Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

352. fundur 15. mars 2017 kl. 16:15 - 18:10 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
 • Sigríður Svavarsdóttir forseti
 • Sigríður Magnúsdóttir 1. varaforseti
 • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
 • Bjarki Tryggvason aðalm.
 • Viggó Jónsson aðalm.
 • Þórdís Friðbjörnsdóttir aðalm.
 • Gunnsteinn Björnsson aðalm.
 • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
 • Valdimar Óskar Sigmarsson 3. varam.
Starfsmenn
 • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
 • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari.
Dagskrá
Í forföllum Bjarna Jónssonar (V) situr Valdimar Óskar Sigmarssson (V) fundinn.
Í upphafi fundar gerði forseti tillögu um að taka fyrir með afbrigðum, "Samkomulag um samstarf um Náttúrustofu Norðurlands vestra" sem lið nr. 18 á fundinum. Samþykkt samhljóða. Jafnframt hefur verið bætt inn á dagskrá eftir útsent fundarboð, fundargerð stjórnar Norðurár b.s. sem lögð er fram til kynningar. Ekki voru gerðar athugasemdir við það.

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 774

1702015F

Fundargerð 774. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 352. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 774 Stefán Vagn Stefánsson (B) vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar. Viggó Jónsson kom inn á fundinn í hans stað.
  Lagður fram viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun ársins 2017. Í viðaukaunum felst hækkun skammtímakrafna um 23 milljónir króna hjá aðalsjóði vegna Mótunar ehf. og hækkun framkvæmdafjár eignasjóðs um 11,5 milljónir króna vegna endurgerðar Mælifellsréttar. Þessum breytingum verði mætt með lækkun á handbæru fé um 34,5 milljónir króna.
  Byggðarráð samþykkir viðaukann með tveimur atkvæðum Sigríðar Svavarsdóttur (D) og Viggós Jónssonar (B). Bjarni Jónsson (V) situr hjá við afgeiðsluna.
  Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi (K) óskar bókað:
  Ég er ekki sammála því að setja 23 milljónir króna í Mótun ehf.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 13 "Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2017". Samþykkt samhljóða.
 • 1.2 1611295 Mótun ehf
  Byggðarráð Skagafjarðar - 774 Stefán Vagn Stefánsson (B) vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar. Viggó Jónsson (B) kom inn á fundinn í hans stað.
  Lagt fram bréf frá stjórn Mótunar ehf. dagsett 23. nóvember 2016 þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið leggi fram aukið hlutafé í fyrirtækið að upphæð 12.495.000 kr. Sveitarfélagið á 49% hlut í félaginu á móti Kaupfélagi Skagfirðinga (49%) og Skagafjarðarhraðlestinni (2%).
  Byggðarráð samþykkir að hafna erindi stjórnar Mótunar ehf. um aukið hlutafé.
  Byggðarráð samþykkir hins vegar með tveimur atkvæðum Sigríðar Svavarsdóttur (D) og Viggós Jónssonar (B) að veita fyrirtækinu lán allt að 23 milljónum króna til að gera upp hlut sveitarfélagsins í skuldum félagsins á meðan verið er að ganga frá sölu á eignum þess. Bjarni Jónsson (V) situr hjá við afgreiðsluna.
  Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir (K) óskar bókað:
  Ég er sammála því að hafna erindi um aukið hlutafé en er mótfallin því að veita Mótun ehf. 23 milljón króna lán.
  Bókun fundar Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
  Skagafjarðalistinn gagnrýndi í upphafi aðkomu sveitarfélagsins að stofnun hlutafélagsins og greiddi atkvæði á móti því. Var það gert á forsendum þess að sveitarfélagið ætti ekki að koma að atvinnurekstri. Tilgangur félagsins er framleiðsla báta og annara vara úr trefjaplasti, rekstur verkstæðis í því sambandi, skyldur rekstur, útleiga og rekstur fasteigna og lánastarfsemi eins og fram kemur í stofnfundargerð og samþykktum fyrir Mótun ehf. Frá stofnun félagsins árið 2013 hefur Sveitarfélagið sett 9.8 milljónir í hlutafé félagsins. Fram kemur í mati endurskoðanda sveitarfélagsins að það séu engar líkur á því að félagið geti endurgreitt lánið eða endurgreitt hluthöfum það hlutafé sem þeir hafa lagt í félagið. Það stefnir í það að kostnaður Sveitarfélagsins vegna þátttöku í Mótun ehf. geti orðið allt að 33 milljónir. Að þessu öllu gefnu mun fulltrúi Skagafjarðarlistans greiða atkvæði á móti því að Sveitarfélagið veiti Mótun ehf. lán að upphæð 23 milljónir eða leggja til aukið hlutafé líkt og óskað var eftir.
  Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir.

  Afgreiðsla 774. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með sex atkvæðum. Stefán Vagn Stefánsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir greiðir atkvæði á móti og Valdimar Ó. Sigmarsson óskar bókað að hann sitji hjá.
 • 1.3 1702129 Landstólpinn 2017
  Byggðarráð Skagafjarðar - 774 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 8. febrúar 2017 varðandi samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar, Landstólpann. Óskað er eftir tilnefningu um verðuga handhafa Landstólpans.
  Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 774. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 774 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 3. febrúar 2017 frá vinabæ sveitarfélagsins, Köge í Danmörku. Boðið er til vinabæjamóts í Köge 30. maí ? 2. júní 2017.
  Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að skrá þáttöku og sjá um undirbúning vegna vinabæjamótsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 774. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 774 Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 7. febrúar 2017 varðandi endurskoðun samninga við FJÖLÍS. Einnig lagt fram minnisblað starfsmanna sambandsins, dagsett 24. janúar 2017 og drög að samningi um ljósritun og hliðstæða eftirgerð í sveitarfélögum. Stjórn sambandsins bókaði á fundi sínum þann 27. janúar 2017 að hún mælti með því við sveitarfélögin að þau gangi til samninga við FJÖLÍS á grundvelli þeirra gagna sem lögð voru fram á fundinum.
  Byggðarráð samþykkir að sveitarfélagið geri samning við FJÖLÍS á grundvelli þeirra gagna sem lögð voru fram á fundinum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 774. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 774 Lagt fram bréf dagsett 10. febrúar 2017 frá Lánasjóði sveitarfélaga þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn sjóðsins. Tilnefningar eða framboð skal berast sjóðnum í siðasta lagi kl. 12:00, 27. febrúar 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 774. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 774 Lagt fram bréf dagsett 24. janúar 2017 frá Skíðadeild Umf. Tindastóls þar sem óskað er eftir fundi með byggðarráði til að ræða núgildandi samning milli deildarinnar og sveitarfélagsins.
  Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og óskar eftir að fulltrúar skíðadeildarinnar mæti á næsta fund byggðarráðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 774. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 774 Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 10. febrúar 2017. Boðar sambandið fulltrúa sveitarfélaga til fundar um fjármálastefnu og fjármálaáætlun sem nú er í mótun af hálfu fjármála- og efnahagsráðuneytisins í samvinnu við innanríkisráðuneyti og sambandið, á grundvelli laga um opinber fjármál nr. 123/2015. Einnig verður fjallað um skýrslu vinnuhóps um endurskoðun á fjármálakafla sveitarstjórnarlaga.
  Byggðarráð samþykkir að sveitarfélagið sendi fulltrúa á ráðstefnuna.
  Bókun fundar Afgreiðsla 774. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 774 Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, dagsettur 2. febrúar 2017, þar sem boðað er til samráðsfundar um stöðu og framtíð íslenskra sveitarfélaga, þann 21. febrúar 2017 á Blönduósi. Verkefninu, sem er á forsvari innanríkisráðuneytis, er ætlað að greina tækifæri og leiðir til að styrkja sveitarstjórnarstigið enn frekar.
  Byggðarráð samþykkir að þeir sveitarstjórnarfulltrúar sem eiga kost á, mæti á fundinn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 774. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • 1.10 1702179 Kjördæmavika
  Byggðarráð Skagafjarðar - 774 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 13. febrúar 2017 frá SSNV. Boðað er til fundar með alþingismönnum Norðvesturkjördæmis og sveitarstjórnarmönnum innan SSNV, fimmtudaginn 16. febrúar 2017 á Hvammstanga.
  Byggðarráð samþykkir að Stefán Vagn Stefánsson (B) formaður byggðarráðs og Sigríður Svavarsdóttir (D) forseti sveitarstjórnar sæki fundinn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 774. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 774 Fulltrúar knattspyrnudeildar Umf. Tindastóls Bergmann Guðmundsson formaður og Ómar Bragi Stefánsson komu á fundinn til viðræðu um framkvæmd við gervigrasvöll á Sauðárkróki ásamt Indriða Þór Einarssyni sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs. Bókun fundar Afgreiðsla 774. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 774 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnarfundar SSNV frá 6. febrúar 2017. Bókun fundar Fundargerð stjórnarfundar SSNV frá 6. febrúar 2017 lögð fram til kynningar á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 774 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 3. febrúar 2017. Bókun fundar Fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 3. febrúar 2017 lögð fram til kynningar á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 775

1702020F

Fundargerð 775. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 352. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Stefán Vagn Stefánsson kvöddu sér hljóðs.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 775 Á fund byggðarráðs komu nokkrir foreldrar ungra barna sem eru á biðlista eftir leikskólavistun á Sauðárkróki. Afhentu þau opið bréf til Sveitarfélagins Skagafjarðar varðandi skort á dagvistunarúrræðum fyrir yngstu börnin að loknu fæðingarorlofi. Það er mat þeirra að það séu sameiginlegir hagsmunir sveitarfélagsins og íbúa þess að tryggja foreldrum dagvistunarúrræði fyrir börn sín að loknu fæðingarorlofi til að stuðla að áframhaldandi uppbyggingu sveitarfélagsins, atvinnuþátttöku foreldra sem og almennu ánægjustigi í sveitarfélaginu. Vonast þau til þess að sveitarfélagið sýni erindinu áhuga og óska eftir svörum við fyrsta tækifæri.
  Byggðarráð þakkar fyrir erindið og vill koma á framfæri að vinna er í gangi til að leysa þann vanda sem fyrir er.
  Bókun fundar Afgreiðsla 775. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 775 Erindið áður tekið fyrir á 774. fundi byggðarráðs, 16. febrúar 2017.
  Fulltrúar skíðadeildar Umf. Tindastóls, Sigurður Bjarni Rafnsson og Helga Daníelsdóttir komu á fundinn undir þessum dagskrárlið til að ræða núgildandi samning milli deildarinnar og sveitarfélagsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 775. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með átta atkvæðum. Viggó Jónsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
 • 2.3 1702129 Landstólpinn 2017
  Byggðarráð Skagafjarðar - 775 Frestað erindi frá 774. fundi byggðarráðs, 16. febrúar 2017. Lagður fram tölvupóstur dagsettur 8. febrúar 2017 varðandi samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar, Landstólpann. Óskað er eftir tilnefningu um verðuga handhafa Landstólpans.
  Byggðarráð samþykkir að tilnefna doktor Hólmfríði Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Iceprotein.
  Bókun fundar Afgreiðsla 775. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 775 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 21. febrúar 2017 frá Íbúðalánasjóði varðandi kynningarfund um gerð húsnæðisáætlana. Kynningarfundurinn verður í Reykjavík, 28. febrúar n.k. í húsnæði Íbúðalánasjóðs. Bókun fundar Afgreiðsla 775. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 775 Lagður fram undirskriftarlisti frá íbúum og jarðeigendum í Skefilsstaðahreppi hinum forna, þar sem skorað er á sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að hún gangist fyrir ljósleiðaravæðingu á svæðinu hið allra fyrsta, þ.e. austanverðum Skaga og Laxárdal.
  Byggðarráð þakkar fyrir erindið og er sammála um að það sé mikið hagsmunamál fyrir byggðina að hafa góðar net- og fjarskiptatengingar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 775. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 775 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 17. febrúar 2017 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi XXXI. landsþing sambandsins sem verður haldið í Reykjavík þann 24. mars n.k.
  Byggðarráð mun sækja landsþingið auk sveitarstjóra.
  Bókun fundar Afgreiðsla 775. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 775 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. febrúar 2017 frá Rúnari Þór Númasyni og Valdísi Brynju Hálfdánardóttur þar sem þau óska eftir að kaupa fasteignina Suðurbraut 7 á Hofsósi þar sem leikskólinn Barnaborg er rekinn í dag.
  Byggðarráð þakkar fyrir erindið og hyggst skoða málið nánar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 775. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 775 Lagt fram bréf frá Bogveiðifélagi Íslands, dagsett 15. febrúar 2017, þar sem félagið óskar eftir afnotum af Litla-Skógi dagana 20.-25. júní 2017 vegna vallarbogfimimóts. Gengin er fyrirfram ákveðin braut og skotið á skotmörk á mismunandi fjarlægðum. Tvö mót hafa verið haldin á þessum stað og tekist vel.
  Byggðarráð samþykkir að leyfa afnot svæðisins þennan tíma gegn því að fyllsta öryggis verði gætt og öll tilskilin leyfi séu til staðar s.s. frá lögregluyfirvöldum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 775. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • 2.9 1702246 Trúnaðarmál
  Byggðarráð Skagafjarðar - 775 Afgreiðsla færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 775. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 775 Undir þessum dagskrárlið vék Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir af fundi.
  Mál varðandi þjónustu við fatlað fólk á Norðurlandi vestra rædd.
  Bókun fundar Afgreiðsla 775. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 775 Bjarni Jónsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
  Lögð fram drög að samkomulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Akrahrepps, Húnaþings vestra og Sveitarfélagsins Skagastrandar um samstarf um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra.
  Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 18. Náttúrustofa Norðurlands vestra. Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 775 Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Róta bs. frá 25. janúar 2017. Bókun fundar Fundargerð aðalfundar Róta bs. frá 25. janúar 2017 lögð fram til kynningar á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 776

1703001F

Fundargerð 776. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 352. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 776 Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs kom á fund byggðarráðs undir þessum dagskrárlið og kynnti verkefnið Ísland ljóstengt. Lagður fram samningur um styrkúthlutun til uppbyggingar ljósleiðarakerfa í dreifbýli á árinu 2017 í Sveitarfélaginu Skagafirði. Samningsaðilar eru Fjarskiptasjóður og Sveitarfélagið Skagafjörður. Sveitarfélagið mun nýta styrkinn til þess að tengja 151 stað við ljósleiðarakerfið á árinu 2017. Fjárhæð styrksins er 53.838.800 kr. Bókun fundar Afgreiðsla 776. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 776 Lögð fram bókun 119. fundar fræðslunefndar, 9. febrúar 2017 varðandi leikskólann á Hofsósi. Leggur nefndin til að skoðað verði að koma leikskólanum tímabundið fyrir í Félagsheimilinu Höfðaborg.
  Byggðarráð samþykkir eftirfarandi bókun:
  Lengi hefur verið vitað að núverandi húsnæði leikskólans Barnaborgar að Suðurbraut 7 á Hofsósi er óhentugt fyrir þá starfsemi sem er í húsinu, bæði fyrir börn og ekki síður fyrir starfsmenn leikskólans. Húsið er gamalt og þarfnast verulegra úrbóta eigi það að standast nútíma kröfur um leikskóla. Rakaskemmdir í húsinu hafa komið í ljós og nú er svo komið að Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra hefur sent sveitarfélaginu bréf þar sem fram kemur að starfsleyfi leikskólans verði fellt úr gildi frá og með 1. maí n.k. og því ljóst að finna verður leikskólanum annað húsnæði þar sem ekki er boðlegt fyrir nemendur og kennara að vera á núverandi stað.
  Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að haldið verið áfram með hönnun og kostnaðaráætlun á framtíðarhúsnæði fyrir leikskólann á Hofsósi í viðbyggingu við grunnskólann á Hofsósi. Hraða þarf þeim framkvæmdum sem kostur er.
  Forgangsatriði er að koma börnum og kennurum úr núverandi húsnæði sem fyrst í tímabundið húsnæði þar til nýtt húsnæði leikskólans verður tekið í notkun.
  Þann 9. febrúar 2017 bókaði fræðslunefnd um málið þar sem nefndin leggur til að skoðað verði að koma leikskólanum tímabundið inn í Höfðaborg. Margar leiðir til lausnar á þessu máli hafa verið skoðaðar og er það mat byggðarráðs að skynsamlegast sé að flytja leikskólann tímabundið inn í húsnæði Höfðaborgar þar til framtíðarlausn leikskólans er tilbúinn. Þær framkvæmdir sem þarf að ráðast í til þess að því geti orðið taka ekki langan tíma og verða afturkræfar að fullu.
  Hönnun á leikskóla inn í Höfðaborg liggur að mestu fyrir og samþykkir byggðarráð að farið verði í framkvæmdina hið fyrsta.
  Jafnframt býður byggðarráð hússtjórn Höfðaborgar á fund ráðsins en ljóst er að þessar framkvæmdir munu þrengja tímabundið að aðstöðu í húsinu þar sem áætlað er að taka austursal hússins undir starfssemi leikskólans.
  Stefán Vagn Stefánsson, Sigríður Svavarsdóttir, Hildur Þóra Magnúsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir.
  Bókun fundar Afgreiðsla 776. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með átta atkvæðum. Valdimar Ó. Sigmarsson óskar bókað að hann sitji hjá.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 776 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. febrúar 2017 frá Rúnari Þór Númasyni og Valdísi Brynju Hálfdánardóttur þar sem þau óska eftir að kaupa fasteignina Suðurbraut 7 á Hofsósi þar sem leikskólinn Barnaborg er rekinn í dag. Áður á dagskrá 775. fundar byggðarráðs, 23. febrúar 2017.
  Byggðarráð þakkar fyrir erindið en hafnar því. Ákveðið hefur verið að flytja starfsemi leikskólans Barnaborgar í Félagsheimilið Höfðaborg innan skamms tíma. Byggðarráð vill benda á að þegar fasteignin Suðurbraut 7 verður auglýst til sölu geti bréfritarar sent inn tilboð í eignina hafi þau áhuga á því.
  Bókun fundar Afgreiðsla 776. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 776 Lagt fram bréf dagsett 23. febrúar 2017 frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands varðandi styrktarsjóð EBÍ 2017. Vakin er athygli á að aðildarsveitarfélögum EBÍ er heimilt að senda inn umsókn í sjóðinn sem er vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaganna en ekki vegna almennra rekstrarverkefna þeirra. Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2017.
  Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda umsókn í sjóðinn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 776. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 776 Lagt fram ódagsett bréf frá Ísorku, móttekið 15. febrúar 2017, þar sem fyrirtækið býður sveitarfélaginu að tengja rafhleðslustöð, sem það fékk að gjöf frá Orkusölunni, við rekstrar- og upplýsingakerfi Ísorku.
  Byggðarráð þakkar fyrir erindið. Málið er í vinnslu hjá sveitarfélaginu og ekki hægt að taka afstöðu að svo komnu máli.
  Bókun fundar Afgreiðsla 776. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 776 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 17. febrúar 2017 frá Rauða krossinum í Skagafirði varðandi staðsetningu hjartastuðtækja hjá sjálfboðaliðum RKÍ í Skagafirði. Erindið áður á dagskrá 740. fundar byggðarráðs, 12. maí 2016. Undir þessum dagskrárlið komu á fundinn Karl Lúðvíksson frá Rauða krossinum í Skagafirði og Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri til viðræðu.
  Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur slökkviliðsstjóra að vinna málið áfram í samvinnu við Neyðarlínuna.
  Bókun fundar Afgreiðsla 776. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 776 Lagt fram bréf frá Arctic Friends ehf. dagsett 22. febrúar 2017 þar sem félagið óskar eftir samstarfi við Sveitarfélagið Skagafjörð um að reka upplýsingamiðstöð ferðamanna á Sauðárkróki og lán á uppstoppuðum ísbirni til sýningarhalds.
  Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 776. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 776 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. febrúar 2017 frá stjórn Hestamannafélagsins Skagfirðings þar sem óskað er eftir styrk til lækkunar á fasteignagjöldum sem lögð eru á fasteignir félagsins, Tjarnarbæ og Torfgarð.
  Byggðarráð samþykkir með tilvísun í 2. grein, e) lið, reglna sveitarfélagsins um styrki til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr., 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 að hafna erindinu þar sem Hestamannafélagið Skagfirðingur nýtur rekstrarstyrkja frá sveitarfélaginu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 776. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 776 Lagt fram til kynningar fundarboð frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 25. febrúar 2017, þar sem boðað er til XXXI. landsþings sambandsins föstudaginn 24. mars 2017. Bókun fundar Lagt fram til kynningar á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017, fundarboð frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 25. febrúar 2017, þar sem boðað er til XXXI. landsþings sambandsins föstudaginn 24. mars 2017.

4.Byggðarráð Skagafjarðar - 777

1703007F

Fundargerð 777. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 352. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Þórdís Friðbjörnsdóttir kvaddi sér hljóðs.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 777 Undir þessum dagskrárlið kom hússtjórn Félagsheimilisins Höfðaborgar ásamt húsverði og fulltrúa foreldrafélags leikskólans á Hofsósi til viðræðu um húsnæðismál vegna leikskólans. Bókun fundar Afgreiðsla 777. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 777 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 9. janúar 2017 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, úr máli 1701180. Óskað er umsagnar um umsókn dagsetta 9. janúar 2017 frá Stefaníu Leifsdóttur, kt. 210665-3909, Brúnastöðum, 570 Fljót, f.h. Ferðaþjónustunnar Brúnastöðum, kt. 680911-0530 um endurnýjun á leyfi til að reka gististað í flokki I að Brúnastöðum sumarhús, 570 Fljót. Gestafjöldi 10 manns.
  Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
  Bókun fundar Afgreiðsla 777. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 777 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. febrúar 2017 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, úr máli 1702192. Óskað er umsagnar um umsókn dagsetta 10. febrúar 2017 frá Birgi Haukssyni, kt. 240164-3969, Valagerði, 560 Varmahlíð, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Fjalli, 560 Varmahlíð.
  Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
  Bókun fundar Afgreiðsla 777. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 777 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. febrúar 2017 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, úr máli 1702288. Óskað er umsagnar um umsókn dagsetta 14. febrúar 2017 frá Friðriki Stefánssyni, kt. 200140-7619, Glæsibæ, 551 Sauðárkróki, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Glæsibæ, 551 Sauðárkróki.
  Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
  Bókun fundar Afgreiðsla 777. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 777 Lögð fram svohljóðandi bókun 300. fundar skipulags- og bygginganefndar frá 1. mars 2017: „Ánægjuleg ásókn hefur verið í byggingarlóðir á Sauðárkróki upp á síðkastið og fyrirsjáanlegur lóðarskortur. Því beinir skipulags- og byggingarnefnd því til Byggðarráðs að ráðast í framkvæmdir við nýja götu, Melatún.“
  Byggðarráð samþykkir að fela veitu- og framkvæmdasviði að hefja undirbúning og hönnun á nýrri götu, Melatúni. Jafnframt óskar byggðarráð eftir því við skipulags- og byggingarnefnd að hafinn verði undirbúningur að hönnun nýs íbúðahverfis á Sauðárkróki.
  Bókun fundar Afgreiðsla 777. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 777 Lagt fram bréf dagsett 22. febrúar 2017 frá Frímúrarastúkunni Mælifelli þar sem óskað er eftir styrk til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr., 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
  Byggðarráð samþykkir í ljósi fyrirliggjandi gagna og með vísan til reglna sveitarfélagsins að veita styrk sem nemur 30% af álögðum fasteignaskatti árins 2017.
  Bókun fundar Afgreiðsla 777. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • 4.7 1703039 25. ársþing SSNV
  Byggðarráð Skagafjarðar - 777 Lagt fram til kynningar bréf frá SSNV dagsett 22. febrúar 2017 varðandi 25. ársþing SSNV sem verður þann 7. apríl 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 777. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 777 Lagt fram til kynningar aðalfundarboð Landssamtaka landeigenda á Íslandi þann 23. mars 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 777. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.

5.Félags- og tómstundanefnd - 241

1703002F

Fundargerð 241. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 352. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarki Tryggvason kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Félags- og tómstundanefnd - 241 Kynnt ósk frá Infinity blue þar sem óskað er eftir áframhaldandi samstarfi við Sveitarfélagið Skagafjörð um starfsemi í sundlauginnni á Hofsósi. Nefndin óskar eftir upplýsingum frá fyrirtækinu um aðsókn og rekstrartölur á tilraunatímanum frá í ágúst 2016. Auk þess að forstöðumaður frístunda- og íþróttamála afli upplýsinga um hliðstæða starfsemi annars staðar. Bókun fundar Afgreiðsla 241. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Félags- og tómstundanefnd - 241 Sveitarfélagið Skagafjörður studdist við álit umhverfisráðuneytis þegar tekin var ákvörðun um að skipta skyldi út öllu dekkjagúmmíi á sparkvöllum sveitarfélagsins sumarið 2017. Í tillögu ráðuneytisins er gert ráð fyrir að þetta sé framkvæmt í áföngum en eigi að síðustu að vera lokið fyrir árslok 2026. Miðað við það er sveitarfélagið að mæta þessum tillögum af miklum myndarbrag.
  Það er ekkert í tilmælum ráðuneytisins sem kveður á um að skaðsemi dekkjakurlsins sé þannig að nauðsynlegt sé að völlunum sé lokað. Nefndin telur því óhætt að vellirnir séu opnir fram að gúmmískiptum.


  Bókun fundar Afgreiðsla 241. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Félags- og tómstundanefnd - 241 Félags- og tómstundanefnd felur forstöðumanni frístunda- og íþróttamála að kalla saman starfshóp til að undirbúa drög að frístundastefnu til næstu ára og leggja fyrir nefndina, m.a. verði lögð áhersla á hvernig börnum og unglingum nýtist sem best aðstaða til íþróttataiðkunar í íþróttahúsum og öðrum mannvirkjum. Fyrstu drög verði lögð fyrir nefndina fyrir lok apríl n.k. Bókun fundar Afgreiðsla 241. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Félags- og tómstundanefnd - 241 Farið yfir þjónustu á sambýlinu á Blönduósi í framhaldi af fréttaflutingi í fjölmiðlum 13. til 20. febrúar sl. Sveitarfélagið Skagafjörður tók við ábyrgð á þjónustunni í ársbyrjun 2016 og greip strax til aðgerða til þess að bæta þjónustu. Lögð er rík áhersla á að vel sé staðið að allri þjónustu við íbúa sambýlis og áfram verður markvisst unnið að úrbótum í þjónustu og þeirri vinnu hraðað sem kostur er. Bókun fundar Afgreiðsla 241. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
 • Félags- og tómstundanefnd - 241 Kynnt fyrir nefndinni minnisblað vegna dagvistunar ungra barna. Ljóst er að vinna þarf að því að fjölga dagforeldrum. Félags- og tómstundanefnd tekur vel í þær hugmyndir sem þar eru kynntar og felur sviðsstjóra/félagsmálastjóra að vinna áfram að útfærslu og kostnaðargreiningu. Bókun fundar Afgreiðsla 241. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.

6.Landbúnaðarnefnd - 190

1702014F

Fundargerð 190. fundar landbúnaðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 352. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • 6.1 1305263 Mælifellsrétt
  Landbúnaðarnefnd - 190 Ingvar Páll Ingvarsson starfsmaður framkvæmda- og veitusviðs kom á fund nefndarinnar undir þessum dagskrárlið. Rætt um endurnýjun á Mælifellsrétt. Nú hafa veggir í dilkum verið rifnir og í ljós hefur komið að veggir almenningsins liggja lausir ofan á sökklum og hluti þeirra er við það að falla. Niðurstaðan er að almenningurinn er ónýtur, en innreksturinn í lagi. Ljóst er að framkvæmdin verður dýrari en áætlað hefur verið eða um 20 milljónir króna samtals í heildina.
  Landbúnaðarnefnd samþykkir að óska eftir þvi við byggðarráð að tryggja fjármagn til þess að ljúka framkvæmdinni sem þegar er hafin.
  Bókun fundar Afgreiðsla 190. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 190 Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Ragnari Pálssyni, kt. 100872-3829, dagsett 13. febrúar 2017. Sótt er um leyfi fyrir 20 hross.
  Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda hrossa.
  Bókun fundar Afgreiðsla 190. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 190 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Austur-Fljóta fyrir árið 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 190. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 190 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Vestur-Fljóta fyrir árið 2014. Bókun fundar Afgreiðsla 190. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.

7.Skipulags- og byggingarnefnd - 300

1702018F

Fundargerð 300. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 352. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 300 Viggó Jónsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar. Einar Einarsson varamaður hans var í símasambandi og tók þátt í afgreiðslu málsins.
  Sigurður Bjarni Rafnsson formaður Skíðadeildar U.M.F. Tindastóls óskar eftir leyfi til handa Skíðadeild U.M.F.T til að láta vinna deiliskipulag fyrir skíðasvæðið í Tindastóli. Skíðasvæðið er í landi Heiðar í Gönguskörðum og Skarðs. Fyrir liggur skriflegt samþykki Helga Sigurðssonar formanns U.M.F. Tindastóls fh. Aðalstjórnar U.M.F.T.
  Deiliskipulagið verður unnið á kostnað skíðadeildar og í fullu samráði við landeigendur. Meðfylgjandi umsókn er skipulagslýsing unnin á Stoð ehf verkfræðistofu af Eyjólfi Þór Þórarinssyni. Skipulagslýsingin er dagsett 21.02.2017 útgáfa 1.0.Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir ofangreinda skipulagslýsingu og leggur til við sveitarstjórn að heimila skíðadeildinni að vinna deiliskipulagstillögu.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 14 "Skíðasvæðið í Tindastóli - deiliskipulag 2017". Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 300 Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 14. desember 2016 , að fenginni tillögu Skipulags- og byggingarnefndar að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Hegranesþingstað í landi Garðs í Hegranesi samkvæmt 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýstur athugasemdafrestur var til 9. febrúar 2017. Engar athugasemdir bárust við tillöguna. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna óbreytta og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 15 "Garður 146375 - Hegranesþing deiliskipulag". Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 300 Hjörvar Þór Guðmundsson kt. 180264-2219 og Dagmar Svanhvít Ingvadóttir kt. 301162-3599 sækja um lóðina Kvistahlíð 10 fyrir einbýlishús. Samþykkt að úthluta umsækjendum lóðinni.

  Bókun fundar Afgreiðsla 300. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 300 Birna Valdimarsdóttir og Þorbergur Gíslason, þinglýstir eigendur lóðarinnar Glaumbær II, lóð, landnr. 224804, sækja um heimild til að stofna byggingarreit fyrir íbúðarhús á lóðinni, skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-102 í verki nr. 7387-01, dags. 1. febrúar 2017. Jafnframt er sótt um leyfi fyrir vegtengingu að Sauðárkróksbraut (75) eins og sýnt er á uppdrættinum. Erindinu frestað. Umbeðnar umsagnir hafa ekki borist.

  Bókun fundar Afgreiðsla 300. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 300 Með umsókn dagsettri 14. desember sl. sækja Böðvar Fjölnir Sigurðsson kt. 190665-3999 og Elenóra Bára Birkisdóttir kt. 040965-5489 um að fá samþykkta byggingarreiti á jörðinni vegna fyrirhugaðrar fjósbyggingar og stækkunar vélageymslu. Framlagður hnitsettur yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 14. des. 2016. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 777601. Fyrir liggur jákvæð umsögn minjavarðar dagsett 23. febrúar 2017. Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 300. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 300 Með umsókn dagsettri 2. febrúar sl. sækir Dagnija Medne kt. 020963-2399 eigandi jarðarinnar Árnes (landnr. 146145) Tungusveit um leyfi til þess að skipta spildu úr landi jarðarinnar. Framlagður yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir erindinu. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 72075, dags. 2. febrúar 2017. Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Árnes, landnr. 146145. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146145. Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 300. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 300 Helgi Freyr Margeirsson kt. 180382-3729 sækir um tímabundið stöðuleyfi fyrir matarvagni á lóð með landnúmer 146031 í Glaumbæ á Langholti. Meðfylgjandi greinargerð gerir grein fyrir erindinu. Fyrir liggur samþykki Gísla Gunnarssonar prests í Glaumbæ, kirkjuráðsmanns og staðarhaldara. Afgreiðslu frestað. Samþykkt að leita umsagnar þjóðminjavarðar á erindinu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 300. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með átta atkvæðum. Sigríður Svavarsdóttir óskar bókað að hún takai ekki þátt í atkvæðagreiðu.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 300 Með umsókn dagsettri 25. janúar sl. óskar Sigurður Hallsteinn Stefánsson kt. 160841-4789 eigandi Glæsibæjar land, landnr. 145976 og Glæsibæjar land 5, landnr. 221929 heimildar skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að nefna landið Glæsibær land, landnr. 145976, Stekkholt 1 og nefna landið Glæsibær land 5, landnr. 221929, Stekkholt 2. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 300. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 300 Tómas Árdal kt 210959-5489 sækir, fh. Stá ehf kt 520997-2029 um heimild til að breyta notkun hússins Aðalgata 15 sem undanfarin ár hefur verið veitingahús. Sótt er um að gera húsið að íbúðarhúsi. Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 300. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 300 Skarphéðinn Ásbjörnsson deildarstjóri sækir, fh. RARIK ohf. um stöðuleyfi fyrir tvær færanlegar díselrafstöðvar um 100 metrum norðan við dælustöð hitveitunnar á gamla flugvellinum. Meðfylgjandi erindinu er afstöðumynd sem sýnir staðsetninguna. af svæðinu.Vegna staðsetningarinnar verður að leggja um 150 metra háspennustreng eins og sýnt er á afstöðumyndinni og setja upp tengiskáp þar sem vélarnar tengjast inn á háspennudreifikerfi RARIK á Sauðárkróki. Fyrir liggur umsögn Indriða Einarssonar sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs. Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs eða til 1. mars 2018.
  Bókun fundar Afgreiðsla 300. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 300 Með erindi dagsettu 15. febrúar sl. óska Rúnar Máni Gunnarsson kt 100969-3359 og Eydís Magnúsdóttir kt 310373-5249 fyrir hönd Smiðjugrundar ehf. kt. 650114-1010, eiganda jarðarinnar Sölvaness, landnúmer 146238 eftir staðfestingu skipulagsyfirvalda á landamerkjum milli jarðanna Árness landnr. 146145 og Sölvanes landnr. 146238. Fylgjandi umsókn er yfirlýsing um landamerki milli Árness og Sölvaness dagsett 1. janúar 2017 undirrituð að umsækjendum ásamt Dagnija Medne kt. 020963-2399 eiganda jarðarinnar Árness. Einnig fylgir erindinu „Viðauki 1“ sem er hnitsettur uppdráttur dagsettur 29.12.2016 gerður á ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins af Kristjáni Ó. Eymundssyni kt. 221275-5199. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 300. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 300 Ánægjuleg ásókn hefur verið í byggingarlóðir á Sauðárkróki upp á síðkastið og fyrirsjáanlegur lóðarskortur. Því beinir skipulags- og byggingarnefnd því til Byggðarráðs að ráðast í framkvæmdir við nýja götu, Melatún. Bókun fundar Afgreiðsla 300. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 300 Fundargerð 40. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar. Bókun fundar Fundargerð 40. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 300 Fundargerð 41. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar. Bókun fundar Fundargerð 41. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017.

8.Skipulags- og byggingarnefnd - 301

1703004F

Fundargerð 301. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 352. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 301 Gunnur Björk Hlöðversdóttir kt. 080274-3359 og Stefán Freyr Stefánsson kt. 070574-5869 sækja um lóðina Iðutún 6 fyrir einbýlishús. Samþykkt að úthluta Gunni Björk og Stefáni Frey lóðinni. Bókun fundar Afgreiðsla 301. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 301 Bára Jónsdóttir kt. 140722-3089 og Steinunn Ámundadóttir kt. 160550-3099, þinglýstir eigendur Víðimels lands (landnr. 205350) og Amalía Árnadóttir kt. 290853-3119 og Hafsteinn Harðarson kt. 140354-3929 þinglýstir eigendur Víðimels lóðar (landnr. 205371) óska eftir:
  1. Heimild til þess að breyta landamerkjum milli Víðimels lands og Víðimels lóðar.
  2.Staðfestingu á landamerkjum Víðimels lands og Víðmels lóðar eftir breytinguna.
  Meðfylgjandi hnitsettur afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir erindinu. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 56193-1, dags. 22. febrúar 2017. Erindinu fylgir einnig skýringaruppdráttur nr. S02 í verki nr. 56193-1, dags. 22. febrúar 2017.
  Fasteignir á núverandi lóðum munu fylgja þeim lóðum áfram eftir breytinguna. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 301. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 301 Linda Björk Jónsdóttir, Páll Einarsson og Karl Einarsson þinglýstir eigendur jarðarinnar Litlu -Grafar, landnr. 145986, sækja um heimild til að skipta lóð úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7705-04, dags. 24. febrúar 2017.
  Í umsókn kemur fram að lögbýlaréttur og öll hlunnindi munu tilheyra Litlu-Gröf, landnr. 145986. Jafnframt er óskað heimildar til þess að leysa hina nýstofnuðu lóð úr landbúnaðarnotum. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
  Íbúðarhús með fastanúmer 214-0202, merking 15 0101 mun tilheyra lóðinni.
  Bókun fundar Afgreiðsla 301. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 301 Svavar Jónsson kt. 110931-2049 sækir, fh eiganda Ránarstígs 6, um heimild til að breyta tímabundið notkun bílgeymslu á lóðinni í íbúðarrými.Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breytta notkun. Áskilið er að aðaluppdrætti verði skilað inn til byggingarfulltrúa til afgreiðslu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 301. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 301 Pálmi Jónsson kt. 200980-5149 og María Eymundsdóttir kt. 040684-2209 þinglýstir eigendur Huldulands, (landnr. 223299) sækja um leyfi til að stofna byggingarreit á landinu. Þar er fyrirhugað að byggja íbúðarhús og vélageymslu. Staðsetning byggingarreits er sýnd á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum af Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 7173 dags. 2. febrúar 2017. Fyrir liggja umsagnir hlutaðeigandi umsagnaraðila. Erindið samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 301. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 301 Í samræmi við 2.mgr. 30.gr skipulagslaga nr. 123/2010 er óskað er eftir umsögn, athugasemdum eða ábendingum Sveitarfélagsins Skagafjarðar við meðfylgjandi skipulagstillögu varðandi breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028.
  Breytingin felst í að hafnarsvæði á Siglufirði er lagað að núverandi hafnarbakka. Afmörkun hafnarsvæðis nær nú í sjó fram. Innan þess er bæði sjór og land. Þannig er gefið svigrúm fyrir minniháttar breytingar innan hafnarsvæðis, t.d. lengingu hafnargarðs eða breikkun sjóvarna, sem annað hvort verða skilgreindar í deiliskipulagi eða með framkvæmdaleyfi. Núverandi landfylling er færð inn á uppdrátt en einnig er gert ráð fyrir aukinni landfyllingu norðan hennar. Fyrirhuguð landfylling stækkar úr 0,7 ha í 0,8 ha. Hafnarsvæði á landi stækkar úr 2,3 ha í 3,1 ha. Afmarkað er nýtt athafnasvæði sem er 0,7 ha. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við framlagða skipulagstillögu og vísar erindinu til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 16 "Fjallabyggð - Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028". Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 301 Á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 var samþykkt að hefja þurfi vinnu við breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Þörf sé á að gera ákveðnar breytingar á aðalskipulaginu, s.s. fella út urðunarsvæði og vinna breytingar vegna legu Sauðárkrókslínu frá Varmahlíð til Sauðárkróks. Einnig þarf að vinna að framlengingu á frestaðri landnotkun virkjunarkosta og taka inn í skipulagsvinnuna ákvörðun um legu byggðarlínunnar um Skagafjörð.
  Í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar liggur fyrir verk- og matslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, dagsett í mars 2017 unnin af VSÓ ráðgjöf fyrir sveitarfélagið.
  Alls verður gerð tillaga að 6 breytingum sem eru:
  A) Val á legu Blöndulínu 3
  Tekin verður ákvörðun um legu Blöndulínu 3, 220 kV háspennulínu sem liggur frá Blöndustöð til Akureyrar. Ákvörðun um legu hennar innan sveitarfélagsins var frestað í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
  B) Sauðárkrókslína 2
  Gerð verður tillaga að legu Sauðárkrókslínu 2, sem er 66 kV jarðstrengur sem muni liggja á milli Varmahlíðar og Sauðárkróks.
  C) Virkjanakostir í Skagafirði
  Tekin verður ákvörðun um landnotkun vegna Villinganesvirkjunar og Skatastaðavirkjunar í aðalskipulag. Skipulagi virkjananna var frestað í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 og gildir sú ákvörðun í fjögur ár.
  D) Urðunarsvæði í Viðvíkursveit fellt út
  Ætlunin er að fella urðunarsvæði í Viðvíkursveit út í skipulagi og skilgreina það sem opið svæði til sérstakra nota.
  E) Nýtt tengivirki og rafstrengur á Sauðárkróki
  Gerð verður tillaga að staðsetningu fyrir nýtt tengivirki innan athafnasvæðis A-3.3 og legu rafstrengs frá tengivirki við Kvistahlíð að nýju tengivirki. Einnig verður landnotkun á lóð tengivirkisins við Kvistahlíð breytt í opið svæði.
  F) Ný efnistökusvæði
  Skoðaðir verða 12 námukostir sem koma til greina að bæta við í aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að bregðast við efnisþörf sem kemur til vegna styrkingar raforkukerfisins í sveitarfélaginu.

  Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framangreinda verkefnislýsingu með lagfæringum á liðum B og E og leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt í samkvæmt 1 mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
  Valdimar óskar bókað að Vinstri grænir og óháðir vilji að virkjanakostir, Villinganes og Skatastaðir verði felldir út úr Aðalskipulagi Skagafjarðar.
  Undir þessum lið sat Stefán Thors frá VSÓ fundinn.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 17 "Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar" Samþykkt samhljóða.

9.Umhverfis- og samgöngunefnd - 124

1702012F

Fundargerð 124. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 352. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Magnúsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 124 Lögð var fyrir fundinn umsögn frá Brunavörnum Skagafjarðar vegna reglugerðar um eldvarnir og eldvarnareftirlit.
  Í umsögninni kemur m.a. fram að ný reglugerð eykur mjög kröfur til einstaklinga sem sinna eldvarnareftirliti og ýtir þar með undir það að eldvarnareftirlit, sérstaklega í minni sveitarfélögum, verði fært til skoðunarstofa.
  Nefndin samþykkir umsögnina.
  Bókun fundar Afgreiðsla 124. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 124 391. fundargerð stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 23. janúar 2017 lögð fram til kynningar á fundi umhverfis-og samgöngunefndar. Bókun fundar 391. fundargerð stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 23. janúar 2017 lögð fram til kynningar á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 124 Fundargerð 339. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 9. desember 2016 lögð fram til kynningar á fundi umhverfis- og samgöngunefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 124. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 124 Umhverfis- og samgöngunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur undir bókun sem samþykkt var á stjórnarfundi Hafnasambands Íslands þann 7. desember en þar segir;
  "Í frumvarpi til fjárlaga 2017 er gert ráð fyrir 212 m.kr. í hafnabótasjóð, sem er 400m.kr. lækkun frá árinu 2016. Í nýsamþykktri samgönguáætlun er hins vegar gert ráð fyrir 1.158m.kr. í hafnabótasjóð.
  Á nýliðnu hafnasambandsþingi, sem haldið var 13. til 14. október sl., var því fagnað að hlutur hafna var aukinn í samgönguáætlun. Sá fögnuður reyndist skammvinnur og er því sá fögnuður dreginn til baka enda telur stjórn hafnasambandsins að fyrirhuguð framlög á árinu 2017 séu óviðunandi með öllu."
  Bókun fundar Afgreiðsla 124. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 124 Lögð var fram til kynningar skýrsla rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna óhapps við innsiglingu Sauðárkrókshafnar í apríl á síðasta ári.
  Í niðurlagi skýrslunnar er lagt til að settur verði viðeigandi ljósviti á varnargarð (sandfangara) við innsiglingu í höfnina.
  Yfirhafnarverði os sviðstjóra er falið að koma upp viðeigandi ljósvita á garðinum. Einnig er lagt til að samsvarandi viti verður settur upp við enda nýs varnargarðs framan við smábátahöfn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 124. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 124 Lagt var fram til kynningar erindi frá Vegagerðinni þar sem tilkynnt er um niðurfellingu Knappstaðakirkjuvegar nr 7888-01 af vegaskrá. Bókun fundar Afgreiðsla 124. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 124 Lagt var fram til kynningar erindi frá Vegagerðinni þar sem tilkynnt er um niðurfellingu eftirfarandi vega af vegaskrá;
  Laugardalsvegar nr 7521-01
  Ytri-Svartárdalsvegar nr 7550-01
  Hvammsvegar nr 7780-01.
  Bókun fundar Afgreiðsla 124. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 124 Lögð var fram til kynningar drög að aðildaríkjaskýrslu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um innleiðingu Árósarsamningsins. Bókun fundar Afgreiðsla 124. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 124 Lagt var fram erindi frá Högna Elfari Gylfasyni, Korná í Lýtingsstaðahreppi, varðandi snjómokstur.
  Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar fyrir erindið og mun taka málið upp við Vegagerðina þar sem um er að ræða helmingamokstur á milli Vegagerðar og Sveitarfélags.

  Bókun fundar Afgreiðsla 124. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • 9.10 1702020 Samgönguáætlun
  Umhverfis- og samgöngunefnd - 124 Umhverfis- og samgöngunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar felur sviðstjóra að óska eftir fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar vegna ástands héraðsvega í Sveitarfélaginu og forgangsröðun verkefna í vega- og hafnarframkvæmdum. Bókun fundar Afgreiðsla 124. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.

10.Umhverfis- og samgöngunefnd - 125

1702023F

Fundargerð 125. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 352. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Magnúsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • 10.1 1702020 Samgönguáætlun
  Umhverfis- og samgöngunefnd - 125 Umhverfis- og samgöngunefnd mun funda með fulltrúum Vegagerðarinnar miðvikudaginn 8. mars nk. Farið var yfir helstu áherslur Sveitarfélagsins er varða viðhald vega og er vísað í bókun nefndarinnar á 95. fundi nefndarinnar þann 26. febrúar 2014. Áhersla verður lögð á uppbyggingu Reykjastrandavegar og viðhaldsþörf annara tengivega í Skagafirði.

  Lögð voru fram til kynningar drög að erindi til siglingasviðs Vegagerðarinnar þar sem lagðar eru fram áherslur og forgangsröðun Skagafjarðarhafna er varða viðhalds- og nýframkvæmdaverkefni.
  Fulltrúar Sveitarfélagsins munu funda með siglingasviði Vegagerðarinnar fimmtudaginn 9. mars nk.
  Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 125 Við breytingar á flokkun og sorphirðu í dreifbýli þarf að endurskoða gjaldskrá þjónustunar.
  Rætt var um mögulegar breytingar á gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun í dreifbýli.
  Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 125 Lagt var fyrir fundinn erindi frá Högna Elfari Gylfasyni varðandi breytingar á sorphirðu í drefibýli.
  Sveitarfélagið Skagafjörður stefnir á að taka upp flokkun og sorphirðu á hverju lögheimili í Skagafirði. Málið verður kynnt íbúum frekar þegar nánari útfærsla liggur fyrir.
  Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 125 Lagður var fram til kynningar tölvupóstur frá Heibrigðisfulltrúa norðurlands vestra varðandi rykmengun frá þjóðvegum sem ekki eru lagðir bundnu slitlagi. Tölvupósturinn var sendur til Umhverfisstofnunar vegna vinnu að almennri áætlun um loftgæði samkvæmt tilskipun 2008/50/EB um gæði andrúmslofts og hreinna loft í Evrópu. Nefndin mun ræða málið á fyrirhuguðum fundi með Vegagerðinni. Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.

11.Veitunefnd - 34

1702008F

Fundargerð 34. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 352. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Veitunefnd - 34 Bragi Þór Haraldsson frá Verkfræðistofunni Stoð ehf. mætti á fund nefndarinnar og kynnti kostnaðarútreikninga við hitaveituvæðingu svæða sem liggja utan 5 ára framkvæmdaáætlunnar Skagafjarðarveitna sem nær fram til ársins 2019.
  Sviðstjóra er falið að vinna að frekari greiningu á svæðunum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar veitunefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Veitunefnd - 34 Lögð var fram til kynningar niðurstaða styrkveitinga í verkefninu Ísland ljóstengt fyrir árið 2017. Sveitarfélagið Skagafjörður fékk úthlutað alls 53.510.980.- fyrir 151 tengingu eða 354.377.- pr. tengingu. Að auki hefur Sveitarfélaginu Skagafirði verið úthlutað 9,8 milljónum úr byggðasjóði til uppbyggingar ljósleiðara í dreifbýli.
  Veitunefnd fagnar þessum framlögum ríkisins til uppbyggingar ljósleiðara í dreifbýli og felur sviðstjóra að vinna að gerð útboðsgagna.

  Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar veitunefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • Veitunefnd - 34 Tilboð í efnishluta hitaveitu í Lýtingsstaðahreppi voru opnuð þriðjudaginn 7. febrúar sl. Útboðinu var skipt í tvo hluta í foreinangruð stálrör og foreinangruð plaströr.
  Tvö tilboð bárust í verkið; frá Ísrör ehf. upp á 413.719 evrur og frá Set ehf. upp á 384.874 evrur. Set ehf. átti lægsta tilboð í bæði stál- og plaströr.
  Veitunefnd samþykkir tilboð lægstbjóðenda og felur sviðstjóra að ganga til samninga við Set ehf. vegna verksins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar veitunefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
 • 11.4 1702112 Samorkuþing 2017
  Veitunefnd - 34 Lögð var fram til kynningar tilkynning frá Samorku um Samorkuþing sem hladið verður á Akureyri dagana 4. til 5. maí nk. Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar veitunefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.

12.Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 8

1702021F

Fundargerð 8. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks lögð fram til afgreiðslu á 352. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 8 Á fundinn komu Þuríður Harpa Sigurðardóttir, Sigríður Magnúsdóttir úr aðgengishópi Sveitarfélagsins Skagafjarðar og starfsmenn sveitarfélagsins, Indriði Þór Einarsson, Ingvar Páll Ingvarsson og Þorvaldur Gröndal til viðræðu um væntanlegar framkvæmdir við Sundlaug Sauðárkróks. Bókun fundar Fundargerð 8. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.

13.Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2017

1702013

Vísað frá 774.fundi byggðarráðs frá 16. febrúar 2017 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:"Stefán Vagn Stefánsson (B) vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

Viggó Jónsson kom inn á fundinn í hans stað.

Lagður fram viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun ársins 2017. Í viðaukaunum felst hækkun skammtímakrafna um 23 milljónir króna hjá aðalsjóði vegna Mótunar ehf. og hækkun framkvæmdafjár eignasjóðs um 11,5 milljónir króna vegna endurgerðar Mælifellsréttar. Þessum breytingum verði mætt með lækkun á handbæru fé um 34,5 milljónir króna. Byggðarráð samþykkir viðaukann með tveimur atkvæðum Sigríðar Svavarsdóttur (D) og Viggós Jónssonar (B). Bjarni Jónsson (V) situr hjá við afgeiðsluna. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi (K) óskar bókað: Ég er ekki sammála því að setja 23 milljónir króna í Mótun ehf."Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:

Samþykk hækkun framkvæmdafjár eignasjóðs um 11,5 milljónir króna vegna endurgerðar Mælifellsréttar. Greiði atkvæði gegn hækkun skammtímakrafna um 23 milljónir króna hjá aðalsjóði vegna Mótunar ehf með vísun til bókunar minnar vegna Mótunar í fundargerð byggðaráðs nr.774 liður 1.2 Mótun ehf.

Gréta Sjöfn GuðmundsdóttirViðauki 1 við fjárhagsáætlun 2017 borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með sex atkvæðum. Stefán Vagn Stefánsson tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins, Valdimar Ó Sigmarsson óskar bókað að hann sitji hjá.

14.Skíðasvæðið í Tindastóli - deiliskipulag 2017

1609042

Vísað frá 300. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 1. mars 2017 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:„Viggó Jónsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar. Einar Einarsson varamaður hans var í símasambandi og tók þátt í afgreiðslu málsins.Sigurður Bjarni Rafnsson formaður Skíðadeildar U.M.F. Tindastóls óskar eftir leyfi til handa Skíðadeild U.M.F.T til að láta vinna deiliskipulag fyrir skíðasvæðið í Tindastóli. Skíðasvæðið er í landi Heiðar í Gönguskörðum og Skarðs. Fyrir liggur skriflegt samþykki Helga Sigurðssonar formanns U.M.F. Tindastóls f.h. aðalstjórnar U.M.F.T.

Deiliskipulagið verður unnið á kostnað skíðadeildar og í fullu samráði við landeigendur. Meðfylgjandi umsókn er skipulagslýsing unnin á Stoð ehf verkfræðistofu af Eyjólfi Þór Þórarinssyni. Skipulagslýsingin er dagsett 21.02.2017 útgáfa 1.0. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir ofangreinda skipulagslýsingu og leggur til við sveitarstjórn að heimila skíðadeildinni að vinna deiliskipulagstillögu.Ofanrituð Skipulagslýsing og ósk um heimild til handa skíðadeild Tindastóls, að vinna deiliskipulagstillögu, borin undir afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum. Viggó Jónsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.

15.Garður 146375 - Hegranesþing deiliskipulag

1512022

Vísað frá 300. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 1. mars 2017 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:„Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 14. desember 2016 , að fenginni tillögu Skipulags- og byggingarnefndar að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Hegranesþingstað í landi Garðs í Hegranesi samkvæmt 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýstur athugasemdafrestur var til 9. febrúar 2017. Engar athugasemdir bárust við tillöguna. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna óbreytta og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.“Framangreind deiliskiplagstilla borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt óbreytt með níu atkvæðum.

16.Fjallabyggð - Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028

1703064

Vísað frá 301. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 8. mars 2017 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:„Í samræmi við 2.mgr. 30.gr skipulagslaga nr. 123/2010 er óskað er eftir umsögn, athugasemdum eða ábendingum Sveitarfélagsins Skagafjarðar við meðfylgjandi skipulagstillögu varðandi breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028. Breytingin felst í að hafnarsvæði á Siglufirði er lagað að núverandi hafnarbakka. Afmörkun hafnarsvæðis nær nú í sjó fram. Innan þess er bæði sjór og land. Þannig er gefið svigrúm fyrir minniháttar breytingar innan hafnarsvæðis, t.d. lengingu hafnargarðs eða breikkun sjóvarna, sem annað hvort verða skilgreindar í deiliskipulagi eða með framkvæmdaleyfi. Núverandi landfylling er færð inn á uppdrátt en einnig er gert ráð fyrir aukinni landfyllingu norðan hennar. Fyrirhuguð landfylling stækkar úr 0,7 ha í 0,8 ha. Hafnarsvæði á landi stækkar úr 2,3 ha í 3,1 ha. Afmarkað er nýtt athafnasvæði sem er 0,7 ha. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við framlagða skipulagstillögu og vísar erindinu til sveitarstjórnar til afgreiðslu.“Framlögð skiplagstillaga borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt án athugasemda með níu atkvæðum.

Stefán Vagn Stefánsson vék af fundi.

17.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar

1701316

Vísað frá 301. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 8. mars 2017 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:„Á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 var samþykkt að hefja þurfi vinnu við breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Þörf sé á að gera ákveðnar breytingar á aðalskipulaginu, s.s. fella út urðunarsvæði og vinna breytingar vegna legu Sauðárkrókslínu frá Varmahlíð til Sauðárkróks. Einnig þarf að vinna að framlengingu á frestaðri landnotkun virkjunarkosta og taka inn í skipulagsvinnuna ákvörðun um legu byggðarlínunnar um Skagafjörð. Í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar liggur fyrir verk- og matslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, dagsett í mars 2017 unnin af VSÓ ráðgjöf fyrir sveitarfélagið.

Alls verður gerð tillaga að 6 breytingum sem eru:

A) Val á legu Blöndulínu 3 Tekin verður ákvörðun um legu Blöndulínu 3, 220 kV háspennulínu sem liggur frá Blöndustöð til Akureyrar. Ákvörðun um legu hennar innan sveitarfélagsins var frestað í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.

B) Sauðárkrókslína 2 Gerð verður tillaga að legu Sauðárkrókslínu 2, sem er 66 kV jarðstrengur sem muni liggja á milli Varmahlíðar og Sauðárkróks.

C) Virkjanakostir í Skagafirði. Tekin verður ákvörðun um landnotkun vegna Villinganesvirkjunar og Skatastaðavirkjunar í aðalskipulag. Skipulagi virkjananna var frestað í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 og gildir sú ákvörðun í fjögur ár.

D) Urðunarsvæði í Viðvíkursveit fellt út. Ætlunin er að fella urðunarsvæði í Viðvíkursveit út í skipulagi og skilgreina það sem opið svæði til sérstakra nota.

E) Nýtt tengivirki og rafstrengur á Sauðárkróki. Gerð verður tillaga að staðsetningu fyrir nýtt tengivirki innan athafnasvæðis A-3.3 og legu rafstrengs frá tengivirki við Kvistahlíð að nýju tengivirki. Einnig verður landnotkun á lóð tengivirkisins við Kvistahlíð breytt í opið svæði.

F) Ný efnistökusvæði. Skoðaðir verða 12 námukostir sem koma til greina að bæta við í aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að bregðast við efnisþörf sem kemur til vegna styrkingar raforkukerfisins í sveitarfélaginu.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framangreinda verkefnislýsingu með lagfæringum á liðum B og E og leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt í samkvæmt 1 mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Valdimar óskar bókað að Vinstri grænir og óháðir vilji að virkjanakostir, Villinganes og Skatastaðir verði felldir út úr Aðalskipulagi Skagafjarðar. Undir þessum lið sat Stefán Thors frá VSÓ fundinn.“Valdimar Ó Sigmarsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:

Undirritaður óskar bókað að Vinstri græn og óháðir vilji að virkjanakostir, Villinganes og Skatastaðir verði felldir út úr Aðalskipulagi Skagafjarðar. Ennfremur er áréttað það sem fram kemur í samhljóða bókun sveitarstjórnar frá 23. maí 2012 varðandi Blöndulínu 3: „Sveitarstjórn áréttar ennfremur að við undirbúning og vinnu að línulögninni sé tekið ríkt tillit til hagsmuna heimamanna og skoðað hvort og þá með hvaða hætti hægt er að koma til móts við kröfur um línulögn í jörð að hluta til“ ... „Sveitarstjórn áskilur sér rétt til að setja skilyrði fyrir lagningu Blöndulínu 3 hvað varðar leiðarval, og framkvæmdakosti , þar með talið að raflína verði að hluta til lögð í jörð.“Framangreind tillaga skipulags- og byggingarnefndar, um að ofangreind verkefnis- og matslýsing verði auglýst og kynnt samkvæmt 1 mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórna. Samþykkt með níu atkvæðum.

18.Samkomulag um samstarf um Náttúrustofu Norðurlands vestra

1702254

Vísað frá 775. fundi byggðarráðs frá 23. febrúar 2017 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

"Lögð fram drög að samkomulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Akrahrepps, Húnaþings vestra og Sveitarfélagsins Skagastrandar um samstarf um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning."Ofangreind drög að samkomulagi borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

19.Fundagerðir 2017 - FNV

1701010

Fundargerð skólanefndar FNV frá 23. febrúar 2017 lögð fram til kynningar á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017

20.Fundagerðir 2016 - Heilbrigðiseftirlit Nl.v

1601005

Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra frá 20. desember 2016 lögð fram til kynningar á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017

21.Fundagerðir 2017 - Heilbrigðiseftirlit Nl. vestra

1701005

Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra frá 10. janúar og 23. febrúar 2017 lagðar fram til kynningar á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017

22.Fundagerðir 2016 - Norðurá

1601008

Fundargerð 81. fundar stjórnar Norðurár bs. frá 20. september 2016 lögð fram til kynningar á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017

Fundi slitið - kl. 18:10.