Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

351. fundur 15. febrúar 2017 kl. 16:15 - 17:43 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
 • Sigríður Svavarsdóttir forseti
 • Sigríður Magnúsdóttir 1. varaforseti
 • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
 • Viggó Jónsson aðalm.
 • Þórdís Friðbjörnsdóttir aðalm.
 • Gunnsteinn Björnsson aðalm.
 • Bjarni Jónsson 2. varaforseti
 • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
Starfsmenn
 • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
 • Kristín Jónsdóttir. ritari
Fundargerð ritaði: Kristín Jónsdóttir ritari
Dagskrá
Í upphafi fundar lagði forseti fram tillögu þess efnis að taka fyrir með afbrigðum, mál nr. 1701316 "Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar" sem er á dagskrá 772. fundar byggðarráðs.
Málið verður þá sérliður nr 14 á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.

Bjarki Tryggvason boðaði forföll og ekki tókst að fá inn varamann.

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 772

1701016F

Fundargerð 772. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 351. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Viggó Jónsson tóku til máls.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 772 Undir þessum dagskrárlið komu Árni Gunnarsson og Magnús Barðdal til fundar við byggðarráð og ræddu viðskiptahugmynd um uppbyggingu á ferðaþjónustu í Skagafirði með meginstarfsemi á Sauðárkróki. Bókun fundar Afgreiðsla 772. fundar byggðarráðs staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 772 Lagt fram bréf dagsett 27. desember 2016 frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu varðandi menningarhús á Sauðárkróki. Ráðuneytið hefur tilnefnt Karitas H. Gunnarsdóttur og Þráinn Sigurðsson sem fulltrúa sína í þarfagreiningarnefnd um byggingu menningarhúss á Sauðárkróki. Jafnframt er óskað eftir að sveitarfélagið tilnefni einnig sína fulltrúa og tilkynni ráðuneytinu. Undir þessum dagskrárlið sat fundinn Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri.
  Byggðarráð samþykkir að tilnefna Sólborgu Unu Pálsdóttur, Sigríði Magnúsdóttur, Gunnstein Björnsson, Björgu Baldursdóttur og Hönnu Þrúði Þórðardóttur.
  Bókun fundar Afgreiðsla 772. fundar byggðarráðs staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 772 Lagður fram makaskiptasamningur milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Kaupfélags Skagfirðinga vegna fasteignanna Aðalgötu 16b (Minjahúsið) og Aðalgötu 21-21a (Gamla samlagið að fyrrverandi Iðju meðtalinni og Grána).
  Byggðarráð samþykkir makaskiptin.
  Bókun fundar Afgreiðsla 772. fundar byggðarráðs staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 772 Lögð fram eftirfarandi tillaga:
  Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 var staðfest af umhverfisráðherra í maí 2012. Samkvæmt ákvæðum þágildandi skipulagslaga var heimilt, að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar og ráðherra, að fresta gerð skipulagsáætlana fyrir ákveðin svæði. Þau svæði eru auðkennd á uppdrætti og var frestun heimil í fjögur ár. Sá tími er nú liðinn og m.a. þess vegna þarf að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
  Byggðarráð beinir því til sveitarstjórnar að hefja þurfi vinnu við breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Þörf er á að gera ákveðnar breytingar á aðalskipulaginu, s.s. fella út urðunarsvæði og vinna breytingar vegna legu Sauðárkrókslínu frá Varmahlíð til Sauðárkróks.
  Einnig þarf að vinna að framlengingu á frestaðri landnotkun virkjunarkosta og taka inn í skipulagsvinnuna ákvörðun um legu byggðarlínunnar um Skagafjörð.
  Byggðarráð samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum. Bjarni Jónsson (Vg) situr hjá við afgreiðsluna.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr 14, "Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar" Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 772 Sveitarfélagið hefur verið með samning við verktaka um að taka upp sveitarstjórnarfundi og vista á Youtube. Sá samningur er útrunninn.
  Byggðarráð samþykkir að endurnýja ekki samninginn og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að koma með tillögu um mögulegar lausnir.
  Bókun fundar Afgreiðsla 772. fundar byggðarráðs staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 772 Lagt fram bréf dagsett 12. desember 2016 frá aðalstjórn Umf. Tindastóls varðandi gervigrasvöll á Sauðárkróki.
  Byggðarráð þakkar aðalstjórn Tindastóls fyrir erindið og vill í því ljósi koma eftirfarandi á framfæri:
  Byggðarráð vill ítreka að markmið framkvæmdarinnar er, og hefur alltaf verið, að bæta vetraríþróttaaðstöðu á Sauðárkróki fyrir skóla og íþróttafélög, sem hefur verið lítil sem engin fram að þessu og kallað hefur verið eftir í áraraðir. Með sölu á húsnæði barnaskólans við Freyjugötu lokaði íþróttasalurinn þar og sú starfssemi sem í honum var fluttist í yfirfullt íþróttahús við Árskóla.
  Með þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru, er hægt að færa út úr íþróttahúsinu greinar sem geta verið á hinum nýja gervigrasvelli og búið þannig til pláss í íþróttahúsinu sem ekki er mögulegt í dag fyrir aðrar greinar. Er það mat byggðarráðs að með nýjum gervigrasvelli á miðsvæðinu verði til mesta viðbótin við núverandi íþóttasvæði, en ljóst er að með því að setja gervigras á aðalvöllinn þarf að flytja kastsvæði fyrir frjálsar íþróttir af aðalvellinum. Er það skoðun byggðarráðs að aðalvöllurinn eigi áfram að vera keppnisvöllur allra þeirra íþróttagreina sem á honum eru stundaðar í dag, enda um að ræða einn glæsilegasta íþróttavöll landsins.
  Í bréfi formanna frjálsíþróttadeildar og knattspyrnudeildar Tindastóls til byggðarráðs er sveitarfélagið hvatt til að halda áfram með verkefnið á þeim nótum sem þegar hefur verið kynnt og mikilvægi þess fyrir þessar deildir ítrekað en þetta eru aðalnotendur íþróttasvæðisins í dag. Einnig hefur byggðaráði borist erindi þar sem afstaða Árskóla er skýrð en þar fagna skólastjóri, verkefnastjórar vinaliðaverkefnisins og íþróttakennarar skólans framkvæmdinni og lýsa yfir mikilvægi þess fyrir skólann að völlurinn sé í eins mikilli nálægð við skólann og hægt er.
  Að þessu sögðu er ljóst að þeir aðiliar sem munu verða aðalnotendur vallarins og íþróttasvæðisins í framtíðinni, fagna framkomnum hugmyndum um gervigrasvöll á miðsvæðið líkt og áætlanir sveitarfélagsins gera ráð fyrir.
  Bókun fundar Afgreiðsla 772. fundar byggðarráðs staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 772 Félags- og tómstundanefnd vísaði til byggðarráðs frá 239. fundi sínum þann 24. janúar 2017, drögum að reglum sveitarfélagsins um sérstakan húsnæðisstuðning.
  Byggðarráð samþykkir reglurnar með áorðnum breytingum.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 11 "Drög að leiðbeinandi reglum um sérstakan húsnæðisstuðning send til umsagnar" Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 772 Lagður fram tölvupóstur frá Vistorku ehf., dagsettur 10. janúar 2017 þar sem tilkynnt er um afgreiðslu Orkusjóðs á umsókn félagsins um styrk fyrir hleðslustöðvum á Norðurlandi fyrir rafbíla. Sveitarfélagið Skagafjörður var aðili að umsókn Vistorku ehf. og verður ein hraðhleðslustöð staðsett í Varmahlíð og önnur á Sauðárkróki. Bókun fundar Afgreiðsla 772. fundar byggðarráðs staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • 1.9 1701238 Rafbraut um Ísland
  Byggðarráð Skagafjarðar - 772 Orkusalan, dótturfyrirtæki RARIK, gefur öllum sveitarfélögum landsins hleðslustöð fyrir rafbíla, alls um 80 talsins. Með þessu vill fyrirtækið auðvelda rafbílaeigendum að komast leiðar sinnar hringinn í kringum landið. Orkusalan hefur afhent Sveitarfélaginu Skagafirði eina hleðslustöð sem verður staðsett á Sauðárkróki.
  Byggðarráð þakkar Orkusölunni fyrir gjöfina og mun finna hleðslustöðinni góðan stað.
  Bókun fundar Afgreiðsla 772. fundar byggðarráðs staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 772 Lagt fram bréf dagsett 11. janúar 2017 frá Rótarýklúbbi Sauðárkróks þar sem fram kemur að klúbburinn hefur fjárfest í nýrri og fullkomnari klukku til skipta út þeirri sem er nú til staðar á Flæðunum á Sauðárkróki. Klúbburinn vill gefa sveitarfélagsinu gömlu klukkuna gegn því að kosta uppsetningu á þeirri nýju.
  Byggðarráð þakkar fyrir erindið og tekur jákvætt í það. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga.
  Bókun fundar Afgreiðsla 772. fundar byggðarráðs staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 772 Erindið áður á 771. fundi byggðarráðs þann 12. janúar 2017. Byggðarráð gerði Alex Má Sigurbjörnssyni og Bryndísi Rut Haraldsdóttur gagntilboð vegna sölu á fasteigninni Laugavegur 15, neðri hæð, Varmahlíð. Fastanúmer 221-8387. Hafa þau gengið að því. Bókun fundar Afgreiðsla 772. fundar byggðarráðs staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 772 Lagður fram til kynningar ársreikningur Ferðsmiðjunnar ehf. fyrir árið 2015. Bókun fundar Ársreikningur Ferðsmiðjunnar ehf. fyrir árið 2015 lagður fram til kynningar á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 773

1702001F

Fundargerð 773. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 351. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tók til máls.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 773 Viggó Jónsson kom á fund byggðarráðs fyrir hönd Flugu hf. til viðræðu um endurnýjun á samstarfssamningi á milli sveitarfélagsins og Flugu hf. og þátttöku sveitarfélagsins í viðamiklu viðhaldi á húsnæðinu. Sveitarfélagið á 35% hlut í Flugu hf.
  Byggðarráð tekur jákvætt í erindin sem koma aftur á dagskrá ráðsins þegar samningsdrög liggja fyrir. Byggðarráð setur þó skilyrði við þátttöku í viðhaldskostnaði að Hrossaræktarsamband Skagfirðinga og Hestamannafélagið Skagfirðingur komi að því líka í hlutfalli við eignarhald líkt og sveitarfélagið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 773. fundar byggðarráðs staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með sjö atkvæðum. Viggó Jónsson óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðslu málsins.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 773 Byggðarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 773. fundar byggðarráðs staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • 2.3 1611295 Mótun ehf
  Byggðarráð Skagafjarðar - 773 Byggðarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 773. fundar byggðarráðs staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 773 Lögð fram umsókn dagsett 31. janúar 2017 frá Húsfélaginu Víðigrund 5 (Oddfellowreglan), um niðurgreiðslu fasteignaskatts skv. reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr. 5.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
  Byggðarráð samþykkir að veita 30% styrk vegna fasteignaskatts af félagsheimili.
  Bókun fundar Afgreiðsla 773. fundar byggðarráðs staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 773 Ingvar Páll Ingvarsson kom á fund byggðarráðs undir þessum dagskrárlið og kynnti niðurstöðu á opnun tilboða í gervigras á fyrirhugaðan gervigrasvöll á Sauðárkróki og flóðlýsingu.
  Byggðarráð samþykkir að lægstu tilboðum í hvorn lið verði tekið, annars vegar gervigras og undirlag frá Altís og hins vegar flóðlýsing frá Metatron. Samtals eru tilboðin að upphæð 54,2 milljónir króna. Gert er ráð fyrir þessari fjárfestingu í fjárfestingaráætlun ársins 2016.
  Bókun fundar Afgreiðsla 773. fundar byggðarráðs staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 773 Örn Ragnarsson framkvæmdastjóri lækninga og Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands komu á fundinn til viðræðu um starfsemi stofnunarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 773. fundar byggðarráðs staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 773 Byggðarráð samþykkir að skoðað verði hvort hægt sé að koma upp rennibraut við sundlaugina í Varmahlíð og felur sveitarstjóra að vinna kostnaðarmat. Bókun fundar Afgreiðsla 773. fundar byggðarráðs staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 773 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnarfundar SSNV frá 17. janúar 2017. Bókun fundar Fundargerð stjórnarfundar SSNV frá 17. janúar 2017 lögð fram til kynningar á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017

3.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 40

1612002F

Fundargerð 40. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 351. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson tók til máls.
 • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 40 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Karlakórnum Heimi, dagsett 8. desember 2016, en ætlunin er að nýta styrkinn til að endurnýja og bæta við kórpöllum fyrir kórfélaga. Nefndin samþykkir að veita kórnum styrk að upphæð kr. 100.000,- sem tekinn verður af fjárhagslið 05890. Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum
 • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 40 Lagt fram erindi frá framkvæmdastjóra Söguseturs íslenska hestsins, dags. 27. janúar 2017, þar sem óskað er eftir stuðningi að upphæð kr. 1.500.000,- til starfsemi setursins á árinu 2017.
  Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar fyrir erindið og fagnar áformum um frekari uppbyggingu og eflingu starfsemi setursins. Nefndin samþykkir að styrkja Sögusetrið um kr. 1.500.000,- sem tekinn verður af lið 05890.

  Gunnsteinn Björnsson formaður vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með sjö atkvæðum. Gunnsteinn Björnsson óskar bókar að hann situr hjá við afgreiðslu þessa liðar.
 • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 40 Lagður fram til kynningar samningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar við Alþýðulist um rekstur upplýsingamiðstöðvar Norðurlands vestra í Varmahlíð. Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum
 • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 40 Lögð fram til kynningar bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, dags. 27. desember 2016, og bókun byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, dags. 26. janúar 2017, þar sem tilnefndir eru fulltrúar beggja aðila í þarfagreiningarnefnd um byggingu menningarhúss á Sauðárkróki.
  Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar tilnefningunum og telur löngu tímabært að ljúka samningi um menningarhús í Skagafirði sem lutu annars vegar að uppbyggingu og endurbótum á Menningarhúsinu Miðgarði og hins vegar að viðbyggingu og endurbótum á Safnahúsi Skagfirðinga.
  Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum
 • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 40 Lagt fram til kynningar erindi frá forseta sveitarstjórnar og formanni byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, dags. 18. nóvember 2016, til mennta- og menningarmálaráðherra sem varðar starfsemi Söguseturs íslenska hestsins á Hólum í Hjaltadal. Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum
 • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 40 Lögð fram til kynningar umsókn Sveitarfélagsins Skagafjarðar í verkefnið Ísland ljóstengt 2017. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar áformum um ljósleiðaravæðingu dreifbýlis í Skagafirði. Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum

4.Félags- og tómstundanefnd - 239

1701015F

Fundargerð 239. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 351. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Félags- og tómstundanefnd - 239 Lögð fram drög að reglum sveitarfélagsins um sérstakan hússnæðisstuðning, sbr. reglur velferðarráðuneytisins sem einnig voru lagðar fram.
  Félags- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar með áorðnum breytingum og vísar þeim til byggðarráðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 239. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.

5.Félags- og tómstundanefnd - 240

1701020F

Fundargerð 240. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 351. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Félags- og tómstundanefnd - 240 Tekin fyrir 11 mál og niðurstaða skráð í trúnaðarbók.
  Nefndin óskar eftir að yfirlit yfir fjárhagsaðstoð 2016 verði lagt fram á næsta fundi.
  Bókun fundar Afgreiðsla 240. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • Félags- og tómstundanefnd - 240 Helga Bjarnadóttir sækir um styrk til greiðslu húsaleigu á Löngumýri vegna félagsstarfs eldri borgara, kr. 200.000 veturinn 2016 - 2017. Samþykktur styrkur 2017 kr. 100 þús. Bókun fundar Afgreiðsla 240. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • Félags- og tómstundanefnd - 240 Félag eldri borgara sækir um styrk til félagsstarfs kr. 300.000. Samþykktur styrkur 2017 250 þús.kr. Bókun fundar Afgreiðsla 240. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • Félags- og tómstundanefnd - 240 Samþykkt að veita 100 þús gr. styrk til félagsstarfs eldri borgara á Hofsósi 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 240. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • Félags- og tómstundanefnd - 240 Lögð fram umsókn frá Kvennaathvarfinu um rekstrarstyrk árið 2017. Samþykktur styrkur 75.000 kr af málaflokki 02890 - Ýmsir styrkir og framlög.
  Bókun fundar Afgreiðsla 240. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • Félags- og tómstundanefnd - 240 Lögð fram umsókn frá Stígamótum um rekstrarstyrk 2017. Ákveðið að veita ekki styrk að þessu sinni. Bókun fundar Afgreiðsla 240. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • Félags- og tómstundanefnd - 240 Nefndin sér sér ekki fært að veita styrk til verkefnisins. Bókun fundar Afgreiðsla 240. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • Félags- og tómstundanefnd - 240 Lögð fram umsókn um rekstrarstyrk frá Aflinu á Akureyri sem ráðgjafarþjónusta fyrir fórnarlömb kynferðis- og heimilisofbeldis. Samþykktur styrkur kr. 75.000 af málaflokki 02890 Bókun fundar Afgreiðsla 240. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • Félags- og tómstundanefnd - 240 Kynnt áform um flutning Iðju á Hvammstanga í nýtt húsnæði. Bókun fundar Afgreiðsla 240. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með sjö atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún situr hjá við afgreiðslu þessa liðar.
 • Félags- og tómstundanefnd - 240 Lögð til kynningar fram bókun byggðarráðs varðandi framkvæmdaáætlun um málefni fatlaðs fólks Bókun fundar Afgreiðsla 240. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með sjö atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún situr hjá við afgreiðslu þessa liðar.
 • Félags- og tómstundanefnd - 240 Erindi frá ráðuneyti varðandi úttekt á stöðu mannréttindamála á Íslandi lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 240. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með sjö atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún situr hjá við afgreiðslu þessa liðar.

6.Fræðslunefnd - 118

1701010F

Fundargerð 118. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 351. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Fræðslunefnd - 118 Vísað er í fundargerð byggðaráðs þann 29/09 2016, varðandi húsnæðismál leikskólans á Hofsósi. Fræðslunefnd leggur áherslu á að málið fái farsælan endi sem fyrst. Unnið er hörðum höndum að lausn málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar fræðslunefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • Fræðslunefnd - 118 Lagt fram bréf frá Stá ehf., dagsett 29. desember 2016, þar sem óskað er eftir að samningi um skólamáltíðir í Ársölum verði breytt og að verð fyrir hverja máltíð hækki frá því sem nú er. Mikilvægt er að ítreka önnur ákvæði samningsins um fjölda máltíða og gæði þannig að þær uppfylli markmið Lýðheilsustöðvar og Manneldisráðs. Nefndin samþykkir erindið. Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar fræðslunefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • Fræðslunefnd - 118 Sviðsstjóri kynnti breytingar sem orðið hafa á reglum um úthlutun úr Námsgagnasjóði sem m.a. fela í sér að skilagrein grunnskóla er ekki lengur skilyrði úthlutunar, heldur er ábyrgðin færð til rekstraraðila skólanna. Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar fræðslunefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • Fræðslunefnd - 118 Sviðsstjóri kynnti vegvísi að framkvæmd bókunar 1 með kjarasamningi SNS og KÍ vegna FG frá því 29.nóvember s.l. Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar fræðslunefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.

7.Fræðslunefnd - 119

1702006F

Fundargerð 118. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 351. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Fræðslunefnd - 119 Staða leikskóla- og dagforeldramála á Sauðárkróki kynnt. Samþykkt að auglýsa eftir dagforeldrum til starfa. Jafnframt er samþykkt að leita allra leiða til að leysa þann vanda sem upp er kominn í dagvistunarmálum m.a. með því að gera starf dagforeldra fýsilegra. Bókun fundar Afgreiðsla 119. fundar fræðslunefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • Fræðslunefnd - 119 Leikskólamál á Hofsósi kynnt. Þar sem ekki gekk að koma leikskólanum fyrir í íbúð í eigu sveitarfélagsins, eins og áformað var, leggur nefndin til að skoðað verði að koma leikskólanum tímabundið inn í Höfðaborg. Jafnframt er samþykkt að auglýsa eftir dagforeldrum til starfa á Hofsósi.
  Bókun fundar Afgreiðsla 119. fundar fræðslunefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • Fræðslunefnd - 119 Niðurstöður samræmdra prófa 2016 og Pisa könnunar 2015 lagðar fram. Nefndin fagnar niðurstöðu skagfirskra skóla í samræmdu prófunum og hvetur til umræðu og áherslu á árangur í næstu Pisa könnun sem lögð verður fyrir árið 2018. Nefndin hvetur til að skólasamfélagið taki til umræðu kannanir og námsárangur á næsta fræðsludegi.
  Eyrún Berta Guðmundsdóttir vék af fundi eftir liði 1 og 2.
  Bókun fundar Afgreiðsla 119. fundar fræðslunefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • Fræðslunefnd - 119 Lagt er fram erindi frá Erni Þórarinssyni um leigu á Sólgarðaskóla til reksturs ferðaþjónustu í sumar. Nefndin, í samráði við formann félags- og tómstundanefndar, leggur til að auglýst verði eftir aðilum til að leigja Sólgarðaskóla og annast umsjón með sundlauginni á Sólgörðum. Bókun fundar Afgreiðsla 119. fundar fræðslunefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • Fræðslunefnd - 119 Lögð er fram ósk frá Kristínu Sigurrós Einarsdóttur og Alfreð Símonarsyni um leigu á Sólgarðaskóla og sundlauginni á Sólgörðum til reksturs ferðaþjónustu í sumar. Nefndin, í samráði við formann félags- og tómstundanefndar, leggur til að auglýst verði eftir aðilum til að leigja Sólgarðaskóla og annast umsjón með sundlauginni á Sólgörðum.
  Jóhann Bjarnason sat fundinn undir liðum 3, 4 og 5.
  Bókun fundar Afgreiðsla 119. fundar fræðslunefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.

8.Skipulags- og byggingarnefnd - 298

1701019F

Fundargerð 298. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 351. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 298 Sigurður Snorri Gunnarsson kt. 240990-2459 Raftahlíð 7a sækir um lóðina nr. 17 við Iðutún á Sauðárkróki. Samþykkt að úthluta Sigurði Snorra lóðinni. Bókun fundar Afgreiðsla 298. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 298 Sigríður Regína Valdimarsdóttir kt. 160986-3449 og Stefán Þór Þórsson kt. 080889-2169 Víðigrund 22 Sauðárkróki sækja um lóðina nr. 18 við Iðutún á Sauðárkróki. Samþykkt að úthluta Sigríði Regínu og Stefáni Þór lóðinni. Bókun fundar Afgreiðsla 298. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 298 Jóhann Gunnlaugsson kt. 110481-5439 Suðurvegi 18 Skagaströnd sækir um lóðina nr. 19 við Iðutún á Sauðárkróki. Samþykkt að úthluta Jóhanni lóðinni. Bókun fundar Afgreiðsla 298. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 298 Helgi Sævar Árnason kt. 200287-3989 Raftahlíð 63 sæki hér með um lóðina nr. 21 við Iðutún á Sauðárkróki. Samþykkt að úthluta Helga Sævari lóðinni. Bókun fundar Afgreiðsla 298. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 298 Með umsókn dagsettri 9. janúar 2017 sækir Jón Einar Kjartansson kt. 311068-5209 eigandi jarðarinnar Miklibær (landnr. 146569) í Óslandshlíð um heimild skipulags -og byggingarnefndar og sveitarstjórnar til að skipta tveimur lóðum út úr jörðinni. Miklibær lóð 2, 9005,0 m² og Miklibær lóð 3, 19510,0 m². Framlagður yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir erindinu. Númer uppdráttar er S101 í verki nr. 7605, dags. 3. janúar 2017. Á lóð 2 stendur íbúðarhús með matsnúmer 214-3372 og véla/verkfærageymsla með matsnúmer 214-3378. Á lóð 3 stendur fjós með matsnúmer 214-3373, hlaða með matsnúmer 214-3375, mjólkurhús með matsnúmer 214-3377 og blásarahús með matsnúmer 214-3382. Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Miklibær, landnr. 146569. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146569. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 298. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 298 Sveitarfélagið sendi inn umsóknir um styrki úr húsafriðunarsjóði til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð. Sótt var um styrk til tveggja verkefna, annars vegar vegna "gamla bæjarhlutans" á Sauðárkróki og hins vegar vegna kvosarinnar í Hofsósi. Samþykkt að breyta afmörkun verndarsvæðisins til samræmis við deiliskipulag svæðisins frá árinu 2000. Bókun fundar Afgreiðsla 298. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 298 Sveitarfélagið sendi inn umsóknir um styrki úr húsafriðunarsjóði til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð. Sótt var um styrk til tveggja verkefna, annars vegar vegna "gamla bæjarhlutans" á Sauðárkróki og hins vegar vegna kvosarinnar í Hofsósi. Samþykkt að breyta afmörkun verndarsvæðisins til samræmis við deiliskipulag gamla bæjarins frá árinu 1986. Bókun fundar Afgreiðsla 298. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 298 Guðjón S. Magnússon kt 250572-4929 fyrir hönd eigenda Sæmundargötu 13 á Sauðárkróki óskar umsagnar skipulags- og byggingarnefndar um hvort leyfi fáist til breytinga á húsnæðinu. Fyrirhugað er að breyta hluta viðbyggingar í bílageymslu. Ef leyfi fæst til breytinganna verður skilað inn til byggingarfulltrúa fullnægjandi gögnum. Meðfylgjandi fyrirspurninni er fyrirspurnaruppdráttur sem sýnir fyrirhugaðar breytingar. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 298. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 298 Rúnar Máni Gunnarsson kt 100969-3359 og Eydís Magnúsdóttir kt 310373-5249 sækja fyrir hönd Smiðjugrundar ehf. kt. 650114-1010, eiganda jarðarinnar Sölvaness, landnúmer 146238, um að fá samþykktan byggingarreit undir frístundahús í landi jarðarinnar. Framlagður hnitsettur yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Eyjólfi Þ. Þórarinssyni gerir grein fyrir byggingarreitnum. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 769901, dagsettur 21. desember 2016. Fyrir liggur umsögn minjavarðar dagsett 27. janúar sl um byggingarreitinn. Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 298. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.

9.Skipulags- og byggingarnefnd - 299

1702005F

Fundargerð 299. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 351. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 299 Jón Eymundsson kt.130679-3079 Raftahlíð 78 sækir um lóðina nr.8 við Iðutún á Sauðárkróki. Samþykkt að úthluta Jóni lóðinni. Bókun fundar Afgreiðsla 299. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með sjö atkvæðum. Gunnsteinn Björnsson óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðslu þessa liðar.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 299 Með umsókn dagsettri 6. febrúar 2017 sækir Guðmundur Jónsson kt. 161262-7499, eigandi jarðarinnar Undhóll í Óslandshlíð (landnr. 146599), um heimild Skipulags -og byggingarnefndar og sveitarstjórnar til þess að skipta 32.888 fermetra spildu úr landi jarðarinnar. Framlagður yfirlits -og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir erindinu. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 74022, dags. 6. febrúar 2017. Einnig sótt um heimild til að leysa útskipta landið úr landbúnaðarnotkun. Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Undhóll, landnr. 146599. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146599. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 299. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 299 Vegagerðin sækir, samkvæmt meðfylgjandi gögnum, um framkvæmdaleyfi til efnistöku úr tveimur námum. Námurnar eru Hraunsnáma (18183) og Tjarnarnáma ( 18180). Jafnframt óskar Vegagerðin eftir að Sveitarfélagið Skagafjörður meti hvort starfsemi sú sem lýst er í meðfylgjandi erindi skuli fara í umhverfismat. Starfsemin fellur undir C- flokk í 1. viðauka í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Það er mat skipulags- og byggingarfulltrúa að efnistaka á allt að 5.000.- rúmmetrum af efni úr þessum námum sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd metur svo að efnistaka úr þessum námum sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi til efnistöku úr Hraunsnámu, en leita þarf umsagnar Fiskistofu og veiðifélags varðandi Tjarnarnámuna.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 12 "Hraun II - Tjarnarnáma og Hraun framkvæmdaleyfi." Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 299 Fyrir liggur erindi frá Eflu verkfræðistofu fh. Landsnets sem undirbýr lagningu 66kv jarðstrengs, Sauðárkrókslínu 2 (SA2) frá tengivirki í Varmahlíð að fyrirhuguðu tengivirki á Sauðárkróki
  Í aðalskipulagi er strengleiðin (SA2) sýnd en tillaga Landsnets að strenglegu víkur að nokkru frá þeirri mörkuðu línu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að taka erindið til skipulagslegrar meðferðar og leggur til að heimila framkvæmdaraðila áfrahaldandi vinnu við undirbúning.
  Bókun fundar Afgreiðsla 299. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 299 Í mars 2015 var auglýst breyting á Aðalskipulagi Skagafjarðar vegna hluta jarðarinar Depla í Fljótum þar sem landnotkun var breytt úr svæði til landbúnaðarnota í verslunar- og þjónustusvæði. Aðalskipulagsbreytingin var staðfest þann 9. júlí 2015. Samhliða var auglýst deiliskipulagstillaga þar sem gerð var grein fyrir fyrihugaðri uppbygginu jarðarinnar. Minjastofnun gerði athugasemdir við deiliskipulagið þar sem minjaskráning væri ófullnægjandi. Byggðasafn Skagafjarðar hefur unnið fornleifaskráningu vegna deiliskipulags Depla. Í framhaldi af því liggur fyrir tillaga að deiliskipulagi unnin af Landslagi ehf., Ómari Ívarssyni fh. Fljótabakka, sem óskað er eftir að verði tekin fyrir og afgreidd að nýju í auglýsingar- og kynningarferli. Í tillögunni hafa verið teknar inn upplýsingar úr deiliskráningu fornminja. Auk þess eru eftirfarandi breytingar frá áður auglýstri tillögu, bætt er við upplýsingum um hitaveitu og vatnsveitu, gert er ráð fyrir byggingarreit fyrir vélageymslu (C) og starfsmannabyggingu (D) norðan aðkomuvegar. Byggingarreitur þjónustubyggingar (B) stækkar til suðurs. Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir við umsækjendur að staðsetning byggingarreita c og d verði endurskoðuð. Bókun fundar Afgreiðsla 299. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 299 Á fundi Skipulags- og byggingarnefndar 16. janúar sl. var samþykkt að taka íþróttasvæðið við Skagfirðingabraut til deiliskipulagsmeðferðar vegna ákvörðunar um að gera nýjan upplýstan gervigrasvöll á íþróttasvæðinu.Fyrir fundinum liggur skipulagslýsing unnin hjá Úti- og Inni sf. arkitektum útgáfa 0.0 dagsett 05.02.2017 þar sem fram kemur hvaða áherslur eru hafðar við deiliskipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur, fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, svo sem um kynningu og samráð við skipulagsgerðina gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir skipulagslýsinguna og að hún verði send til umsagnaraðila og auglýst samkvæmt ákvæðum skipulagsreglugerðar og skipulagslaga.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsin til liðar nr.13 "Skagfirðingabraut - íþróttasvæði - deiliskipulag." Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 299 Helgi Freyr Margeirsson kt. 180382-3729 sækir um tímabundið stöðuleyfi fyrir matarvagni á lóð með landnúmer 146033 í Glaumbæ á Langholti. Meðfylgjandi greinargerð gerir grein fyrir erindinu. Fyrir liggur umsögn Vegagerðarinnar sem fyrir sitt leiti getur fallist á staðsetningu ef vagninn er ekki nær akbraut en 14 m. Afgreiðslu erindis frestað þar til fyrir liggur umsögn þjóðminjavarðar
  Bókun fundar Afgreiðsla 299. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 299 Tómas Árdal sæki, fyrir hönd Stá ehf. kt. 520997-2029, um stöðuleyfi fyrir geymslugámi á lóðinni Aðalgata 18. Fyrirhuguð staðsetning kemur fram á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti sem gerður er hjá Stoð ehf. verkfræðistofu og dagsettur er 2. febrúar 2017. Erindinu hafnað. Skipulags- og byggingarnefnd telur staðsetninguna óheppilega. Stefna skipulags- og byggingarnefndar er að gámar verði staðsettir á þar til gerðum lóðum og geymslusvæðum, ekki í íbúðarbyggð. Bókun fundar Afgreiðsla 299. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.

10.Veitunefnd - 33

1701012F

Fundargerð 33. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 351. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Veitunefnd - 33 Farið var yfir stöðu fyrirhugaðra hitaveituframkvæmda í Lýtingsstaðahreppi árið 2017.
  Boðað hefur verið til kynningarfundar með íbúum mánudaginn 23.janúar nk. kl 14 í félagsheimilinu Árgarði.
  Útboð á lagnaefni vegna verksins hefur verið auglýst og verða tilboð opnuð þriðjudaginn 7. febrúar nk.
  Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar veitunefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • Veitunefnd - 33 Farið var yfir innsenda umsókn í verkefnið "Ísland ljóstengt" vegna ljósleiðaravæðingar í dreifbýli.
  Fyrri hluti umsóknar fyrir árið 2017 hefur verið skilað inn til fjarskiptasjóðs. Seinni hluta umsóknar á að skila inn til fjarskiptasjóðs 26. janúar nk. og kemur þá í ljós hversu háan styrk Sveitarfélagið Skagafjörður hlýtur árið 2017.
  Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar veitunefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
 • Veitunefnd - 33 Farið var yfir stöðu framkvæmda vegna ljósleiðaravæðingar í dreifbýli í tengslum við verkefnið Ísland ljóstengt árið 2016.
  Árið 2016 fékk Sveitarfélagið Skagafjörður styrk til lagningar ljósleiðara á svæðinu frá Varmahlíð að Marbæli ásamt Sæmundarhlíð.
  Verktaki hefur nú lokið vinnu við lagningu og ídrátt ljósleiðara á svæðinu og mun vinna við tengingu á ljósleiðaranum hefjast á næstu vikum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar veitunefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.

11.Drög að leiðbeinandi reglum um sérstakan húsnæðisstuðning send til umsagnar

1611302

Félags- og tómstundanefnd vísaði til byggðarráðs frá 239. fundi sínum þann 24. janúar 2017, drögum að reglum sveitarfélagsins um sérstakan húsnæðisstuðning. Reglurnar með áorðnum breytingum, voru samþykktar á fundi byggðarráðs þann 26. janúar 2017 og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.Fyrirliggjandi reglur bornar upp til afgreiðslu og samþykktar með átta atkvæðum.

12.Hraun II - Tjarnarnáma og Hraun framkvæmdaleyfi

1702050

Vegagerðin sækir, samkvæmt meðfylgjandi gögnum, um framkvæmdaleyfi til efnistöku úr tveimur námum. Námurnar eru Hraunsnáma (18183) og Tjarnarnáma ( 18180). Jafnframt óskar Vegagerðin eftir að Sveitarfélagið Skagafjörður meti hvort starfsemi sú sem lýst er í meðfylgjandi erindi skuli fara í umhverfismat. Starfsemin fellur undir C- flokk í 1. viðauka í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Það er mat skipulags- og byggingarfulltrúa að efnistaka á allt að 5.000.- rúmmetrum af efni úr þessum námum sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Skipulags- og byggingarnefnd metur svo að efnistaka úr þessum námum sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi til efnistöku úr Hraunsnámu, en leita þarf umsagnar Fiskistofu og veiðifélags varðandi Tjarnarnámuna.

Bjarni Jónsson,Viggó Jónsson og Bjarni Jónsson tóku til máls.Ofangreint framkvæmdaleyfi til efnistöku úr Hraunsnámu, borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum.

13.Skagfirðingabraut - íþróttasvæði - deiliskipulag

1702083

Á fundi Skipulags- og byggingarnefndar 16. janúar sl. var samþykkt að taka íþróttasvæðið við Skagfirðingabraut til deiliskipulagsmeðferðar vegna ákvörðunar um að gera nýjan upplýstan gervigrasvöll á íþróttasvæðinu.

Fyrir fundinum liggur skipulagslýsing unnin hjá Úti- og Inni sf. arkitektum útgáfa 0.0 dagsett 05.02.2017 þar sem fram kemur hvaða áherslur eru hafðar við deiliskipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur, fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, svo sem um kynningu og samráð við skipulagsgerðina gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir skipulagslýsinguna og að hún verði send til umsagnaraðila og auglýst samkvæmt ákvæðum skipulagsreglugerðar og skipulagslaga.Ofangreind skipulagslýsing borin upp til afgreiðslu og samþykkt með átta atkvæðum. Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar samþykkir jafnframt framangreind skipulagslýsing sé auglýst á viðtekinn hátt.

14.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar

1701316

Vísað frá 772. fundi byggðarráðs þann 26. janúar 2017 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:Lögð fram eftirfarandi tillaga: Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 var staðfest af umhverfisráðherra í maí 2012. Samkvæmt ákvæðum þágildandi skipulagslaga var heimilt, að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar og ráðherra, að fresta gerð skipulagsáætlana fyrir ákveðin svæði. Þau svæði eru auðkennd á uppdrætti og var frestun heimil í fjögur ár. Sá tími er nú liðinn og m.a. þess vegna þarf að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Byggðarráð beinir því til sveitarstjórnar að hefja þurfi vinnu við breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Þörf er á að gera ákveðnar breytingar á aðalskipulaginu, s.s. fella út urðunarsvæði og vinna breytingar vegna legu Sauðárkrókslínu frá Varmahlíð til Sauðárkróks. Einnig þarf að vinna að framlengingu á frestaðri landnotkun virkjunarkosta og taka inn í skipulagsvinnuna ákvörðun um legu byggðarlínunnar um Skagafjörð. Byggðarráð samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum. Bjarni Jónsson (Vg) situr hjá við afgreiðsluna.

Tillagan borin upp til afgreiðslu og samþykkt með sjö atkvæðum. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá.

15.Fundagerðir stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga

1701002

846. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27.janúar 2017 lögð fram til kynningar á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017

Fundi slitið - kl. 17:43.