Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

2. fundur 16. júní 1998 kl. 14:00 Safnahúsið á Sauðárkróki

Sveitarstjórn sameinaðs sv.félags í Skagafirði.               
FUNDUR Nr. 2  – 16.06.98

 

            Ár 1998, hinn 11. júní, kom sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags  í Skagafirði saman til fundar í Safnahúsinu á Sauðárkróki  kl. 14.oo.

Mættir voru undirritaðir sveitarstjórnarmenn ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.

            Forseti setti fund og lýsti dagskrá:

 

1.  FUNDARGERÐIR:

a)  Byggðarráð 12. og 15. júní.

2.  SAMÞYKKTIR UM STJÓRN SAMEINAÐS SVEITARFÉLAGS Í SKAGAFIRÐI OG   FUNDARSKÖP SVEITARSTJÓRNAR.

                        - Fyrri umræða -

 

Afgreiðslur:

1. FUNDARGERÐIR:

a) Byggðarráð 12. júní.

Dagskrá:  

1. Kosningar;
    a) Formanns
    b) Varaformanns.

2. Samþykktir fyrir sveitarfélagið.

3. Byggingamál leikskóla á Hólum og í Varmahlíð svo og bygging grunnskóla á Sauðárkróki - tilhögun stjórnar á verki.

4. Erindi frá Sigurbjörgu Bjarnadóttur.

5. Erindi frá Agli Erni Arnarsyni.

6. Bréf frá Sniglunum.

7. Ályktanir frá Félagi ísl. leikskólakennara.

8. Fundarg. launanefndar sv.félaga frá 15. maí 1998.

9. Bréf frá launanefnd sv.félaga og Samfloti.

10. Bréf frá Þjóðhátíðarsjóði.

11. Bréf frá Samb. ísl. sveitarfélaga.

12. Bréf frá Jafnréttisráðgjafa Norðurl.vestra.

13. Bréf frá Vegagerð ríkisins.

14. Þrjú bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki.

15. Málefni Loðskinns h.f.

16. Launaútreikningur vinnuskólans á Hofsósi.

Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina.

Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Sigurður Friðriksson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu 2. töluliðar 14. dagskrárliðar.

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

b) Byggðarráð 15. júní.

Dagskrá:         

1. Samþykktir um stjórn og fundarsköp sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði.
2. Tillaga.
3. Tillaga.

Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina.  

Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

2.  SAMÞYKKTIR UM STJÓRN SAMEINAÐS SVEITARFÉLAGS Í SKAGAFIRÐI OG FUNDARSKÖP SVEITARSTJÓRNAR.

-          Fyrri umræða -

 

Til máls tók Snorri Björn Sigurðsson. Fór hann yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á samþykktunum frá því sveitarstjórnarfulltrúar fengu þær í hendur. Síðan tóku til máls Snorri Styrkársson, Ingibjörg Hafstað, Herdís Sæmundardóttir og Snorri Styrkársson.

Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Tillaga um að vísa samþykktum um stjórn sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði og fundarsköp sveitarfélagsins til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.      

Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Elsa Jónsdóttir, ritari

Gísli Gunnarsson

Elinborg Hilmarsdóttir

Sigurður Friðriksson

Sigrún Alda Sighvats

Ásdís Guðmundsdóttir

Herdís Sæmundardóttir

Stefán Guðmundsson

Ingibjörg Hafstað

Snorri Styrkársson

Árni Egilsson

Páll Kolbeinsson

Snorri Björn Sigurðsson