Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

7. fundur 08. september 1998 kl. 14:00 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði

Fundur 7  - 08.09.98

Ár 1998, hinn 8. september, kom Sveitarstjórn saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 1400.

Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Páll Kolbeinsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Snorri Styrkársson, Ingibjörg Hafstað, Sigurður Friðriksson, Stefán Guðmundsson, Elinborg Hilmarsdóttir og Herdís Sæmundardóttir, auk sveitarstjóra Snorra B. Sigurðssonar.

Forseti setti fund og lýsti dagskrá: 

1. FUNDARGERÐIR

 1. Byggðarráð 20. ágúst og 3. sept.
 2. Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd 26. ágúst og 2. sept.
 3. Félagsmálanefnd 18. og 20. ágúst; 1. sept.
 4. Félagsmálanefnd / húsnæðismál 1. sept.
 5. Skólanefnd 31. ágúst og 3. sept.
 6. Bygginganefnd grunnskóla 14. ágúst
 7. Umhverfis- og tækninefnd 18. og 28. ágúst; 4. sept.
 8. Veitustjórn 2. sept.
 9. Landbúnaðarnefnd 19. ágúst og 2. sept.
 10. Atvinnu- og ferðamálanefnd 17. og 24. ágúst.

2. Ársreikningar Seyluhrepps og Hitaveitu Seyluhrepps 1997

                                     – síðari umræða - .

3. Kosningar:

   a) Einn aðalm. og einn varam. í stjórn Sparisjóðs Hólahrepps 
      (ath. einn aðalm. og einn varam. hafa verið kosnir  áður).

   b) Einn aðalm. og einn varam. í stjórn Hitaveitu Hóla.

   c) Einn fulltrúi í samráðsnefnd til undirbúnings virkjunarframkvæmda við Villinganes.

4. Fyrirspurn til sveitarstjóra frá Ingibjörgu Hafstað.

5. Tillaga frá Ingibjörgu Hafstað.

6. BRÉF OG KYNNTAR FUNDARGERÐIR.

Áður en gengið var til dagskrár leitaði forseti afbrigða um að taka á dagskrá fundargerðir Félagsmálanefndar 18. og 20. ágúst sl. og fundargerð Umhverfis- og tækninefndar 4. september.

Var það samþykkt samhljóða.


Afgreiðslur:

1. FUNDARGERÐIR

   a) Byggðarráð 20. ágúst

   Dagskrá:

 1. Bréf frá Útflutningsskólanum.
 2. Bréf frá Rekstrarstofunni.
 3. Dómur í máli  Viðvíkurhrepps gegn Hartmanni Ásgrímssyni o.fl.
 4. Fundur með Iðnaðarnefnd Alþingis þriðjudaginn 25. ágúst n.k.

Páll Kolbeinsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.

Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.


Byggðarráð 3. september.

    Dagskrá:

 1. Bréf frá FSNV.
 2. Bréf frá  Ferðaþjónustunni, Lónkoti.
 3. Bréf frá Sjávarleðri.
 4. Bréf frá Íslandspósti.
 5. Bréf frá Lögmannsstofunni, Ármúla 26.
 6. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu.
 7. Bréf frá Örnefnanefnd.
 8. Bréf frá íbúum við Hlíðarstíg.
 9. Bréf frá SH endurskoðun o.fl.
 10. Bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki.
 11. Bréf frá Element Skynjaratækni hf.
 12. Bréf frá Guðbrandi Þ. Guðbrandssyni.
 13. Framlenging leyfa til áfengisveitinga.
 14. Starfslokasamningur við Björn Sigurbjörnsson.
 15. Starfslokasamningur við Björn Björnsson.
 16. Ársreikningar sveitarsjóðs og Hitaveitu Seyluhrepps 1997.
 17. Nefndalaun.
 18. Viðræður við stjórn Vöku hf.
 19. Viðræður við Kristján Jónasson.
 20. Tillaga um ráðningu þjónustufulltrúa.
 21. Tillaga um að auglýsa starf framkv.stjóra fjármála og stjórnsýslu o.fl. störf.
 22. Ráðningarsamningur við sveitarstjóra.
 23. Fundarboð á stofnfund Lífeyrissj. starfsm. sveitarfélaga.
 24. Fundarboð á aðalfund Höfða ehf.

Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Þá tók Ingibjörg Hafstað til máls og leggur fram svohljóðandi tillögu:

“Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði samþykkir að auglýsa til eins árs stöður þjónustufulltrúa í eftirtöldum stöðuhlutföllum: í Fljótum í 40% starf, á Hofsósi í 100% starf, í Varmahlíð í 100% starf, í Steins­staðabyggð í 60% starf og á Skaga í 20% starf. Verkefni þjónustufulltrúa verði mótuð í samráði við þá sjálfa og heimamenn á hverjum stað. Að ári liðnu verði störf þeirra metin og fyrirkomulagið í heild sinni endur­skoðað.”                                            Ingibjörg Hafstað

Snorri Styrkársson

Þá tóku til máls Gísli Gunnarsson og Herdís Sæmundardóttir.

Árni Egilsson vék af fundi meðan ræddur var 20. liður fundargerðarinnar og framlögð tillaga.Síðan tóku til máls Snorri Styrkársson og Stefán Guðmundsson.

Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.

Tillaga Ingibjargar Hafstað og Snorra Styrkárssonar borin upp og felld með 8 atkv. gegn 2.

Var þá fram haldið umræðu um fundargerðina að öðru leyti.

Til máls tók Snorri Styrkársson. Óskar hann eftir því að liður 17 verði borinn upp sérstaklega. Þá leggur hann fram svohljóðandi tillögu:

“Sveitarstjórn sameinaðs sv.félags í Skagafirði samþykkir að óska eftir því við Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra að félagið geri úttekt á stöðu og möguleikum prjónastofunnar Vöku hf. Iðnþróunarfélagið skili niður­stöðum sínum eins fljótt og auðið er.

Snorri Styrkársson
Ingibjörg Hafstað

Næst tók Herdís Sæmundardóttir til máls og leggur fram svohljóðandi bókun:

“Eins og fram kom í máli undirritaðrar hér áður var ákveðið á fundi byggðarráðs 3. sept. sl. að leita leiða til að koma starfsemi af stað aftur í saumastofunni Vöku, þm.t. að leita eftir faglegri aðstoð Invest.”

Herdís Sæmundardóttir.

Þá tók Snorri Styrkársson til máls og óskar eftir því að liður 22 verði borinn upp sérstaklega. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.

Tillaga Snorra Styrkárssonar og Ingibjargar Hafstað varðandi saumast. Vöku borin upp og samþykkt samhljóða.

Liður 17 borinn upp og samþ. með 8 samhlj. atkv.

Sigrún Alda Sighvats óskar bókað að hún tekur ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.

Ingibjörg Hafstað og Snorri Styrkársson óska bókað að þau sitji hjá við þessa afgreiðslu.

Liður 22 borinn upp sérstaklega og samþ. samhljóða.

Ingibjörg Hafstað og Snorri Styrkársson óska bókað að þau sitji hjá við þessa afgreiðslu.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.


b) Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd 26. ágúst.

    Dagskrá:

 1. Bréf frá Byggðasögunefnd Skagfirðinga.
 2. Bréf frá Halldóri Forna.
 3. Bréf frá U.M.S.S.
 4. Bréf frá Jóni Ormari Ormssyni.
 5. Bréf frá Viðari Hreinssyni, varðandi ritun ævisögu Stephans G. Stephanssonar.
 6. Bréf frá Helga Thorarensen varðandi skíðasvæði Skagfirðinga.
 7. Bréf frá Hlín Bolladóttur varðandi tómstundamál.
 8. Vetrarstarf - íþróttir og tómstundir.
 9. Önnur mál.

Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.

Fundargerðin borin upp og samþ. samhljóða.

 

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd 2. september

    Dagskrá:

 1. Starfsmannamál.
 2. Tillaga Hlínar Bolladóttur
 3. Skíðasvæði sunnan Lámbárbotna
 4. Vetrarstarf.
 5. Önnur mál.

Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina. Til máls tóku Stefán Guðmundsson, Ásdís Guðmundsdóttir og Snorri Styrkársson. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.

Fundargerðin borin upp og samþ. samhljóða.

c) Félagsmálanefnd 1. september

    Dagskrá:

 1. Ráðning félagsráðgjafa.
 2. Húsnæðismál.
 3. Trúnaðarmál.
 4. Önnur mál.


d) Félagsmálanefnd 1. september

    Dagskrá:

    1. Innlausn íbúða.
    2. Lagt fram bréf frá Heiðu Láru Eggertsdóttur.
    3. Leiga á Grenihlíð 32.
    4. Bréf frá Þorbirni Árnasyni dags. 30.03.1998.
    5. Bréf frá Reyni Kárasyni.
    6. Bréf frá Eiríki Sigurðssyni.
    7. Bréf frá Signýju og Unni Sigurðardóttur.

Elinborg Hilmarsdóttir skýrði fundargerðirnar.

Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.

Fundargerðirnar bornar upp saman og samþ. samhljóða.


Félagsmálanefnd 18. ágúst

    Dagskrá:

 1. Húsnæðismál. Sveinn Friðvinsson - kynning.
 2. Starfsmannamál.
 3. Trúnaðarmál.
 4. Önnur mál.

Elinborg Hilmarsdóttir skýrði fundargerðina. Þá tóku til máls Ingibjörg Hafstað, Snorri Björn Sigurðsson, Stefán Guðmundsson, Snorri Styrkársson, Elinborg Hilmarsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.

Tillaga um að vísa tillögu til sveitarstjórnar í 2. lið fundargerðarinnar til byggðar­ráðs samþykkt samhljóða.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.


Félagsmálanefnd 20. ágúst

    Dagskrá:

 1. Heimilisþjónusta.
 2. Trúnaðarmál.

Elinborg Hilmarsdóttir skýrði fundargerðina. Leggur hún til að gjaldskrám í lið 1  í fundargerðinni verði vísað til Byggðarráðs. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.

Tillaga Elinborgar borin upp og samþ. samhljóða.

Fundagerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.


e) Skólanefnd 31. ágúst

    Dagskrá:

 1. Skipulag skólaskrifstofu – skólamálastjóri.
 2. Skólaakstur í Skagafirði – yfirlit yfir núverandi stöðu.
 3. Varmahlíðarskóli – skipulag húsnæðis o.fl.
 4. Húsrýmisáætlun Grunnsk. á  Sauðárkróki.
 5. Upplýsingabréf frá Grunnsk. á Hólum.
 6. Minnispunktar frá fundi leikskólastjóra.
 7. Önnur mál.

Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.

Fundargerðin borin upp og samþ. samhljóða.


Skólanefnd 3. september

    Dagskrá:

 1. Skipulag skólaskrifstofu – skólamálastjóri.
 2. Fundir skólanefndar – skipan áheyrnarfulltrúa.
 3. Önnur mál.

Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina og leggur hún til að 3. lið b verði vísað til Byggðarráðs.

Þá tóku til máls Snorri Styrkársson, Gísli Gunnarsson, Herdís Sæmundardóttir, Ingibjörg Hafstað og Snorri Styrkársson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.

Tillaga Herdísar Sæmundardóttur borin upp og samþ. samhljóða.

Fundargerðin að öðru leyti samþ. samhljóða.


f) Bygginganefnd Grunnskóla Sauðárkróks 14. ágúst.

   Dagskrá:

   1.  Loftræsting í húsnæði Grunnskóla Sauðárkróks við Skagfirðingabraut.
   2.  Fundargerð hönnuða dags. 5. ágúst.

Enginn kvaddi sér hljóðs um þessa fundarg. Var hún borin upp og samþ. samhljóða.


g)  Umhverfis- og tækninefnd 18. ágúst

     Dagskrá:

     1.  Leikskóli í Varmahlíð.
     2.  Klæðning íbúðarhúss á Svaðastöðum í Viðvíkursveit.

Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.

Fundargerðin borin upp og samþ. samhljóða.


Umhverfis- og tækninefnd 28. ágúst

    Dagskrá:

 1. Ums. um leyfi f. útlitsbreytingu að Freyjug. 3.
 2. Ums. um leyfi f. skilti við safnveg að Vallhólma.
 3. Ums. um lóðarstækkun við Raftahlíð 80.
 4. Ums. um bygg.leyfi að Freyjugötu 18. 14. mál frá 29.júní 98.
 5. Ums. um leyfi til að rífa íb.hús á Syðsta Hóli í Sléttuhlíð.
 6. Ums. um leyfi til að rífa gamalt fjós á Hrauni í Sléttuhlíð.
 7. Ums. um leyfi til að klæða að utan íbúðarhús á Hrauni í Sléttuhlíð.
 8. Bréf frá Þjóðminjasafni Ísl. v/ Víðimýri í Skagafirði.
 9. Ums. um endurnýjun á anddyrisskýli við félagsh. í Hegranesi.
 10. Ums. um leyfi til að fjarlægja glerhýsi við Aðalgötu 15 og byggja viðbyggingu.
 11. Svæði f. heimavistarbyggingu v/hönnunarsamkeppni.
 12. Tillaga frá Jóh. Svavarssyni v/Staðardagskrá 21.
 13. Tillaga frá Jóh. Svavarssyni um starf umhv.fulltrúa.
 14. Tillaga frá Jóh. Svavarssyni um gerð deiliskipulags að Furulundi, Varmahlíð.
 15. Ums. um byggingarleyfi f. barnaheimili við Furulund í Varmahlíð.

Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina.

Til máls tóku Ingibjörg Hafstað og Herdís Sæmundardóttir, sem leggur til að lið 13 verði vísað aftur til nefndarinnar. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.

Tillaga Herdísar Sæmundardóttur borin upp og samþ. samhljóða.

Fundargerðin að öðru leyti samþ. samhljóða.

Elinborg Hilmarsdóttir tekur ekki þátt í afgreiðslu 5., 6. og 7. liðar fundargerðarinnar.


Umhverfis- og tækninefnd 4. september

   Dagskrá:

 1. Vettvangskönnun, Víðimýri.
 2. Tillaga Jóh. Svavarssonar: Staðardagskrá 21.
 3. Gilstún 24, ums. um byggingarleyfi.
 4. Þrasastaðir, Austur Fljótum, ums. um að klæða utan íbúðarhús.
 5. Málefni byggingafulltrúa.
  5.1.     Húsnæðismál.
  5.2.     Sameining embættanna.

Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.

Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.

h) Veitustjórn 2. september

    Dagskrá:

 1. Norðlensk orka.
 2. Styrkur til jarðhitaleitar.
 3. Staða framkvæmda:
  a)    Hitaveituframkvæmdir í Borgarsveit og Varmahlíð.
  b)   Vatnsveitumál á Hofsósi.
  c)    Affall hitaveitu, Steinsstöðum.
 4. Sölufyrirkomulag á heitu vatni í sveitum.
 5. Innheimta heimæðagjalda og greiðslufyrirkomulag.
 6. Starfsmannamál.
 7. Önnur mál.

Árni Egilsson skýrði fundargerðina. Þá tók Snorri Styrkársson til máls. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.

Fundargerðin borin upp og samþ. samhljóða.

i)  Landbúnaðarnefnd 19. ágúst

    Dagskrá:

 1. Fundur settur.
 2. Minnispunktar til fjallskilanefnda.
 3. Fundur með fjallskilastjórn Hóla- og Viðvíkursveitar.
 4. Önnur mál.

 
Landbúnaðarnefnd 2. september

    Dagskrá:

 1. Fundarsetning.
 2. Valgeir Bjarnason mætir á fund og kynnir afréttarskrá Skagafj.sýslu.
 3. Einar Otti, dýral., mætir til fundar v/garnaveikibólusetn. og hundalækninga.
 4. Fjallskilasjóðir, reikningsskil og fjárreiður.
 5. Bréf er borist hafa.
 6. Skoðunarferð á Mælifellsdal og Kiðaskarð 27/8.
 7. Búfjáreftirlit.
 8. Önnur mál.

Snorri Björn Sigurðsson skýrði fundargerðirnar. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.

Fundargerðirnar bornar upp saman og samþ. samhljóða.

j)  Atvinnu- og ferðamálanefnd 17. ágúst

    Dagskrá:

    1.  Ferðamál.
    2.  Viðræður við Björn Björnsson og Hilmar Sverrisson.

Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina.


Atvinnu- og ferðamálanefnd 24. ágúst

   Dagskrá:

 1. Viðræður við forsvarsmenn Loðskinns h.f.
 2. Viðræður við forsvarsmenn Vöku ehf.
 3. Viðræður við forsvarsmenn Höfða ehf.
 4. Viðræður við forsvarsmenn Fiskiðjunnar Skagfirðings.

Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.

Fundargerðirnar bornar upp saman og samþ. samhljóða.

 

2.  Ársreikningar Seyluhrepps og Hitaveitu Seyluhrepps 1997

                         – síðari umræða - .

Enginn kvaddi sér hljóðs.

Ársreikningar Seyluhrepps og Hitaveitu Seyluhrepps 1997 bornir undir atkv. og samþ. samhljóða.


3. Kosningar:

    a)  Einn aðalmann og einn varamann í stjórn Sparisjóðs Hólahrepps.

            Fram kom tillaga um:

                        Aðalmaður                             Varamaður

                        Valgeir Bjarnason                  Sigurlína Eiríksdóttir

    b)  Einn aðalmann og einn varamann í stjórn Hitaveitu Hóla.

            Fram kom tillaga um:

                        Aðalmaður                             Varamaður

                        Valgeir Bjarnason                  Einar Svavarsson

     c)  Einn fulltrúi í samráðsnefnd til undirbúnings virkjunarframkvæmda við Villinganes og einn 
          til vara.

            Fram kom tillaga um:

                        Aðalmaður                             Varamaður

                        Árni Egilsson                         Einar Gíslason

 Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar skv. a, b og c liðum rétt kjörnir.


4. Fyrir fundinum lá svohljóðandi fyrirspurn frá Ingibjörgu Hafstað:

“Hvað líður skipulagningu á sorphirðu í sveitarfélaginu?

Vísað er til bókunar í Byggðarráði 23.6. sl., 10. lið og bókunar í Umhverfis- og tækninefnd frá 6.7., sömuleiðis 10. lið, þar sem formanni nefndar og sveitarstjóra er falið að vinna að málinu.”

Ingibjörg Hafstað.

Ingibjörg fylgdi fyrirspurn sinni úr hlaði. Þá tóku til máls Snorri Björn Sigurðsson, sem svaraði fyrirspurn fyrir sitt leyti, Stefán Guðmundsson og Gísli Gunnarsson.


5. Fyrir fundinum lá svohljóðandi tillaga frá Ingibjörgu Hafstað:

“Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði samþykkir að fundargerðir sveitarstjórnar verði sendar aðal- og varamönnum í nefndum og ráðum þess að loknum fundum, án endurgjalds.

Ingibjörg Hafstað.

Ingibjörg Hafstað fylgdi tillögu sinni úr hlaði.

Þá tók Herdís Sæmundardóttir til máls og leggur til að við tillögu Ingibjargar bætist:

“Þessi ákvörðun verði tekin til endurskoðunar þegar fundargerðum verður komið inn á netið.”


Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.

Tillagan svo breytt borin upp og samþykkt samhljóða.

 
6. BRÉF OG KYNNTAR FUNDARGERÐIR

    Ekkert lá fyrir undir þessum lið.

 

Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.


Gísli Gunnarsson                   Elsa Jónsdóttir, ritari

Elinborg Hilmarsdóttir            Snorri Björn Sigurðsson

Páll Kolbeinsson

Árni Egilsson

Ásdís Guðmundsdóttir

Sigrún Alda Sighvats

Snorri Styrkársson

Stefán Guðmundsson

Herdís Á. Sæmundard.

Ingibjörg Hafstað

Sigurður Friðriksson