Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

17. fundur 12. janúar 1999 kl. 14:00 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Sveitarstjórn Skagafjarðar

Fundur 17 - 12.01.99

 

            Ár 1999, hinn 12.janúar, kom Sveitarstjórn saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 14.00.

            Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Páll Kolbeinsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Stefán Guðmundsson, Snorri Styrkársson, Pétur Valdimarsson, Sigurður Friðriksson, og Herdís Á. Sæmundard. ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.

 

Forseti setti fund og lýsti dagskrá:

 

1. FUNDARGERÐIR

 1. Byggðarráð 17., 30. des. og 7. jan.
 2. Félagsmálanefnd 5. jan.
 3. Skólanefnd 22. des.
 4. Landbúnaðarnefnd 11. og 22.  des.

        

2. KOSNINGAR:

    Tveir fulltrúar í viðræðunefnd við Akrahrepp og tveir til vara.

 

 3. BRÉF OG KYNNTAR FUNDARGERÐIR.

     a)  Bygginganefnd meðferðarheimilisins Háholts 30.nóv. og 5.des.

     b)  Starfskjaranefnd 30. des.

 

Afgreiðslur:

 

1. FUNDARGERÐIR;

    a)  Byggðarráð 17. desember.

    Dagskrá:

 1. Bréf frá Samb. ísl. sv.félaga v/2000 vandans
 2. Bréf frá Samb. ísl. sv.félaga um samkomulag við leikskólakennara.
 3. Bréf frá Elíasi Guðmundssyni.
 4. Drög að samn. við Vegagerðina um þjóðv.hald.
 5. Bréf frá SSNV ásamt drögum að þjónustusamningi um málefni fatlaðra.
 6. Bréf frá Rökkurkórnum.
 7. Bréf frá Kvennaathvarfinu.
 8. Bréf frá Flugbjörgunarsv. í Varmahlíð.
 9. 2 bréf frá Samb. ísl. sv.félaga v/staðgr. 1999.
 10. Viðræður við fulltrúa heilbr.eftirlits Nl.v.
 11. Viðræður við Gunnar Guðmundsson umd.verkfræðing Vegag. ríkisins.
 12. Könnun á geymslurými fyrir Héraðsskjalasafnið.
 13. Þóknun til fjallskilastjóra og nefnda.
 14. Erindi frá K.S. – Frestað 10. desember sl.

Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina.  Þá tók Snorri Styrkársson til máls. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.

 

Byggðarráð 30. desember.

    Dagskrá:

 1. Bréf frá Neytendasamtökunum.
 2. Bréf frá Starfsmenntaráði.
 3. Bréf frá Kvennaráðgjöfinni.
 4. Bréf frá Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga. 
 5. Bréf frá SSNV.
 6. Bréf frá stjórn Villa Nova ehf.
 7. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu.
 8. Bréf frá Landsbanka Íslands hf.
 9. Bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki.
 10. Bréf frá Fram og Öldunni.
 11. Sala á  Syðri Breið.

Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Til máls tóku Snorri Styrkársson, Snorri Björn Sigurðsson og Herdís Sæmundardóttir.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.  Ásdís Guðmundsdóttir tekur ekki þátt í afgreiðslu 10. liðar.

 

Byggðarráð 7. janúar.

    Dagskrá:

 1. Starf fjármálastjóra.
 2. Samningur um endurskoðun.
 3. Samkomulag við Jón Ormar Ormsson.
 4. Afsal til Egils Þórarinssonar fyrir Narfastaðapart.
 5. Tölvumál.
 6. Málefni Farskóla Nl.v.
 7. Áskorun til sveitarstjórnar.
 8. Bréf frá Vlf. Fram.
 9. Bréf frá Vlf. Fram.
 10. Fundargerð starfskjaranefndar.
 11. Bréf  frá SÍS.
 12. Húsnæðismál eldri borgara.
 13. Viðræðunefnd við Akrahrepp.

Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina.  Til máls tóku Sigrún Alda Sighvats, Stefán Guðmundsson, Snorri Styrkársson, Snorri Björn Sigurðsson, Stefán Guðmundsson, Snorri Styrkársson og Stefán Guðmundsson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþ. samhljóða.

 

b) Félagsmálanefnd 5. janúar.

    Dagskrá:

 1. Húsnæðismál.
 2. Trúnaðarmál.
 3. Önnur mál.

Elinborg Hilmarsdóttir skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin upp og samþ. samhljóða.

 

c) Skólanefnd 22. desember.

    Dagskrá:

 1. Gjaldskrá leikskóla.
 2. Niðurgreiðsla vegna talkennslu.

Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina.  Leggur hún til að 1. og 2. lið fundar­gerðar­­­innar verði vísað til byggðarráðs.  Þá leggur hún til að bókun í lok fundar­gerðarinnar verði vísað til Umhverfis- og tækninefndar, og einnig að Bygginganefnd Grunnskóla á Sauðárkróki komi á fund Sveitarstjórnar og geri grein fyrir stöðu mála.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Tillaga um að vísa 1. og 2. lið til byggðarráðs samþykkt samhljóða.  Tillaga um að vísa bókun til umhverfis- og tækninefndar samþykkt samhljóða.

 

d) Landbúnaðarnefnd 11. desember.

    Dagskrá:

 1. Fundur settur.
 2. Þóknun fjallskilastjóra og nefndarmanna.
 3. Önnur mál.

 
Landbúnaðarnefnd 22. desember.

     Dagskrá:

 1. Fundarsetning.
 2. Viðræður við Margeir Björnsson.
 3. Sjá trúnaðarbók.

Snorri Björn Sigurðsson skýrði fundargerðirnar.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðirnar bornar upp saman og samþ. samhljóða.

 

2.  KOSNINGAR;

Tveir fulltrúar í viðræðunefnd við Akrahrepp og tveir til vara.

Fram kom tillaga um:

            Aðalmenn:                                          Varamenn:

            Gísli Gunnarsson                               Páll Kolbeinsson

            Herdís Sæmundardóttir                     Elinborg Hilmarsdóttir

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.

 

3.  BRÉF OG KYNNTAR FUNDARGERÐIR;

     a)    Bygginganefnd meðf.heimilisins Háholts 30.nóv. og 5. des.

     b)   Starfskjaranefnd 30. des.

Til máls tók Snorri Styrkársson og leggur hann fram svohljóðandi tillögu;

“Samþykkt starfskjaranefndar skal einnig ná til annarra starfsmanna sveitarfélagsins í almennum verkalýðsfélögum, er sóttu umrætt námskeið”.

Þá tóku til máls Gísli Gunnarsson og Herdís Sæmundardóttir og kom fram í máli þeirra að fulltrúar sv.stjórnar í starfskjaranefnd litu alltaf þannig á að samþykkt nefndarinnar tæki til allra starfsmanna sv.félagsins er sóttu umrætt námskeið.  Þá tóku til máls Sigrún Alda Sighvats og Snorri Styrkársson sem leggur til að tillögu hans verði vísað til byggðarráðs.  Var það samþ. samhljóða.  Fundargerð starfskjaranefndar borin upp og samþ. samhljóða.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs undir þessum lið.

 

Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Gísli Gunnarsson                                                       Elsa Jónsdóttir, ritari

Snorri Styrkársson                                                     Snorri Björn Sigurðsson

Elinborg Hilmarsdóttir

Pétur Valdimarsson

Sigrún Alda Sighvats

Ásdís Guðmundsdóttir

Páll Kolbeinsson

Herdís Á. Sæmundard.

Árni Egilsson

Sigurður Friðriksson

Stefán Guðmundsson