Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

23. fundur 28. apríl 1999 kl. 12:00 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Sveitarstjórn Skagafjarðar

Fundur 23 - 28.04.1999

            Ár 1999, hinn 28. apríl, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 12.oo.

Mætt voru;

            Gísli Gunnarsson, Helgi Sigurðsson, Brynjar Pálsson, Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Snorri Styrkársson, Pétur Valdimarsson, Sigurður Friðriksson, Stefán Guðmundsson, Elinborg Hilmarsdóttir og Herdís Sæmundardóttir, ásamt sveitarstjóra Snorra B. Sigurðssyni.

 

Forseti setti fund og lýsti dagskrá:

1. Kjörskrá og kjördeildir vegna Alþingiskosninga 8. maí 1999.

2. Bréf frá Skátafélaginu Eilífsbúum.

 

Afgreiðslur:

1. Snorri Björn Sigurðsson kynnti hvernig standa á að framlagningu kjörskrár í sveitarfélaginu, vegna Alþingiskosninga þann 8. maí n.k.

Þá kynnti hann skiptingu sveitarfélagsins í kjördeildir og auglýsingar þar um.

Lagt er til að skipting í kjördeildir verði sem hér segir:

Í Kjördeild I í Félagsheimilinu Skagaseli kjósa íbúar fyrrum Skefilsstaðahrepps.

Í Kjördeild II í Bóknámshúsi Fjölbrautaskóla Norðurl. vestra kjósa íbúar fyrrum Sauðárkrókskaupstaðar, Rípurhrepps og Skarðshrepps.

Í Kjördeild III á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki kjósa vistmenn sem þar eiga lögheimili, svo og þeir sem lögheimili eiga á dvalarheimilinu Sauðá.

Í Kjördeild IV í Félagsheimilinu Miðgarði kjósa íbúar fyrrum Staðarhrepps og Seyluhrepps.

Í Kjördeild V í Félagsheimilinu Árgarði kjósa íbúar fyrrum Lýtingsstaðahrepps.

Í Kjördeild VI í Grunnskólanum á Hólum í Hjaltadal kjósa íbúar fyrrum Viðvíkurhrepps og Hólahrepps.

Í Kjördeild VII í Félagsheimilinu Höfðaborg kjósa íbúar fyrrum Hofshrepps.

Í Kjördeild VIII í Grunnskólanum á Sólgörðum kjósa íbúar fyrrum Fljótahrepps.

Þessi skipan í kjördeildir borin upp og samþykkt samhljóða.

 

2. Lagt fram bréf frá Skátafélaginu Eilífsbúum, þar sem sveitarstjórn er boðið til  hátíðarfundar laugardaginn 1. maí n.k. í tilefni af 70 ára skátastarfi á Sauðárkróki.

Sveitarstjórn þakkar gott boð.

 

Dagskrá tæmd.    Fundargerð upplesin og samþykkt.   Fundi slitið kl. 12.45.

 

Herdís Á. Sæmundard.                                  Elsa Jónsdóttir, ritari

Elinborg Hilmarsdóttir                                    Snorri Björn Sigurðsson

Stefán Guðmundsson

Sigurður Friðriksson

Gísli Gunnarsson

Árni Egilsson

Sigrún Alda Sighvats

Brynjar Pálsson

Helgi Sigurðsson

Snorri Styrkársson

Pétur Valdimarsson