Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

18. fundur 26. janúar 1999 kl. 14:00 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Sveitarstjórn Skagafjarðar

Fundur 18 - 26.01.99

 

            Ár 1999, hinn 26.janúar, kom Sveitarstjórn saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 14.00.

            Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Páll Kolbeinsson, Brynjar Pálsson, Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Stefán Guðmundsson, Snorri Styrkársson, Ingibjörg Hafstað, Einar Gíslason, og Herdís Á. Sæmundard. ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.

 

Forseti setti fund og lýsti dagskrá:

 

1.  FUNDARGERÐIR;

 1. Byggðarráð  14. og 21.  jan.
 2. Menn.-íþr.- og æskul.nefnd 11. og 18.  jan.
 3. Félagsmálanefnd 19. jan.
 4. Skólanefnd 19. jan.
 5. Byggingan. Gr.sk.Skr. 18. jan.
 6. Umhv.-og tækninefnd 11. og 15. jan.
 7. Veitustjórn 13. jan.
 8. Landbúnaðarnefnd 12. jan.
 9. Atv.-og ferðamálanefnd 15. jan.

           

2. KOSNINGAR

- Tveir úttektarmenn og tveir til vara.

 

3. BRÉF OG KYNNTAR FUNDARGERÐIR

-  Byggingarnefnd leikskóla í Varmahlíð 8. des.

 

Afgreiðslur:

 

1. FUNDARGERÐIR;

    a)  Byggðarráð 14. janúar.

    Dagskrá:

 1. Viðræður við form. og varaform. umhverfis- og tækninefndar.
 2. Mál vísað frá sveitarstjórn.
  a)    1. og 2. liður skólanefndar frá 22. des. sl.
  b)   Tillaga varðandi greiðslur fyrir námskeið.
 3. Erindi frá sýslumanni.
 4. Bréf frá Loðskinni hf.
 5. Viðræður sv.stjóra við Magnús Daníelsson.
 6. Laun leikskólastjóra.
 7. Bókun.

Herdís Á. Sæmundard. skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Samþykkt að vísa 3. lið til afgreiðslu með 2. lið dagskrár.  Fundargerðin að öðru leyti borin upp og samþykkt samhljóða.

 
Byggðarráð 21. janúar.

    Dagskrá:

 1. Umsóknir um starf aðalbókara.
 2. Kjaramál leikskólastjóra.
 3. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu.
 4. Beiðnir um niðurfellingu.
 5. Bréf frá Sjávarleðri.
 6. Bréf frá Sögufélagi Skagfirðinga.
 7. Bréf frá Una Péturssyni og Ómari Unasyni.
 8. Tillaga.
 9. Tillaga.
 10.  Samningur um kaup á gripahúsum við Suðurgötu.

Herdís Á. Sæmundard. skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Stefán Guðmundsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 10. liðar.  Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.

 

b) Menningar-íþr.-og æskulýðsnefnd 11. janúar.

    Dagskrá:

 1. Erindi frá ríkislögreglustjóra,-Árni Pálsson rannsóknarlögreglu­maður og Ríkarður Másson sýslumaður Skagf. mæta á fundinn.
 2. Forvarnarnefnd.
 3. Félagsmiðstöð - heimsókn.
 4. Tómstundamál.
 5. Önnur mál.

 

Menningar-Íþr.-og æskulýðsnefnd 18. janúar.

    Dagskrá:

 1. Skipulag safnamála.
 2. Bréf frá Vesturfarasetri.
 3. Bréf frá Birni Sighvats v/flugeldasýningu.
 4. Menningarhús.

Snorri Björn Sigurðsson skýrði fundargerðirnar.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðirnar bornar upp saman og samþ. samhljóða.

 

c)  Félagsmálanefnd 19. janúar.

     Dagskrá:

     1.   Húsnæðismál.
     2.   Ný reglugerð um húsaleigubætur.
     3.   Umræður um jafnréttisáætlun.
     4.   Umræður um drög að fjárhagsáætlun.
     5.   Trúnaðarmál.
     6.   Önnur mál.

Elinborg Hilmarsdóttir skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.

 

d) Skólanefnd 19. janúar.

    Dagskrá:

 1. Erindi vegna akstursmála. 
 2. Starfsmannamál. 
  a)    Bréf v/leikskólafulltrúa. 
  b)   Bréf v/sérkennslufulltrúa.
 3. Námskeið SÍS fyrir sveitarstjórnarmenn – kynning.
 4. Samningar við skólastjóra.
 5. Umræður um kvótastörf í skólum (vegna fjárhagsáætlunar).
 6. Bréf frá foreldrafélögum skólanna að Hólum.
 7. Drög að erindisbréfi skólastjóra.
 8. Eignaskrá Grunnskóla Rípurhrepps.
 9. Erindi vegna GLOBE skólaverkefnis.
 10. Fyrstu punktar vegna stefnumótunar frá Grunnsk. að Hólum.
 11. Önnur mál.
  a)    Ósk um leigu á skólastjórahúsi að Sólgörðum.
  b)   Ósk um leigu á skólamannvirkjum að Sólgörðum í sumar.

Páll Kolbeinsson skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin upp og samþ. samhljóða.

           

e)  Bygg.nefnd Grunnskóla Sauðárkróks 18. janúar.

     Dagskrá:

     1.   Staða í hönnunarmálum Grunnskóla Sauðárkróks.

Einar Gíslason skýrði fundargerðina.  Þá tóku til máls Snorri Styrkársson, Herdís Á. Sæmundard. og Stefán Guðmundsson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin upp og samþ. samhljóða.

 

f)  Umhverfis- og tækninefnd 11. janúar.

    Dagskrá:

    1.  Deiliskipulag gamla bæjarhlutans á Sauðárkróki.

 

Umhverfis- og tækninefnd 15. janúar.

    Dagskrá:

 1. Umsókn um framkvæmdaleyfi til lagningar Tindastólsvegar frá Skagavegi að Lambárbornum – umsækjandi Vegagerð ríkisins.
 2. Þverárfjallsvegur.  Aðkoma að Sauðárkróki að norðan. Vegagerð ríkisins óskar umsagnar um tvær veglínur I og II.
 3. Hlíðarstígur 2 og Skógargata 20 Sauðárkrók Gísli V. Björnsson eigandi eignanna óskar eftir breytingu á lóðarmörkum milli eignanna.
 4. Birkimelur 10 Varmahlíð.  Helgi Gunnarsson og Kristín Jóhannesdóttir Birkimel 8a, sækja um lóðina og óska jafnframt eftir breytingu á aðkomu að lóðinni.
 5. Álfgeirsvellir – umsókn um byggingarleyfi fyrir mjaltahús.  Umsækjandi Marinó Sigurðsson.
 6. Áramótabrennur – umræður um nauðsyn þess að setja reglur um áramótabrennur.
 7. Bréf Skipulagsstofnunar ríkisins dags. 7. jan. 1999.
 8. Umf. Tindastóll óskar eftir leyfi til að setja upp veltiskilti við gatnamót Sauðárkróksbrautar og þjóðvegar 1 í Varmahlíð.
 9. Aðalgata 5 Sauðárkróki – sótt um leyfi til að breyta útliti og innraskipulagi. Umsækjandi Guðrún Sölvadóttir fh. Sauðárkróksbakarís.
 10. Víðidalur – umsókn um leyfi til að skipta jörðinni Víðidal í Skagafirði samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti og gögnum.  Egill Bjarnason fh. Stefáns Haraldssonar og Péturs Stefánssonar.
 11. Fráveitumál á Sauðárkróki.  Kostnaður vegna undirbúningsvinnu vegna hönnunar á fráveitukerfi.
 12. Önnur mál.

Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðirnar.  Þá tók Einar Gíslason til máls og óskar hann bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 1. og 2. liðar fundargerðar 15. janúar, vegna starfs síns hjá Vegagerð ríkisins.  Þá tók Ingibjörg Hafstað til máls. Óskar hún eftir því að 1. liður fundarg. 15. janúar verði borinn upp sérstaklega og leggur fram svohljóðandi bókun;

“Vegna afgreiðslu sveitarstjórnar á framkv.leyfi til lagningar Tindastólsvegar til handa Vegagerð ríkisins sbr. afgreiðslu 1. dagskrárliðar umhverfis-og tækninefndar frá 15.01.1999, óskum við fulltrúar Skagafjarðarlistans eftirfarandi bókunar;

-Umrætt mál, hugmyndir um uppbyggingu skíðasvæðis í Tindastól, er enn til umfjöllunar í menningar-íþr.- og æskulýðsnefnd sveitarfélagsins. Engin ákvörðun liggur enn fyrir um, hvort, hvernig og hvenær sveitarfélagið hyggst leggja út í uppbyggingu skíðasvæðis á umræddum stað.  Sveitarfélagið hefur einnig á sinni könnu mörg og margvísleg önnur óleyst verkefni.  Lagning vegar að þessu svæði er því að okkar mati hrein óvissu ferð enn sem komið er.  Að ráðast í þessa vegalagningu er ill meðferð á opinberu fé.  Við leggjumst því gegn umræddu framkvæmdaleyfi til handa Vegagerð ríkisins”.

Ingibjörg Hafstað

Snorri Styrkársson

 
Þá tóku til máls Stefán Guðmundsson, Snorri Styrkársson, Herdís Á. Sæmundard. og Ingibjörg Hafstað.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fyrsti liður fundargerðar 15. janúar borinn upp og samþ. með 8 atkv. gegn 2.  Fundargerðin að öðru leyti samþ. samhljóða.

 

g) Veitustjórn 13. janúar.

    Dagskrá:

 1. Umræða um fjárhagsáætlun rafveitu.
 2. Umræða um fjárhagsáætlun hitaveitu.
 3. Umræða um fjárhagsáætlun vatnsveitu.
 4. Vatnssamningur hitaveitu v/Máka hf. (bréf frá Máka).
 5. Innheimtumál hita- og vatnsveitu.
 6. Tilraunaboranir v/hitaveitu á Hofsósi.
 7. Vinna v/sameiningu veitna.
 8. Önnur mál.

Árni Egilsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin upp og samþ. samhljóða.

 

h) Landbúnaðarnefnd 12. janúar.

    Dagskrá:

 1. Fundarsetning.
 2. Bréf.
 3. Önnur mál.

Gísli Gunnarsson las fundargerðina.  Enginn kvaddi sér hljóðs.  Fundargerðin borin upp og samþ. samhljóða.

 

i)  Atvinnu-og ferðamálanefnd 15. janúar.

    Dagskrá:

 1. Málefni er varða Atvinnuþróunarfélag Skagafjarðar.
 2. ClicOn Ísland.
 3. Atvinnumál á Hofsósi.
 4. Atvinnumál.
 5. Ferðamál.
 6. Önnur mál.

Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina.  Þá tóku til máls, Gísli Gunnarsson, Stefán Guðmundsson og Snorri Styrkársson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin upp og samþ. samhljóða.

 

2.  KOSNINGAR;

     Tveir úttektarmenn og tveir til vara.

     Fram kom tillaga um:

            Aðalmenn:                                          Varamenn:

            Pétur Pétursson                                  Einar Gíslason

            Guðmundur Þór Guðmundsson         Helgi Sigurðsson

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.

 

3.  BRÉF OG KYNNTAR FUNDARGERÐIR;

     -  Bygginganefnd leikskóla í Varmahlíð 8. desember.

Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið.

 

Dagskrá tæmd.  Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Gísli Gunnarsson                                           Elsa Jónsdóttir, ritari

Snorri Styrkársson                                         Snorri Björn Sigurðsson

Árni Egilsson

Brynjar Pálsson

Ingibjörg Hafstað

Einar Gíslason

Páll Kolbeinsson

Sigrún Alda Sighvats

Stefán Guðmundsson

Herdís Á. Sæmundard.

Elinborg Hilmarsdóttir