staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 797 Vernharð Guðnason, slökkviliðsstjóri, sem verið hefur í launalausu leyfi frá 1.desember 2016, hefur sagt upp starfi sínu hjá Brunavörnum Skagafjarðar frá og með 1.desember n.k. Svavar Atli Birgisson, varaslökkviliðsstjóri hefur gegnt starfi slökkviliðsstjóra í leyfi Vernharðs Guðnasonar. Sveitarstjóri leggur til að Svavar Atli Birgisson verði ráðinn sem slökkviliðsstjóri frá 1.desember n.k. og að auglýst verði eftir varaslökkviliðsstjóra. Byggðarráð samþykkir tillöguna.
  Byggðarráð þakkar Vernharði Guðnasyni samstarfið á liðnum árum og óskar Svavari Atla velfarnaðar í starfi.
  Bókun fundar Afgreiðsla 797. fundar byggðarráðs staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 797 Lagt fram til kynningar tölvupóstur frá Markaðsstofu Norðurlands og flugklasanum Air 66N. Þar segir m.a.:
  Markaðsstofa Norðurlands og flugklasinn AIR 66N hafa um árabil unnið að því markmiði klasans að koma á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll. Nú í janúar og febrúar mun ferðaskrifstofan Super Break í Bretlandi fljúga 2svar í viku frá Bretlandi til Akureyrar, samtals 14 flug á 7 vikum.

  Enn eru þó hindranir í veginum m.a. sú að eldsneyti fyrir flugvélar í millilandaflugi er dýrara á Akureyri en í Keflavík. Ástæðan er sú að kostnaði við flutning á eldsneytinu sem er öllu skipað upp í Helguvík er bætt ofan á grunnverð og þannig verður eldsneytið dýrara eftir því sem lengra dregur frá Helguvík.

  Það er mjög mikilvægt að ná betri dreifingu ferðamanna um landið allt. Til þess þarf að byggja upp fleiri áfangastaði fyrir millilandaflug en Keflavík.
  Bókun fundar Afgreiðsla 797. fundar byggðarráðs staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 797 Lagt fram til kynningar fundargerð síðasta stjórnarfundar SSNV, dags. 19. október 2017.

  Auk þess fundargerð úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra dags. 19. sept. 2017 og fundargerð starfshóps um almenningssamgöngur dags. 8. sept. 2017.
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017.

4.Byggðarráð Skagafjarðar - 798

1711001F

Fundargerð 798. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 360. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 798 Lögð fram til kynningar áfangaskýrsla flugklasans Air 66N sem fjallar um starfið undanfarna mánuði. Flugklasinn sendir þakkir fyrir áframhaldandi stuðning sveitarfélagsins við flugklasann næstu tvö árin.
  Bókun fundar Afgreiðsla 797. fundar byggðarráðs staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 798 Lagt fram bréf frá Fiskistofu sem greinir frá því að í sumar hafi verið innheimt sérstakt gjald af strandveiðibáðum. Gjaldið á að greiða hverri höfn í hlutfalli viðkomandi hafnar í heildarafla sem fenginn var við strandveiðar tímabilið 1.maí 2017 til 31.ágúst 2017. Sveitarfélagið Skagafjörður fær greitt kr. 93.340 vegna Hofsóshafnar og 357.720 vegna Sauðárkrókshafnar. Bókun fundar Afgreiðsla 797. fundar byggðarráðs staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 798 Lagt fram bréf frá dómsmálaráðuneyti til allra sveitarfélaga vegna greiðslu kostnaðar við alþingiskosningar 28. október 2017. Samkvæmt 123. gr. c liðar laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000, ber að greiða úr ríkissjóði nauðsynlegan kostnað við störf undirkjörstjórna og kjörstjórna auk kostnaðar við húsnæði til kjörfunda, kjörkassa og önnur áhöld vegna kosninganna.


  Bókun fundar Afgreiðsla 797. fundar byggðarráðs staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 798 Lagður fram tölvupóstur frá Bjarna Jónssyni um að fallin væri niður sú friðun sem sett var á innsta hluta Skagafjarðar fyrir veiðum með dragnót. Málið áður á dagskrá byggðarráðs 12.október s.l.

  Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar vill ítreka bókun sína á fundi ráðsins þann 12.október s.l. þar sem óskað var eftir umsögn sveitarfélagsins á breytingum á takmörkunum við notkun veiðarfæra við veiðar samkvæmt krókaaflamarki sem varað hefur s.l. 7 ár á Skagafirði. Mikilvægt er viðhalda kerfi sem stuðlar að gæðum í meðförum afla og jákvæðri markaðssetningu. Breytingar á kerfinu kunna að leiða til aukinnar einsleitni í útgerð og fækkun starfa.

  Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir harðlega ákvörðun ráðherra um afléttingu friðunar á hluta Skagafjarðar fyrir dregnum veiðarfærum s.s. dragnót og leggst gegn breytingum á takmörkunum við notkun veiðarfæra við veiðar samkvæmt krókaaflamarki. Sveitarfélagið harmar að ekki hafi verið tekið tillit til umsagnar sveitarfélagsins sem send var frá sveitarfélaginu þann 13.október s.l. og ítrekað þann 31.október s.l. Byggðarráð skorar á ráðherra að endurskoða ákvörðun sína og óskar eftir fundi með ráðherra vegna málsins hið fyrsta.
  Bókun fundar Afgreiðsla 797. fundar byggðarráðs staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með átta atkvæðum. Bjarni Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 798 Undir þessum lið sátu Jón Karl Ólafsson, Hjördís Þórhallsdóttir og Arnar Sigurðsson frá Ísavia, Ásgeir Örn Þorsteinsson og Hörður Guðmundsson frá Flugfélaginu Ernir, auk Svavars Atla Birgissonar og Sigfúsar Inga Sigfússonar frá Sveitarfélaginu Skagafirði. Rætt um fyrirkomulag flugs til Sauðárkróks sem hefst 1.desember n.k. og er tilraunaverkefni til 6 mánaða. Bókun fundar Afgreiðsla 797. fundar byggðarráðs staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 798 Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins fyrir tímabilið janúar-september 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 797. fundar byggðarráðs staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
 • 4.7 1710177 Kjörstaðir 2017
  Byggðarráð Skagafjarðar - 798 Lagður fram tölvupóstur frá formanni yfirkjörstjórnar NV kjördæmis,Inga Tryggvasyni, þar sem hann ítrekar beiðni sína um að kjörstöðum í Sveitarfélaginu Skagafirði verði fækkað m.a. til að flýta fyrir talningu atkvæða. Bókun fundar Afgreiðsla 797. fundar byggðarráðs staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 798 Lagt fram til kynningar bréf frá Landsneti þar sem kynnt eru áform um jarðstrengslögn frá Varmahlíð til Sauðárkróks. Bókun fundar Afgreiðsla 797. fundar byggðarráðs staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.

5.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 50

1710004F

Fundargerð 50. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 360. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 50 Til fundar komu Sigríður Sigurðardóttir og Guðný Zoëga frá Byggðasafni Skagfirðinga til almennrar yfirferðar yfir starfsemi og rekstur Byggðasafns Skagfirðinga. Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
 • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 50 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að lögreglusamþykkt fyrir Norðurland vestra. Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
 • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 50 Lögð fram samantekt um starfsemi Flugklasans á liðnum mánuðum og yfirlit yfir það sem framundan er. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar fyrir samantektina og vonar að reglubundið millilandaflug til Norðurlands eigi framtíðina fyrir sér. Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
 • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 50 Lagt fram til kynningar minnisblað um fyrirhugað áætlunarflug á milli Reykjavíkur og Sauðárkróks. Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.

6.Landbúnaðarnefnd - 194

1710007F

Fundargerð 194. fundar landbúnaðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 360. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Landbúnaðarnefnd - 194 Lagt fram bréf dagsett 3. september 2017 frá Pétri Stefánssyni, kt. 120754-5649, f.h. sonar síns Arons Péturssonar, kt. 030392-3539, eiganda jarðarinnar Kirkjuhóls í Skagafirði, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar vegna stofnunar lögbýlis. Á jörðinni fer fram sauðfjárrækt. Fyrir liggja meðmæli ráðunauts hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins með að stofnun nýs lögbýlis á jörðinni verði samþykkt.
  Landbúnaðarnefnd sér ekkert því til fyrirstöðu að lögbýlið sé stofnað og mælir með að það hljóti staðfestingu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr 16, Kirkjuhóll (146050) í Skagafirði - stofnun lögbýlis. Samþykkt samhljóða.
 • Landbúnaðarnefnd - 194 Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Arnbjörgu Lúðvíksdóttur, kr. 141061-2759, dagsett 11. október 2017. Sótt er um leyfi fyrir 10 hænur á íbúðarhúsalóð að Skógargötu 20, Sauðárkróki.
  Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda hæna en ítrekar að hanahald er ekki leyfilegt í íbúabyggð í þéttbýli í Skagafirði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 194. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. október 2017 með níu atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 194 Undanfarin þrjú ár hefur ríkið tekið þátt í kostnaði sveitarfélaga við refaveiðar. Á fjárlögum fyrir þessi ár var gert ráð fyrir 30 milljónum á ári í verkefnið árin 2014-2016. Forsenda fjárveitingarinnar var að gerðir væru samningar við sveitarfélögin um endurgreiðslur. Gert er ráð fyrir að endurgreiðslan nemi allt að þriðjungi kostnaðar sveitarfélaga. Umhverfisstofnun hefur nú gert nýja áætlun til þriggja ára um refaveiðar fyrir árin 2017-2019. Markmiðið með áætluninni er að tryggja áfram upplýsingaöflun og samráð við helstu hagsmunaaðila. Þannig megi byggja upp enn betri grunn fyrir ákvarðanatöku um veiðar á ref. Áætlunin byggir að stærstum hluta á fyrri áætlun og er í grunninn eins en lögð verður aukin áhersla á ákveðin atriði sem fjallað er um í áætluninni.
  Endurgreiðsla ríkisins á hluta kostnaðar við refaveiðar til sveitarfélaga byggir á að gerður verði samningur til þriggja ára í senn sem byggir á áætlun sveitarfélaga um að lágmarka það tjón til lengri tíma litið sem refurinn er talinn valda á landsvæði viðkomandi sveitarfélaga. Fyrir liggur áætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem send var til Umhverfisstofnunar 14. ágúst sl.
  Bókun fundar Afgreiðsla 194. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. október 2017 með níu atkvæðum.
 • 6.4 1710083 Girðingamál
  Landbúnaðarnefnd - 194 Landbúnaðarnefnd leggur áherslu á að ráðist verði í úrbætur á girðingum í kringum Sauðárkrók þannig að tryggt sé að sauðfé eigi ekki greiða leið inn í þéttbýlið. Sérstaklega er alvarlegt að sauðfé eigi greiða leið að lóð sláturhúss KS með tilheyrandi smithættu. Nefndin felur starfsmanni að óska eftir að fulltrúi Vegagerðarinnar mæti á næsta fund hennar til að ræða úrbætur í þessum efnum sem og varðandi girðingu í Unadal og önnur svæði sem þarf að huga að til að auka öryggi á vegsvæðum í Skagafirði. Bókun fundar Afgreiðsla 194. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. október 2017 með níu atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 194 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hofsafréttar fyrir árið 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 194. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. október 2017 með níu atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 194 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Deildardals fyrir árið 2016 Bókun fundar Afgreiðsla 194. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. október 2017 með níu atkvæðum.

7.Veitunefnd - 42

1710013F

Fundargerð 42. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 360. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Veitunefnd - 42 Farið var yfir mögulega kosti vegna hitaveituvæðingar í Óslandshlið, Viðvíkursveit og Hjaltadal. Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar veitunefndar staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
 • Veitunefnd - 42 Farið yfir gjaldskrár og rekstrartölur Skagafjarðarveitna.
  Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar veitunefndar staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
 • Veitunefnd - 42 Umsóknarfrestur fyrir A-hluta verkefnisins Ísland Ljóstengt fyrir árið 2018 er 9. nóvember nk.
  Sviðstjóra falið að sækja um styrk fyrir ljósleiðaravæðingu fyrir þau svæði sem eftir eru.
  Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar veitunefndar staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
 • Veitunefnd - 42 Áform Landsnets um jarðstrenglögn frá Varmahlíð til Sauðárkróks lögð fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar veitunefndar staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
 • Veitunefnd - 42 Endurskoðun löggjafar á sviði orkumála lögð fram til kynningar ásamt umsögn Samorku um endurskoðunina. Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar veitunefndar staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
 • Veitunefnd - 42 Lagt var fram til samþykktar kynningarbréf til fasteignaeigenda við Steinsstaði til að kanna áhuga þeirra á tengingu við vatnsveitu Skagafjarðarveitna.
  Veitunefnd samþykkir að senda kynningarbréfið til viðkomandi aðila.
  Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar veitunefndar staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.

8.Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 13

1710009F

Fundargerð 13. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks lögð fram til afgreiðslu á 360. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 13 Farið yfir opnun tilboða í útboðsverkið Sundlaugin á Sauðárkróki. Tilboðin voru opnuð fimmtudaginn 14.september 2017 á skrifstofu Stoðar ehf, verkfræðistofu, kl. 13. Eitt tilboð barst frá K- Tak ehf sem var 128,6% af kostnaðaráætlun.
  Bygginganefnd samþykkir að óska eftir fundi með bjóðanda ásamt fulltrúum verkfræðistofunnar, þriðjudaginn 24.október n.k. kl 10.
  Bókun fundar Fundargerð 13. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.

9.Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 14

1710010F

Fundargerð 14. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks lögð fram til afgreiðslu á 360. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 14 Til fundarins komu Knútur Aadnegard og Hörður Knútsson frá K-Tak ehf og Atli Gunnar Arnórsson frá Verkfræðistofunni Stoð ehf. Farið var yfir tilboð í Sundlaug Sauðárkróks frá 14.september s.l. Bókun fundar Fundargerð 14. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.

10.Viðbragðsáætlun vegna eineltis, áreitni og ofbeldis á vinnustað

1607136

Vísað frá 795. fundi byggðarráðs 12. október sl. til afgreiðslu í sveitartjórn stefna og viðbragðsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar gegn einelti, ofbeldi, kynferðislegri og kynbundinni áreitni sem er unnin í samræmi við reglugerð nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Félags- og tómstundanefnd hefur samþykkt stefnuna og viðbragðsáætlunina fyrir sitt leyti.

Ofangreind stefna og viðbragðsáætlun borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu aktvæðum.

11.Leiðbeiningar um viðbrögð við ólöglegri eða ósiðlegri hegðun

1707132

Vísað frá 795. fundi byggðarráðs, 12. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, leiðbeiningar um viðbrögð starfsmanna við brotlegri/ósiðlegri hegðun í sundlaugum og öðrum íþróttamannvirkjum Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Nefndin hefur samþykkt leiðbeiningarnar fyrir sitt leiti.

Fyrirliggjandi leiðbeiningar eru bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.

12.Reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og foreldragreiðslur

1703008

Félags og tómstundanefnd samþykkti tillögu félagsmálastjóra að breyttu orðalagi 1. mgr. 11. gr. reglna um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og foreldragreiðslur, sbr. bókun nefndarinnar 18. maí 2017. 1. málsgrein 11. greininar hljóðar þá: "Foreldrar geta sótt um foreldragreiðslur ef þeim stendur hvorki til boða pláss hjá dagforeldrum né í leikskóla. Foreldragreiðslur eru greiddar eftir á, frá fyrstu mánaðamótum eftir að barn nær 9 mánaða aldri."
Einnig er samþykkt að 2. gr. reglnanna verði breytt og ákvæði um ömmuleyfi og au-pair verði fjarlægt. 2. grein hljóðar þá svo: "Dagforeldri verður að hafa leyfi samkv. reglugerð nr. 907/2005."

Byggðarráð samþykki tillögurnar og vísaði þeim til agreiðslu sveitarstjórnar.

Ofangreindar tillögur bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.

13.Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2017

1708162

Vísað frá 797. fumdi byggðarráðs 26. október 2017 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram tillaga að viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun ársins 2017 ásamt greinargerð. Viðaukinn hefur eftirfarandi áhrif á rekstrarreikning A- og B-hluta: A-hluti, lækkun nettó útgjalda um 19.795 þús.kr. B-hluti, hækkun nettó útgjalda um 19.795 þús.kr.
Framangreind tillaga að viðauka borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

14.Útsvarshlutfall árið 2018

1710142

Vísað frá 797. fundi byggðarráðs 26. október til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að útsvarshlutfall fyrir árið 2018 í Sveitarfélaginu Skagafirði verði óbreytt, þ.e. 14,52% af útsvarsstofni.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og smþykkt með níu atkvæðum.

15.Álagning fasteignagjalda 2018

1710143

Vísað frá 797. fundi byggðarráðs 26.október til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Lögð fram tillaga um gjaldskrá fasteignagjalda 2018:

Fasteignaskattur A-flokkur 0,50%

Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%

Fasteignaskattur C-flokkur 1,65%

Lóðarleiga íbúðarlóða 1,50%

Lóðarleiga atvinnulóða 2,50%

Leiga beitarlands 0,50 kr./m2

Leiga ræktunarlands utan þéttbýlis 0,90 kr./m2

Leiga ræktunarlands í þéttbýli 1,25 kr./m2

Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði níu frá 1. febrúar 2018 til 1. október 2018. Heildarálagning á fasteign sem ekki nær 350 kr. fellur niður. Ef álagning fasteignagjalda á fasteign nær ekki 24.500 kr. á gjaldanda, verður öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 1. febrúar 2018. Einnig verður gefinn kostur á því að gjaldendur geti greitt upp fasteignagjöldin á einum gjalddaga og eigi síðar en 10. maí 2018, séu þau jöfn eða umfram 24.500 kr.

Álagningarseðlar fasteignagjalda verða ekki sendir til gjaldenda, nema þeirra sem óska sérstaklega eftir því. Allir greiðendur geta nálgast rafræna útgáfu álagningarseðils í Íbúagátt sveitarfélagsins og á island.is

Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

16.Reglur um stofnframlög

1611119

Vísað frá 797. fundi byggðarráðs til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Lögð fram drög að reglum um veitingu stofnframlaga skv. lögum nr. 52/2016 um almennar íbúðir fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.

Framangreind drög borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.

17.Kirkjuhóll (146050) í Skagafirði - stofnun lögbýlis

1709020

Lagt fram bréf dagsett 3. september 2017 frá Pétri Stefánssyni, kt. 120754-5649, f.h. sonar síns Arons Péturssonar, kt. 030392-3539, eiganda jarðarinnar Kirkjuhóls í Skagafirði, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar vegna stofnunar lögbýlis. Á jörðinni fer fram sauðfjárrækt. Fyrir liggja meðmæli ráðunauts hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins með að stofnun nýs lögbýlis á jörðinni verði samþykkt. Landbúnaðarnefnd sér ekkert því til fyrirstöðu að lögbýlið sé stofnað og mælir með að það hljóti staðfestingu sveitarstjórnar.
Borið upp og samþykkt með átta atkvæðum.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 17:35.